Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 14
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
9
5
9
*
M
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
ks
tu
r
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala
Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070
Sölumenn okkar eru k om in r í pá ks agírinn og b jóða
margar g erðir af s parneytnum f jórhjóladrifnum bílum
á spennandi páskatilboði
Verið velkomin í reynsluakstur o g látið sölumenn
okkar gera ykkur spennandi tilboð í nýjan
fjórhjóladrifinn bíl – fyrir páska.
SPENNANDI TILBOÐ
SHIFT_
SKYNSAMLEG KAUP
Hrikalega gott verð
SKEMMTILEGASTI KOST
URINN
Ef þú vilt góðan jepplin
g með öllu
DACIA DUSTER – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr.
NISSAN X-TRAIL – 4x4
Dísil, sjálfskiptur. Verð 6.690 þús. kr.
Eyðsla:
5,1 l/100 km*
Eyðsla:
7,1 l/100 km*
SHIFT_
VINSÆLASTI SPORTJEPPINNSamkvæmt Umferðarstofu 2012
NISSAN QASHQAI – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr.
Eyðsla:
4,6 l/100 km*
SPARNEYTINN
SUBARU
Ný vél, aukinn
bensínsparna
ður
SUBARU XV – 4x4
Bensín, beinskiptur. Verð 5.590 þús. kr.
Eyðsla:
6,6 l/100 km*
Á undanförnum vikum og mánuðum
hafa málefni íslenskra ungmenna
verið í brennidepli. Við höfum
heyrt og séð dæmi um áberandi
kven fyrir litningu, kynjamisrétti
og klámvæðingu og séð þau nei-
kvæðu áhrif sem þessi samfélags-
menning hefur á viðhorf, athafnir
og orðræðu unga fólksins okkar.
Sem betur fer hafa viðvörunar-
bjöllur kviknað og fjöldi fólks lýst
yfir áhyggjum af þessu ástandi, eða
brugðist við með einhverjum hætti.
Við Íslendingar erum rík af því
að eiga fullt af frábærum, flottum
og metnaðarfullum unglingum
sem við getum verið afar stolt af.
En því miður hvílir skuggi yfir of
stórum hópi þessarar ungu kyn-
slóðar. Dæmin hafa sýnt og sannað
að undan förnu að mikil viðhorfs-
breyting í siðferði hefur orðið hjá
hluta ungu kynslóðarinnar.
Það er erfitt að nefna eina ein-
staka ástæðu fyrir þessari við-
horfsbreytingu en í þjóðfélagsum-
ræðunni hafa ýmsir áhrifavaldar
verið nefndir, svo sem mikið sjón-
varpsáhorf, tölvuleikir og notkun
samfélagsmiðla. Í þessum miðlum
virðist stundum sem allt sé leyfilegt
og fáir kippa sér upp við að í kvik-
myndum og tónlistarmyndböndum
sé ofbeldi, klám og önnur neikvæð
hegðun normalíseruð. Við sem for-
eldrar getum ekki breytt sjónvarps-
dagskránni eða þróun tækninnar en
við getum ekki staðið hjá án þess
að gera neitt. Ung mennin í dag eru
stöðugt nettengd, hvort sem það
er við heimilistölvuna, í skólanum
eða símanum sínum. Á netinu eru
hættur sem ber að varast og þá
reynir á hlutverk okkar og ábyrgð
sem foreldra. Við getum sest niður
hjá þeim og fylgst með hvaða síður
þau eru að skoða, við hverja þau
eiga samskipti í gegnum netið og
rætt um ábyrga netnotkun. Við
þurfum að setja þeim reglur og
fylgja þeim eftir.
Byggjum brú
Það er staðreynd að unga fólkið
okkar er að skoða klám í auknum
mæli. Niðurstöður rannsókna sem
Háskólinn á Akureyri birti í júlí
2012 sýna að íslenskir unglingar
sækja mest í klám af þeim átta lönd-
um sem rannsóknin náði til. Er þetta
ásættanleg þróun? Við þurfum að
velta því fyrir okkur hver skilaboðin
eru með því að aðhafast ekkert. Vilj-
um við að börnin okkar alist upp við
kven fyrir litningu, niðurlægingu og
þekkingarleysi á muninum á kynlífi
og klámi? Hvernig eiga unglingarnir
okkar að vita hvar línan liggur, ef
við, foreldrarnir, stöndum ekki upp
núna og segja hingað og ekki lengra
og krefjumst betra samfélags fyrir
börnin okkar?
