Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 62
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 34
MÁNUDAGSLAGIÐ
„Það er Black Slice með Ben How-
ard. Þetta er ekta lag fyrir sunnu-
dagsmorgna en þegar ég hlusta á
það á mánudögum líður mér eins og
það sé enn þá sunnudagur.“
Marjan Venema, starfsmaður tískuhátíðar-
innar RFF.
Sigur Rós hefur fengið mjög góða dóma
í Bretlandi fyrir tónleika sína á hinum
fræga stað Brixton Academy í London.
Blaðamaður The London Evening Stand-
ard gefur tónleikunum fullt hús, eða
fimm stjörnur. „Tónlistin þeirra hefur
verið notuð í bakgrunni margra kvik-
mynda og auglýsinga en í gærkvöldi [á
fimmtudagskvöld] sannaði Sigur Rós að
hún réði auðveldlega við stóra sviðið,“
skrifaði gagnrýnandinn og líkti rödd
söngvarans Jónsa við blöndu af Thom
Yorke, söngvara Radiohead, og kvik-
myndapersónunnar ET. Hann bætti við
að ef fólk vildi fæða barn í vatni væri
kjörið að spila lagið Starálfur
á meðan. „Þegar heimsendir
verður loksins er líklegt að
hann hljómi ekki eins epískur
og þetta lokalag. Í einu orði
sagt: Stórkostlegt.“
Vefsíðan Gigwise segir
tónleikana hafa verið
svakalega upplifun. „Sigur
Rós er ein metnaðar-
fyllsta og óhefðbundnasta
hljómsveit allra tíma. Von-
andi halda þeir áfram að
vera svona mikilfenglegir og
skrítnir.“
Fengu fi mm stjörnur
Tónleikar Sigur Rósar í Brixton Academy tókust vel.
GÓÐIR
DÓMAR
Hljóm-
sveitin Sigur
Rós fær
góða dóma í
Bretlandi.
„Það er klárt mál að það var allt-
af stefnan að ná gullinu, það kom
svona hægt og bítandi,“ segir tón-
listarmaðurinn, ritstjórinn og
knattspyrnukappinn Jón Jónsson,
en hann fékk á dögunum gullplötu
fyrir plötu sína Wait for Fate.
Platan er sú fyrsta sem tón-
listarmaðurinn gefur frá sér en
hún kom út sumarið 2011. Síðan
þá hefur hún selst jafnt og þétt en
meðal laga sem hafa náð miklum
vinsældum á plötunni eru Wanna
Get In, Lately, Always Gonna be
There og When You´re Around.
„Sem ritstjóri Monitors fæ ég
reglulega sendar sölutölur og sá
að platan var alltaf að tikka eitt-
hvað smá inn. Það er kannski
vandræðalegt að segja frá þessu
en ég ákvað því að senda póst á
Senu og athuga hvort ég færi ekki
að nálgast gullið. Sama dag fékk
ég símtal um að takmarkinu væri
náð. Það má því segja að ég hafi
uppgötvað þetta sjálfur.“
Jón komst í fréttirnar síðasta
haust er það var opinberað að
hann hefði landað plötusamning
við LA Reid hjá útgáfurisanum
Sony. Jón viðurkennir að málin
hafi tekið aðeins lengri tíma en
hann bjóst við enda átti hann von
á því að fara út síðastliðið haust.
„Þetta er risabatterí og margir
sem koma að mínum málum. Ekki
beint eins og hér heima þar sem
nóg er að rúnta bara milli útvarps-
stöðvanna með nýja lagið sitt. Ég
bjóst samt við að vera búinn að
fara út og fá stöðuna en vona að
það verði sem fyrst,“ segir Jón
sem er í reglulegu sambandi við
sinn mann úti, Bryant Reid, en
síðan um áramótin hefur hann
tekið upp þrettán ný lög. „Ég hefði
viljað vera búinn að gefa út aðra
plötu en það hefur allt verið í bið-
stöðu. Nú er ég með þrettán ný lög
tilbúin og á því von á að nýju og
gömlu efni verði blandað saman á
plötunni sem verður gefin út úti.“
Jón kveðst rólegur yfir þessu
öllu saman enda með góðan samn-
ing í höndunum. Nú er hann að búa
sig undir föðurhlutverkið en Jón
og kærasta hans, Hafdís Björk,
eiga von á sínu fyrsta barni í júní.
