Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 11. mars 2013 | MENNING | 27 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ekkert nema ostur Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú finnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is. ÍSLENSKUR OSTUR Tom Selleck-mottukeppnin fer fram á skemmtistaðnum Boston þann 20. mars næstkomandi í tengslum við Mottumars Krabbameinsfélagsins. Þar keppa karlmenn um titilinn Flott- asta motta landsins. Tom Selleck-mottukeppnin var fyrst haldin á skemmtistaðnum Sirkus árið 2003. Fyrsta árið kepptu aðeins þrír einstaklingar um titilinn en nú er hún orðin gríðarlega vel sóttur við- burður. Veitt eru verðlaun fyrir þrjár fallegustu motturnar en vinsælasti keppandinn hlýtur einnig verðlaun. Að lokum verður besti hýjungurinn verðlaunaður, sem og flottasta Thule- mottan. Guðmundur Einar Halldórsson fjallaleiðsögumaður var sigurvegari keppninnar í fyrra og segir sigurinn hafa verið sætan. „Það er toppurinn á ferli hvers karlmanns að vinna þessa keppni. Ég var ekkert að hlaða í þessa mottu nema til þess að vinna,“ segir hann. Mottan fékk þó að fjúka strax daginn eftir keppnina og viðurkennir Guðmundur að það hafi verið ágætt að losna við hana. „Þessi „lostakústur“ var það stór að það var ekki hægt að bera hann nema rétt fyrir keppnina, þannig hann fékk að fjúka daginn eftir. Það var gott að geta borðað aftur á eðlilegan hátt.“ Guðmundur situr í dómnefnd í ár og þegar hann er spurður hvort hann lumi á góðum ráðum til keppendanna svarar hann neitandi. „Það er of seint fyrir ráð núna, þetta er alveg þriggja mánaða „prósess“. Það er bara DNA-ið sem getur hjálpað úr þessu. En það er gríðarlega skemmtilegt að taka þátt í keppninni og ég hvet sem flesta til að skrá sig,“ segir hann að lokum. Skrán- ing fyrir keppnina fer fram á Boston og á Facebook-síðu staðarins. - sm „Lostakústurinn“ fékk að fj úka Guðmundur Halldórsson segir toppinn að sigra í Tom Selleck-mottukeppninni. SÆTUR SIGUR Guðmundur Einar Halldórsson fjallaleiðsögumaður sigraði í Tom Selleck-mottukeppninni í fyrra. Hann situr í dóm- nefnd í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Chris Brown, unnusti Rihönnuh, missti stjórn á skapi sínu og hótaði bílastæða- verði fyrir utan keiluhöll í Holly- wood í vikunni. Brown var viðstaddur góð- gerðarsamkomu í keiluhöllinni. Samkvæmt heimildarmönnum slúðursíðunnar TMZ.com reyndi vörðurinn að rukka söngvarann um tíu dollara fyrir stæðið, meðan aðrir voru einungis rukk- aðir um fimm dollara. „Chris hélt að vörðurinn ætlaði að svindla á sér vegna þess að hann er frægur. Þetta snerist ekki um peninga heldur sannfæringu,“ sagði heimildarmaðurinn. Brown reiddist bílastæðaverði Leikkonan Demi Moore hefur óskað eftir vænni skilnaðar- greiðslu frá eiginmanninum fyrrverandi, leikaranum Ashton Kutcher. Sextán mánuðir eru liðnir síðan þau skildu með látum. Heimildarmenn segja að Moore vilji með þessu sýna fram á að Kutcher hafi verið slæmur eigin- maður og að hann hafi sært hana mikið. Kutcher mun hafa þénað miklu meira en Moore eftir að þau giftust og vill hún fá bita af þeirri köku. Kutcher sótti um skilnað við Moore í desember 2012 og byrjaði skömmu síðar með leikkonunni Milu Kunis. Moore vill meiri pening ÞEGAR ALLT LÉK Í LYNDI Leikkonan Demi Moore vill mikið fé frá Ashton Kutcher. Sarah Jessica Parker segist nota aðeins sjö prósent af þeim fötum sem eru í fataskápnum hennar. „Ég á fleiri buxur, peysur og annan fatnað en ég bjóst nokkru sinni við að ég myndi eignast,“ sagði leikkonan við tímaritið Net- a-Porter. Parker er hætt að nota ódýra skó með háum hælum vegna þess hve þeir hafa skaðað fætur hennar. „Í tíu ár eða svo, hljóp ég nánast út um allt í háum hælum. Ég vann í átján klukkustundir á dag og fór aldrei úr þeim,“ sagði Sex and the City-leikkonan fyrrverandi. Notar bara 7% fataskápsins Á FULLT AF FÖTUM Sarah Jessica Parker á fullt af fötum í fataskápnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.