Við hjá SAMFOK, samtökum
foreldra grunnskólabarna, höfum
miklar áhyggjur af þessari þróun
mála hjá ungu kynslóðinni og
ákváðum sl. haust að leggja megin-
áhersluna í vetur á að fara í sam-
starf við foreldrafélög í grunn-
skólum og styrkja þau til að bjóða
upp á Tölum Saman verkefnið í
sínum skólum. Þetta eru fyrir-
lestrar fagfólks sem ætlað er að
byggja brú milli foreldra og ung-
linga í umræðunni um kynlíf, kyn-
hegðun og kynheilbrigði. Það er
einlæg ósk okkar að sem flestir for-
eldrar noti tækifærið og sæki þessa
fyrirlestra þegar boðið verður upp
á þá í þeirra grunnskóla. Það er
sömuleiðis mikið fagnaðarefni að
stuttmyndin Fáðu Já hefur verið
sýnd í flestum grunnskólum lands-
ins á undanförnum vikum. Sú mynd
mun vafalaust gefa unglingunum
skýrari skilaboð. Notum tækifærið
og ræðum þessi mál við börnin
okkar þegar þau segja okkur frá því
að myndin hafi verið sýnd í þeirra
skóla, og gefa okkur þar með tæki-
færi til að ræða þetta viðkvæma en
vandmeðfarna mál.
Frelsi fylgir ábyrgð. Ef við viljum
að börnin okkar upplifi allt þetta
ofboðslega frelsi sem fylgir net-
inu og sjónvarpinu, þá er það okkar
sem foreldra að setja mörk og hjálpa
þeim að þekkja muninn á réttu og
röngu. Við þurfum að hjálpa þeim að
þekkja almenn siðferðismörk, horfa
á hluti og at hafnir með gagnrýnum
augum og kenna þeim að taka skyn-
samlegar ákvarðanir. Við getum
ekki ásakað einhvern einn aðila um
hvernig staðan er í samfélaginu í
dag. Ástæðurnar eru svo marg-
þættar. En við verðum að líta í eigin
barm sem uppalendur og virkir sam-
félagsþegnar og taka höndum saman
um að snúa þessari óheillaþróun við.
Þetta er samvinnuátak okkar allra.
Tölum saman
Vikuna 11.–17. mars næst-
komandi verður heilanum
gefinn sérstakur gaumur,
bæði í Fréttablaðinu sem
og víða um heim. Fræðslu-
vika þessi, sem á ensku
nefnist Brain Awareness
Week, hefur verið skipu-
lögð af bandarískum góð-
gerðarsamtökum, Dana
Foundation, síðan árið
1996. Frá 1996 hafa þátt-
takendur í 82 löndum tekið
þátt í þessari kynningar-
viku. Meðal annars hafa
háskólar og sjúklingasam-
tök staðið fyrir fræðslu á
ýmsum vettvangi, svo sem
í grunnskólum, fjölmiðlum
og á götum úti. Allt með
það að markmiði að efla almenna
þekkingu á heilanum.
Að þessu sinni hyggjast taugasál-
fræðingar á Landspítalanum taka
þátt í þessu verkefni í fyrsta sinn
fyrir hönd Íslands. Markmiðið er
að vekja athygli á þessu
stórbrotna líffæri okkar,
heilanum. Við munum
birta nokkrar greinar
sem tengjast heilanum og
heilahreysti. Í tilefni af
heilavikunni verður einnig
opnuð bloggsíða á íslensku
um heilann (heilahreysti.
about-brains.com) þar sem
fjallað verður um heilann á
fjölbreyttan hátt.
Að mati okkar sem
vinnum með sjúklingum
með heilaskaða og heila-
sjúkdóma og stundum
rannsóknir á þessu sviði
er þörf á að efla almenna
þekkingu á heilanum og
starfsemi hans. Sem betur
fer hefur orðið mikil vitundar-
vakning varðandi mikilvægi þess
að hugsa vel um líkamann. En það
er eins og það gleymist stundum að
heilinn sé hluti líkamans og að hans
þurfi einnig að gæta. Margir eru
sér þess ekki meðvitaðir að hægt
sé að hafa áhrif á heilbrigði heil-
ans og telja að heilinn sé óbreytan-
legur eftir ákveðinn aldur. Jafn-
vel heyrist sagt að við notum bara
hluta hans. Aðrar ranghugmyndir
um heilann lifa enn góðu lífi. Til
dæmis heyrist það viðhorf að ung
börn þoli heilaáverka betur en þeir
sem eldri eru. Ranghugmyndir sem
þessar geta beinlínis verið skað-
legar heilsu fólks og mikilvægt er
að leiðrétta þær.
Vonandi munu fleiri hér lendir
þátttakendur bætast í hópinn á
næsta ári til að efla almenna þekk-
ingu á heilanum. Til frekari upplýs-
ingar má benda á heimasíðu heila-
vikunnar: http://www.dana.org/
brainweek/
Gefum heilanum gaum!
Alþjóðleg heilavika
Taktu upplýsta afstöðu!
Láttu ekki stjórnmála-
menn, flokkslínur eða
stofnanir segja þér hvað
þér eigi að finnast um
mikil væg málefni. Þöggun
er aldrei af hinu góða.
Hvers vegna vilja til
dæmis öfgafullir trúar-
hópar meina stúlkum að
ganga í skóla? Hvers vegna
hafa einræðis herrar og
öfgahreyfingar víða um
heim og á öllum tímum stundað
bókabrennur (nú síðast í Malí)?
Hvers vegna reyna ríkjandi vald-
hafar sumra ríkja að takmarka
aðgang að alnetinu og ritskoða efni
þess? Jú, svarið er einfalt: Það er
auðveldara að stjórna óupplýstum
lýð! Hvers vegna reyna sumir að
stöðva rannsókn og umfjöllun á
afbrotum liðinnar tíðar og þagga
niður í gagnrýnis röddum?
Hvers vegna hvetja þeir
kjósendur til að horfa
fram á veginn og (þar með)
hugsa minna um það sem á
undan er gengið? Svarið er
augljóst: Því minna sem við
vitum og því fyrr sem við
gleymum, þeim mun fyrr
geta menn tekið upp fyrri
iðju og endur tekið afbrotin.
Hvers vegna vilja sumir
að við ljúkum ekki samn-
ingaviðræðum við Evrópusam-
bandið? Er það ekki jafn augljóst?
Þannig er auðveldara að segja
okkur hvað okkur eigi að finnast,
hvað við eigum að kjósa, ef við
fáum þá að kjósa um það yfirhöfuð.
Þessi afstaða er af sama meiði
og mannsins sem þurfti að fá lán-
aðan tjakk til að geta skipt um
dekk á bílnum sínum en gaf sér
niður stöðuna fyrir fram og hreytti
framan í bóndann sem kom til dyra:
„Þú getur bara átt þennan helv*&#$
tjakk sjálfur!“ Erum við ekki í
stöðu þessa manns? Við þurfum
„að skipta um dekk á bílnum svo við
getum ekið“ fram veginn til betri
tíma. Er ekki sjálfsagt að kanna
hvaða aðstoð við getum fengið til
þess? Ekki getum við lyft bílnum
með handafli og skipt um dekk um
leið!
Ég er ekki í neinu framboði eða
að mæla fyrir einhverri flokkslínu.
Ég er einfaldlega að mæla fyrir
framgangi skynseminnar, og því
að fá að taka upplýsta afstöðu þegar
þar að kemur.
Kæri kjósandi!
SAMFÉLAG
Bryndís
Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
SAMFOK
Margrét V.
Helgadóttir
formaður SAMFOK
➜ Viljum við að börnin
okkar alist upp við kven-
fyrirlitningu, niðurlægingu
og þekkingarleysi á mun-
inum á kynlífi og klámi?
HEILBRIGÐIS-
MÁL
María K.
Jónsdóttir
Ph.D., sérfræðingur
í klínískri taugasál-
fræði og
verkefnisstjóri í
taugasálfræði,
sálfræðiþjónusta
LSH– Landakoti
STJÓRNMÁL
Árni Þorvaldur
Jónsson
arkitekt
➜ Ég er ekki í neinu fram-
boði eða að mæla fyrir ein-
hverri fl okkslínu.
➜ Vonandi munu fl eiri hér-
lendir þátttakendur bætast
í hópinn til að efl a almenna
þekkingu á heilanum.