Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 56
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 28 Fyrirmyndar fyrirtæki 2012 SPORT ÚRSLIT SÍMABIKAR KARLA (ÚRSLIT) ÍR - Stjarnan 33-24 ÍR - Mörk (skot): Björgvin Hólmgeirsson 8 (13), Sturla Ásgeirsson 7/3 (10/4), Jón Heiðar Gunn- arsson 4 (4), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3 (3), Davíð Georgsson 3 (3), Guðni Már Kristinsson 3 (3), Sigurður Magnússon 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 2 (5), Halldór Logi Árnason 1 (1), Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 18/1 (39/2, 46%), Aron Daði Hauksson (3/1, 0%), Hraðaupphlaup: 6 (Björgvin Hólmgeirsson 3, Sturla Ásgeirsson 1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1, Sigurður Magnússon 1, ) Fiskuð víti: 4 ( Jón Heiðar Gunnarsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1, ) Utan vallar: 4 mínútur. Stjarnan - Mörk (skot): Hilmar Pálsson 4 (5), Þröstur Þráinsson 4 (5/1), Finnur Jónsson 4 (7), Víglundur Jarl Þórsson 3 (9), Bjarni Jónasson 2/1 (3/2), Egill Magnússon 2 (6), Guðmundur Guð- mundsson 2 (8), Elvar Örn Jónsson 1 (1), Starri Friðriksson 1/1 (1/1), Andri Hjartar Grétarsson 1 (2), Jakob Októsson (2), Varin skot: Svavar Már Ólafsson 6/1 (33/4, 18%), Brynjar Darri Baldursson (6, 0%), Hraðaupphlaup: 4 ( Þröstur Þráinsson 2, Elvar Örn Jónsson 1, Andri Hjartar Grétarsson 1, ) Fiskuð víti: 4 ( Þröstur Þráinsson 1, Finnur Jóns- son 1, Starri Friðriksson 1, Sverrir Eyjólfsson 1, ) Utan vallar: 2 mínútur. SÍMABIKAR KVENNA (ÚRSLIT) Valur - Fram 25-22 Valur - Mörk (skot): Þorgerður Anna Atladóttir 7 (13), Dagný Skúladóttir 6/3 (7/3), Sonata Vijunaté 4 (6), Karólína Bærhenz Lárudóttir 3 (3), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (5), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 2 (6), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15/1 (37/3, 41%), Hraðaupphlaup: 2 ( Dagný Skúladóttir 2, ) Fiskuð víti: 3 (Þorgerður Anna Atladóttir 1, Dagný Skúladóttir 1, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1, ) Utan vallar: 0 mínútur. Fram - Mörk (skot): Birna Berg Haraldsdóttir 5 (7), Elísabet Gunnarsdóttir 5/2 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4 (13), Sunna Jónsdóttir 3 (6), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir (1), Varin skot: Guðrún Bjartmarz 12 (35/3, 34%), Hildur Gunnarsdóttir (2, 0%), Hraðaupphlaup: 3 ( Elísabet Gunnarsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 2, ) Fiskuð víti: 3 ( Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, ) Utan vallar: 6 mínútur. UNDANÚRSLIT Grótta - Fram 21-32 ÍBV - Valur 19-27 HANDBOLTI Ingimundur Ingi- mundar son varð bikarmeistari með ÍR í annað sinn í gær þegar liðið lagði Stjörnuna í úrslitum Símabikarsins. „Þetta er aðeins öðruvísi því 2005 var ég búinn að ákveða að yfirgefa félagið eftir tímabilið og var ákveðinn að koma með bikar til félagsins áður en ég færi út og núna er ég að koma til félagsins og þá komum við aftur með bikar- inn í hús upp í Breiðholt. Hann er einkar fallegur í skápnum uppi í Breiðholti,“ sagði Ingimundur eftir leikinn í gær en hann er kominn heim í ÍR eftir sjö ára útlegð. „Þetta er æðislegt. Helgin hefur verið æðisleg og þetta hefur heppnast fullkomlega. Þú sérð áhorfendur okkar og stuðnings- menn. Þetta fólk er yndislegt. Þú sérð það á leikjum uppi í Austur- bergi. Það er fleira fólk í gulum vestum en stuðningsmenn í mörgum öðrum húsum á Íslandi. Þetta er ótrúlegt. Þessi bikar er fyrst og fremst félagsins og þeirra,“ sagði Ingimundur klökkur yfir stuðn- ingnum sem liðið fékk. „Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir leikinn og það hjálpaði okkur að hafa spilað við Selfoss í undanúrslitum. Við vissum að við þyrftum að byrja vel gegn liði sem hefur allt að vinna og engu að tapa,“ sagði Ingimundur. - gmi Kvaddi með bikar og heilsar með bikar HRESSIR Ingimundur, Sturla Ásgeirsson og