Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 44
FÓLK|
Sýningin er haldin í fjórða sinn og má í raun segja að um uppskeruhátíð vöru- og
iðnhönnuða sé að ræða. „Í fyrra
var enn betri þátttaka en þá voru
þeir 37. Það er hins vegar frekar
mikið að sýna á hverju ári enda
ferlið á bak við hverja vöru oft
langt og strangt sem skýrir ef til
vill fjölda þátttakenda í ár,“ segir
sýningarhönnuðurinn Kristín
María Sigþórsdóttir sem
hefur umsjón með sýn-
ingunni.
„Í fyrra var sýningin
haldin í Brim-húsinu
við gömlu höfnina og var afar
vel heppnuð. Í ár verður hún í
Hörpu en þar verða einnig Félag
húsgagnaframleiðenda, Epal og
Reykjavík Fashion Festival. Þarna
verður því sannkallaður suðu-
pottur,“ bætir hún við.
Kristín María segir hópinn fjöl-
breyttan í ár og að sýningargestir
komi til með að sjá afar ólíka
hluti; húsgögn, nytjahluti, skraut-
muni og margt fleira. „Þetta er
ört stækkandi fag og í því er
mikil gróska. Sýningin er
þar af leiðandi mikilvægur
vettvangur til að koma
afurðunum á framfæri.
Vöru- og iðnhönnun
er einn angi skapandi
greina þar sem verið er
að skapa verðmæti með
hugviti. Fólk fer afar mis-
munandi leiðir og ferlið
er ólíkt, bæði hvað varðar
efni og hugmyndafræði.
Það sem vöru- og iðnhönn-
uðir eiga þó sameiginlegt er
að þeir skapa vörur eða hluti
sem hægt er að framleiða. Ferlið
fram að framleiðslu er mörgum
hulið og ekki allir sem gera sér
grein fyrir því hversu mikil þró-
unarvinna liggur að baki,“ segir
Kristín María. Hún hvetur alla
til að líta við í Hörpu og skoða
þessar nýjungar í hönnunar-
flórunni en sýningin verður opin
fram á sunnudag. Opnunarhófið
á fimmtudag hefst klukkan 20.
UPPSKERUHÁTÍÐ Í HÖRPU
VÖRU- OG IÐNHÖNNUN Félag vöru- og iðnhönnuða, sem er skipað rúmlega hundrað félagsmönnum,
heldur samsýninguna Samsuðu í Hörpu um helgina og verður opnunarhóf á fimmtudag. Þar sýna átján
hönnuðir ólík verk; allt frá húsgögnum til upplifunarhönnunar, kertum til gervilima.
SUÐUPOTTUR Kristín María lofar fjölbreyttri hönnunarflóru í Hörpu um helgina og
hvetur alla til að mæta og berja nýjungarnar augum. „Til að búa til flotta umgjörð og
gera þetta mögulegt nutum við liðsinnis styrktaraðilanna Islofts, BYKO og Plastprents.“
MYND/GVA
KRUKKA Sköpun með endurnýtingu og virðingu að leiðarljósi eftir Daníel Hjört
Sigmundsson og Lindu Mjöll Stefánsdóttur. Þau vinna með hráefni sem er gamalt eða
dæmt úr leik og vekja það til lífs á ný.
500 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
100 g sykur
8 dl mjólk
2 egg
1 tsk. vanilludropar
300 g bláber
150 g rifinn hrámarsípanmassi
Smjörklípa
Setjið þurrefnin í skál. Bætið
fimm desilítrum af mjólk við og
hrærið vel. Setjið eitt egg í einu
út í og hrærið vel á milli. Bætið
svo afganginum af mjólkinni
og vanilludropunum við. Setjið
loks rifið marsípan og ber út
í blönduna. Bræðið smjör á
pönnu og steikið litlar lummur.
Berið fram með sírópi og smjöri.
Eins er hægt að sigta smá flór-
sykur yfir.
LUMMUR MEÐ BLÁ-
BERJUM OG MARSÍPANI
Lummur eru herramannsmatur. Hér er hefðbundin
uppskrift með skemmtilegri viðbót. Marsípanið
gefur sparilegan keim og bláberin eru frískandi.
■ NÝR PÚÐI ÚR ULL
Dyggðapúðinn
er glæný vara frá
vöruhönnuðinum
Marý. Púðinn
er viðbót við
Dyggðateppið
sem Marý sendi frá sér fyrir
nokkrum árum og líkt og teppið
er púðinn prjónaður úr ís-
lenskri ull. Á púðanum má lesa
dyggðirnar, svo sem þolin-
mæði, jákvæðni og heiðar-
leiki. Framleiðslu púðans ætlar
Marý að fjármagna gegnum
Karolinafund.com en hún mun
frumsýna Dyggðapúðann á
HönnunarMars með hönnunar-
hópnum … Love Reykjavík en
hópurinn sýnir í Epal. Sjá www.
mary.is og á Facebook.
DYGGÐAPÚÐI
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*S
am
kv
æ
m
t p
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t G
al
lu
p
nó
v.
-s
ep
t.
20
12
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu.
60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á
eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað!
75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi orn@365.is
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
FRÉTTABLAÐSINS
visir.is/samfelagsverdlaun
að senda t
ilnefninga
r
er til miðn
ættis þann
Frestur til
14. mars
Save the Children á Íslandi
EKKI ER ALLT SEM
SÝNIST Stóll þarf ekki
bara að vera stóll. Inga Sól
Ingibjargardóttir blandar
saman gömlum og nýjum
aðferðum og útkoman er
ekki alltaf fyrirsjáanleg.
HEIMSLJÓS Ljós innblásin af
jörðinni, tunglinu og mars eftir Maríu
Sjöfn Dupuis Davíðsdóttur.