Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 54

Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 54
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS DANIEL DAY-LEWIS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -EMPIRE IDENTITY THIEF KL. 5.40 - 8 - 10 12 21 AND OVER KL. 10.10 14 THIS IS 40 KL. 5.40 12 / JAGTEN KL. 8 16 IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 IDENTITY THIEF LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L ÓFL TTINN F ÁR JÖRÐU 2D KL. 3.40 L THIS IS 40 KL. 6 12 DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16 DJANGO KL. 9 16 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L - H.S.S., MBL IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS 40 KL. 10.40 12 LINCOLN KL. 6 - 9 14 LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10 EGILSHÖLLÁLFABAKKA V I P KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI R.EBERT LA TIMES K.N. EMPIRE BÍÓVEFURINN/SÉÐ & HEYRT MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTABLAÐIÐ IDENTITY THIEF 8, 10.20 OZ GREAT AND POWERFUL 5, 8 21 AND OVER 10.40 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D 6 VESALINGARNIR 6, 9 ÍSL TAL! 5% „Það verða bara þessir einu afmælistónleikar, enda leggjum við hjartað í þá og það er erfitt að endurtaka svoleiðis gigg,“ segir söngvarinn Stefán Hilmarsson. Stefán og samsveitungar hans í Sálinni hans Jóns míns fagna 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og halda upp á það með stórtónleikum í Vodafone-höllinni þann 23. mars næstkomandi. Aðdáendahópur Sálarinnar er stór og þéttur og svo virðist sem þeir ætli seint að detta úr tísku. „Það er stór hópur sem hefur fylgt okkur alveg frá upphafi og svo verðum við varir við það að kornungt fólk þekkir okkur og lögin okkar. Það er auðvitað ómetanlegt að eiga svona breiðan aðdáandahóp,“ segir Stefán. Hljómsveitin ákvað að höfða sérstaklega til yngri aðdáenda sinna þegar kemur að gestaflytjendum á tónleikunum, því allir eru þeir yngri en Sálverjar. „Við erum með korn- ungt fólk með okkur á sviði sem er nýkomið úr kassanum, eins og Unni Eggerts, og svo erum við með sjóaða reynslubolta eins og Selmu Björns,“ segir hann en auk þeirra koma meðal annars fram Ingó veðurguð, Agnes Björk úr Sykur, Jógvan, Stefanía Svavars og strákarnir í Bláum Ópal. Það vakti athygli blaðamanns að allir þessir flytjendur, að Agnesi undan skilinni, hafa tekið þátt í Eurovision hér heima fyrir en spurður hvort það hafi verið með vilja gert segir Stefán svo ekki vera. „Sýnir þetta okkur ekki bara að það hafi allir tekið þátt í Eurovision,“ segir hann og hlær. Þrátt fyrir langan feril eru Sálverjar þó hvergi nærri hættir og stefna á að vera duglegir að koma fram á afmælisárinu og ætla til að mynda að frum- flytja nýtt lag á tón leikunum í lok mánaðar. „Svo drögum við kannski aðeins saman seglin í lok árs. Við tökum okkur allt- af smá pásur af og til, það er eina leiðin til að þetta gangi upp. Þær eru samt aldrei neitt meiri háttar. Sú lengsta er tvö ár en annars eru það bara ein- hverjir mánuðir hér og þar. Við getum samt aldrei ákveðið neitt fyrir fram í þessum efnum þar sem enginn skilur hvernig þessi bransi virkar, ekki einu sinni við sjálfir,“ segir Stefán og hlær. „En á meðan áhuginn, krafturinn og þorstinn eru enn til staðar heldur Sálin ótrauð áfram,“ fullvissar hann aðdáendur um. tinnaros@frettabladid.is Sálin fagnar aldar- fj órðungsafmælinu Sálin hans Jóns míns, ein vinsælasta hljómsveit landsins, fagnar 25 ára afmæli sínu í ár og heldur upp á tímamótin með tónleikum í Vodafone-höllinni. Agnes úr Sykri og Unnur Eggert verða meðal ótal gestasöngvara. SÁLIN Fáar sveitir hafa notið viðlíka vinsælda og Sálin hans Jóns míns á þeim 25 árum sem hún hefur starfað. MYND/HALLDÓR KOLBEINS Stefán segir Sálverja hafa gefið út hartnær 200 lög á þessum 25 árum og hafa mörg þeirra notið mikilla vinsælda. Það er því mikið lúxusvandamál að velja lög til að flytja á tónleikunum. „Þetta er svipað og þegar fótbolta- þjálfarar eru með stjörnuprýddan varamannabekk,“ segir Stefán og hlær. Meðal vinsælustu laga Sálarinnar má nefna: ■ Á tjá og tundri ■ Kanína ■ Láttu mig vera ■ Ekkert breytir því ■ Sódóma ■ Krókurinn ■ Hjá þér ■ Undir þínum áhrifum Um 200 lög á ferlinum Febrúar 1988: Ákveðið var að stofna soul-band. Mars 1988: Fyrsta giggið haldið. Maí 1988: Stefán er valinn sem fulltrúi Íslands í Eurovision með lagið Sókrates og öðlast þar með ást þjóðarinnar, þrátt fyrir slakt gengi. Sumar 1988: Fyrsta plata Sálarinnar, Syngjandi sveittir, kom út. Platan innihélt þeirra fyrsta smell, Á tjá og tundri. Október 1989: Önnur platan, Hvar er draumurinn, kom út. Febrúar 1991: Sálin tók upp nafnið Beaten Bishops og hélt til Kaup- mannahafnar á sína fyrstu tónleika erlendis. Maí 1991: Stefán tók aftur þátt í Eurovision, nú með Eyva Kristjáns. Þeir lentu í 15. sæti með lagið Draumur um Nínu, sem hefur síðan stundum verið nefnt partý-þjóð- söngur Íslendinga. Október 1991: Platan Sálin hans Jóns míns kom út. 1992: Draumurinn um heimsfrægð var látinn víkja fyrir íslenska mark- aðnum sem sífellt varð spenntari. Júní 1992: Hljómplatan GARG kom út. Samhliða var gefin út nokkurs konar heimildarmynd um hljóm- sveitina. Nóvember 1992: Hljómplatan Þessi þungu högg kom út. Hún var afar ólík öllu sem sveitin hafði sent frá sér áður. Júní 1995: Platan Sól um nótt kom út. Ágúst 1999: Sálin lék í fyrsta sinn óraf- magnað á tónleikum í Loftkastalanum. Október 1999: Platan 12 ágúst 99 kom út. Október 2000: Platan Annar máni kom út. Október 2001: Tíunda plata Sálverja, Logandi ljós, kom út. Október 2003: Sálin gaf út plötuna Vatnið í samstarfi við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Október 2005: Platan Undir þínum áhrifum kom út. September 2006: Sálin hélt tónleika með Gospelkór Reykjavíkur í Laugardalshöll. Mars 2008: Haldnir voru 20 ára afmælistónleikar í Laugardalshöll og um 6.000 manns létu sjá sig. Apríl 2008: Vatnaskil, heildarsafn Sálarinnar, var gefið út í tveimur veglegum kössum. Sálin í 25 ár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.