Björgvin Hólmgeirsson fagna í gær en þeir komu allir aftur í ÍR síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar úrslitaleikirnir í Símabikarnum fóru fram. ÍR varð bikarmeistari HSÍ í annað sinn í sögu félagsins þegar liðið sigraði Stjörnuna í úrslitum Símabikarsins í gær 33-24. ÍR, sem hefur verið á mikilli siglingu í N1-deildinni, átti aldrei í vandræðum með 1. deildar liðið sem komst mjög óvænt í úrslitin. ÍR komst í 5-1 og náði sjö marka forystu skömmu fyrir hálfleik og var Bjarki Sigurðsson allt annað en ánægður með að Stjarnan náði að minnka muninn í fimm mörk fyrir hálfleik, 18-13. „Þeir sáu ekki til sólar gegn vörninni í seinni hálfleik og þá fengum við Kristófer í gang sem hafði ekki verið eins og hann hefur verið undanfarið. Seinni hálfleikur var flottur hjá honum og liðinu í heild. það var samheldni liðsins og fólksins okkar sem skilaði þessu,“ sagði Bjarki en Laugardalshöllin var nánast full og liðin mjög vel studd af fjöldanum í stúkunni. Kristófer Fannar Guðmundsson varði frábærlega í seinni hálfleik fyrir aftan öfluga vörn ÍR. Sóknar- leikur ÍR var frábær allan leikinn með Björgvin Þór Hólmgeirsson fremstan í flokki. „Ég sagði það fyrir bikarleikinn við Hauka í Austurberginu að það lið sem ynni þann leik færi alla leið og yrði bikarmeistari. Ég veit ekki glóruna í því hjá manni en mig langaði hingað að klára þetta. Ég hafði trú á verkefninu og trú á strákunum. Þetta hefur verið að smella betur og betur saman hjá okkur,“ sagði Bjarki, sem lagði leikinn upp með því að Stjarnan ætti aldrei möguleika í leiknum og það gekk eftir. Gunnar Berg Viktorsson, þjálf- ari Stjörnunnar, gekk ánægður út úr höllinni þó hann hefði að sjálf- sögðu viljað sjá sitt lið sigra. „Allir leikmenn komust vel út úr leiknum þó að við töpuðum. Allir komust þeir vel frá helginni. Þeir geta allir gengið ánægðir frá þessari helgi og tekið það með sér,“ sagði Gunnar Berg. Frábær endurkoma Valskvenna Valskonur vörðu bikarmeistara- titil sinn þegar liðið vann Fram 25-22. Leikurinn var æsispennandi enda tvö bestu lið landsins að mætast. Safamýrarliðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik en þegar Valur kemst í gírinn er liðið illviðráðanlegt eins og sást ber- sýnilega í seinni hálfleik. „Þetta er algjör himnasæla,“ sagði Guðný Jenný Ásmunds dóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. „Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta.“ Guðný segir að þrátt fyrir erfið leikana í fyrri hálfleik hafi liðið aldrei misst trúna og sjálfs- traustið. „Við skoruðum bara átta mörk í fyrri hálfleik en um leið og mörkin fóru að koma gekk þetta vel. Reynslan í liðinu er mikil og það er vant því að spila svona leiki. Við höfum spilað marga svona leiki við Fram.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálf- ari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. „Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis,“ sagði Halldór. „Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið. Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður.“ Halldór segir að reynsla Vals- liðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn. „Þær eru með gríðarlega reynslu í því að spila svona leiki en sama má segja um okkar lið. Það var of mikið að tapa þessum leik á endanum með þremur mörkum.“ Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst í Valsliðinu og var valin maður leiksins. - gmi, egm Dagur Valskvenna og ÍR-inga Reykjavíkurliðin ÍR og Valur fögnuðu sigri í bikarkeppni HSÍ, Símabikarnum. ÍR vann frekar auðveldan sigur á 1. deildar liði Stjörnunnar. Valur vann svo uppgjör tveggja langbestu kvennaliða landsins undanfarin ár. BIKARMEISTARAR Það voru Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Davíð Georgsson sem lyftu bikarnum fyrir hönd sinna félaga í Laugardalshöllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valskona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.