Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 22
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 ■ HREINGERNING Ísskápurinn: Hentu öllum skemmdum og löngu útrunnum mat. Blandaðu matarsóda út í volgt vatn til að strjúka innan úr ísskápnum. Sápuleifar geta skilið eftir sig lykt sem sest í matvælin. Ef afþíða þarf ísskápinn er gott að setja skál með heitu vatni neðst í ísskápinn. Eins er gott að setja gamalt handklæði í botninn á skápnum sem dregur í sig rakann. Bakaraofninn: Kristalssápa er umhverfisvænni kostur en sterk hreinsiefni. Berið sápuna innan í í kaldan ofninn og stillið hann svo á 90 gráðu hita. Látið hitna í 30 mínútur áður en slökkt er á ofninum og strokið innan úr honum með volgu vatni og tusku. Sjá fleiri ráðleggingar á vef Leið- beiningastöðvar heimilanna. VORHREINGERNING Í ELDHÚSINU Ef þú ekur bíl sem keyrir á jarð- efnaeldsneyti en leiðist að dæla rándýru eldsneyti á hann ættir þú kannski að íhuga sparakstur. Með því að tileinka sér ákveðnar að- ferðir við akstur má spara frá 5 til 25 prósent í eldsneytiskostnaði. Bíll sem eyðir 7 lítrum á hverja hundrað kílómetra og er ekinn 25 þúsund kílómetra á ári eyðir 1.750 lítrum á ári. Fyrir þá þarf að borga 451.500 krónur miðað við að hver bensínlítri kosti 258 krónur. Ef spa- rakstur gæti dregið úr notkun um 15 prósent gerði það sparnað upp á 67.725 krónur á ári. Sparakstur er einfaldur og byggir meðal annars á því að vera með réttan þrýsting í hjólbörðum, vera ekki með óþarfa farangur í bílnum sem þyngir hann, reyna að halda snúningshraða vélar niðri, láta bílinn renna þegar hægt er og fleiri þáttum. Það að vera vakandi fyrir ljósum og gatnamótum fram undan getur sparað orku sem fer í það að stoppa og taka af stað. Ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt að með sparakstri minnka líkur á árekstrum og slysum. Það er því um að ræða tvöfalda ánægju við sparakstur, meiri peninga í budduna og aukið öryggi. AKTU AF STAÐ OG SPARAÐU Með sparakstri má draga úr eldsneytiseyðslu og minnka eldsneytiskostnað um 5 til 25 prósent. Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage hefur sent frá sér heimilis- línu, púðalínurnar Menn- ingarminja og Sóldán en hún hannaði einnig hálsfestar í stíl við Sóldán-línuna. Menn- ingarminja-púðar Hendrikku Waage er gerð úr íburðar- miklu flaueli og silki en innblásturinn að henni er mikilfengleiki breska heims- veldisins. Línan er gerð úr vönduðum efnum sem eru hönnuð til að prýða og bæta við heimilið. Innblásturinn fyrir Sóldán- línuna fékk Hendrikka frá skrautlegum höfuðbúnaði soldána Ottóman-veldisins. Í línunni eru púðar og háls- festar, frjálslega skreytt með skúfum sem kalla fram löngu liðinn tíma. Púðarnir eru úr flaueli og silki í litríkum og margbrotnum mynstrum og er frágangurinn á hornunum á þeim í flæðandi brúskum. Hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum og þekkjast á litríkum skúfunum sem fara vel við hönnun púðanna. Soldánarnir réðu ríkjum í Ottóman-veldinu, Tyrk- landi nútímans, og klæddust íburðarmiklum og skraut- legum skikkjum með miklum höfuðbúnaði og skrautlegum skúfum. Hendrikka Waage hefur nýtt sér það sem inn- blástur til að skapa íburðar- mikla línu púða og hálsfesta fyrir heimilið. Báðar línur Hendrikku Waage verða til sýnis í Atmo Laugavegi 91 á Hönnunar- Mars dagana 14.-17. mars. PÚÐAR HENDRIKKU HÖNNUN FYRIR HEIMILIÐ Hendrikka Waage hefur sent frá sér nýja línu, púða fyrir heimilið, en Hendrikka er þekkt fyrir skartgripahönnun sína. MENNINGARMINJA PÚÐALÍNA Innblásturinn að baki línunnar er mikilfengleiki breska heimsveldisins. HENDRIKKA WAAGE Sýnir nýju línuna í Atmó á HönnunarMars. Eingöngu selt á hársnyrtistofum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.