Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA ■ ÁST Samkvæmt nýlegri könnun sem framkvæmd var af Southern Methodist-háskólanum í Dallas eru hamingjusamlega gift hjón líklegri til að vera of þung fremur en hinir óhamingju- sömu. Alls tóku 169 nýlega gift hjón þátt í könnuninni og var fylgst með þeim í fjögur ár. Hjónin svöruðu reglulega spurningum um líðan í hjónaband- inu auk þess sem fylgst var með lík- amsþyngd þeirra. Greinilega kom í ljós að þeir sem lifðu hamingjusömu lífi höfðu tilhneigingu til að þyngjast. Þeir sem voru að íhuga skilnað héldu sér frekar í kjörþyngd. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum hjónabands á heilsu. Í nýlegri rannsókn sem gerð var af háskólanum í Ohio eru það frekar konurnar sem þyngjast eftir að þær ganga í hjónaband. Talið er að margar konur hætti að velta útlitinu fyrir sér þegar þær hafa krækt í sinn heittelskaða. HAMINGJA OG ÞYNGD handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is Plastbox fyrir smávörur Ta kt ik / 3 93 1 / ja n 13 Pöntunarsími: 535 1300 Draghálsi 4 - 110 Reykajvík Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.is Brettatjakkur 2,3 tonn Plaststrimlahurð Hraðlokun Kæli- og frystiklefar - Tilbúnir og eða smíðaðir eftir máli Hurðar í lagerrýmið Merkingar á hillukerfi og gólf Starfsmannaskápar Brettahillukerfi - stækkanlegt Smávöruhillur M7 Milli-hillukerfi Árekstarvarnir í vöruhús Staflarar Vöruvagnar Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Öll kínvesk leikfimi • Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni• Heilsubætandi Tai chi• Kung Fu í samstafi við Kínveskan íþrótta háskóla Einkatímarog hópatímar Kínverskt nýtt ár Frítt í leikfimi til 16. febrúar Fyrir alla aldurshópa Fullt af tilboðum í gangi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 KALORÍUR EKKI ÞAÐ VERSTA Þær eru margar meinsemdirnar sem fylgt geta áfengis- neyslu. Sennilega er sú léttvægasta kaloríufjöldi í áfengum drykkjum. SSamkvæmt Alþjóðakrabbameins-rannsóknarsjóðnum (WCRF) koma um það bil 10 prósent heildarkaloríufjölda þeirra sem drekka reglulega úr alkóhóli. Hins vegar vill fólk oft sniðganga áfengi þegar það hug- ar að mataræði og telur ekki kaloríu- fjöldann sem áfengið inniheldur. Þetta skiptir í sjálfu sér ekki máli fyrir þann sem drekkur áfengi sjaldan, en fyrir þann sem á það til að sturta í sig reglu- lega fjölgar kaloríunum fljótt. Annar ókosturinn við áfengi er sá að það hefur mjög lítið næringargildi til samanburð- ar við mat. Þá hafa rannsóknir sýnt að fólk er alla jafna illa upplýst um kaloríu- fjölda í áfengum drykkjum. Eitt gramm af alkóhóli inniheldur sjö kaloríur sem er einungis tveimur kaloríum minna en eitt gramm af hreinni fitu. Prótein og kolvetni innihalda fjórar kaloríur og trefjar innihalda um tvær. Á heimasíðu WCRF, www.wcrf-uk. org, er að finna reiknivél fyrir kaloríu- fjölda hinna ýmsu drykkja. Þar má til dæmis lesa að sá sem drekkur að meðaltali einn stóran bjór á dag inn- byrðir í kringum 1750 kaloríur á viku sem er svipað og að úða í sig 21 súkku- laðikexköku. Til þess að losa sig við þessar um- fram kaloríur þarf viðkomandi að ganga í sex klukkutíma og ellefu mínútur. Ef vaninn er að bregða sér svo þar fyrir utan á barinn og taka ærlega á því einu sinni í viku bætist það ofan á. Ef við gefum okkur að þar væru drukknir fimm stórir bjórar, tvö léttvínsglös og einn tvöfaldur vodki í kók., þá myndu bætast við aðrar 1750 kaloríur. Sam- tals 3500 kaloríur, eða þúsund kaloríum meira en fullorðnum karlmanni er ráð- lagt að innbyrða á einum degi. Kaloríur eru þó ekki það versta þegar kemur að áfengisneyslu. Ýmsar tegundir krabbameins hafa verið tengd- ar henni, svo sem brjóstakrabbamein, krabbamein í munnholi og krabbamein í þörmum og lifur ásamt fleiri sjúkdóm- um. Þá er vitað að kostnaður samfélags- ins vegna áfengisneyslu og afleiðinga hennar hleypur á milljörðum, fyrir utan allar þær þjáningar sem henni geta fylgt. ■ vidir@365.is KALORÍUR Í ÁFENGI GLEYMDAR KALORÍUR Rannsóknir sýna að fólk á það til að líta fram hjá áfengi þegar það reynir að skera niður kaloríur. Þær geta þó numið allt að tíu prósentum af heildarkaloríufjölda þess sem drekkur nokkuð reglulega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.