Hann hefur engar áhyggjur af því
að geta ekki blandað saman rís-
andi tónlistarferli og föðurhlut-
verkinu enda eigi hann mjög skiln-
ingsríka kærustu. „Ég er spenntur
fyrir þessu og ekkert stressaður
enn. Núna reyni ég samt að vera
extra duglegur að spila til að hafa
efni á kerru. Það er svolítið fynd-
ið.“
alfrun@frettabladid.id
Tekur lengri tíma
en ég reiknaði með
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson fékk á dögunum afh enta sína fyrstu gullplötu
fyrir plötuna Wait for Fate. Hann viðurkennir að hlutirnir hafi gengið hægar en
hann bjóst við með plötusamning sinn við stórfyrirtækið Sony.
SPENNTUR FYRIR FÖÐURHLUTVERKINU Jón Jónsson bíður rólegur eftir að komast út til að uppfylla samning sinn við Sony
en er spenntur yfir því að verða faðir í fyrsta sinn í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EINLEIKIN GAMANSEMI EFTIR KARL ÁGÚST
5. APRÍL Í HÖRPU
Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is,
í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.
, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS
N
ÁNAR Á SENA.IS/L
AD
DI
TRYGGÐUÞÉR
MIÐA!
MIÐASALAN ER OPIN!
30%
AFSLÁTT
UR AF LA
DDA
„Ég er vanur að halda alls
konar markaði og í samvinnu
við vini og annað gott fólk
varð þessi hugmynd að veru-
leika,“ segir Stefán Svan
Aðalheiðarson um fataupp-
boð og -markað sem hann
skipuleggur í tengslum við
Hönnunar mars og Reykjavík
Fashion Festival.
Viðburðurinn fer fram í Kexi
hosteli þann 16. mars næstkom-
andi og mun allur ágóði renna
óskiptur til Hjördísar Svan, en
hún hefur staðið í harðri for-
ræðisdeilu við danskan barns-
föður sinn í þrjú ár.
Aðeins verða hönnunar flíkur
boðnar upp á viðburðinum en
einnig verður hægt að kaupa
hönnun frá Ellu, Aftur, Munda,
Hildi Yeoman og fleirum á fata-
markaðnum. Jón Gnarr borgar-
stjóri stýrir uppboðinu auk þess
sem Edda Guðmundsdóttir stílisti
og Roxanne Lowit, ljósmyndari
og heiðursgestur RFF, verða með
óvænta uppákomu á staðnum.
„Það hafa allir tekið mjög vel í
hugmyndina og fólk hefur verið
ofboðslega jákvætt, enginn
hefur neitað mér enn þá. Það
verða margar mjög skemmti-
legar flíkur í boði þennan dag
og hver einasta króna mun
renna til systur minnar. Gangi
þetta vel væri gaman að gera
þetta að árlegum viðburði og
þannig styrkja fleiri góð mál-
efni,“ segir hann að lokum.
Hafi fólk áhuga á að gefa flík
í söfnunina getur það haft sam-
band við Stefán í gegnum net-
fangið stefansvan@gmail.com.
- sm
Styrkir systur sína í forræðisdeilu
Stefán Svan Aðalheiðarson heldur uppboð á hönnunarvörum á Hönnunarmars.
HÖNNUN FYRIR GOTT MÁLEFNI
Stefán Svan Aðalheiðarson heldur upp-
boðsmarkað í tengslum við Hönnunar-
mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON