Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 Umhverfisátak Málþing um grænan opinberan rekstur fer fram í fyrramálið á Grand hóteli. Velt verður upp þeirri spurningu hversu vistvænn opinber rekstur er nú og hvert skal stefna? Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar sem gerð var hjá forstöðumönnum stofnana í ársbyrjun og rætt um nýja stefnu um grænan ríkisrekstur. Á Íslandi er lægsta hlutfall 12 árabarna án k STRÁKAR BURSTA SÍÐUR TENNURTÖLUR OG TENNUR Í samantektarskýrslu norræns starfshóps um tannheilsu kemur ýmislegt fróðlegt fram um tannheilsu Íslendinga. Helga Ágústsdóttir, tannlæknir og doktor í faraldsfræði, er fulltrúi Íslands í starfshópnum. Boston leður Svart, Hvítt st. 35-48Rautt st. 36-42Blátt st. 36-47 Lissabon Dömusandalar m/frönskum rennilásEfni: leður litur: Hvítt, Rautt, Svart st. 36-42 Verona Svart, Hvítt st. 36-41 Dömusandalar m/frönskum rennilás Efni: gervileður Litur: Grátt/Blátt, Svart/Grátt St. 36-42 California (afrafmagnaðir)Efni: Leður Litur: Svart, HvíttSt. 35-46 Paris leður Svart, Hvítt, Blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 • www.friendtex.is Opið mán. – fös. kl. 11–17. Laugardaga kl. 11-15 Verð: 12.900 kr. Verð: 16.900 kr. Verð: 9.500 kr. Verð: 12.900 kr. Verð: 9.990 kr. Verð: 7.900 kr. Parísartízkan fagnar 50 á f Kynningarblað Jeppadekk, umboðssala á dekkjum, hjólbarðaverkstæði, gæðavottun, reynsluakstur, Oldsmobile 442 fornbíll og fjórðungsaukning í bílasölu. SUMARDEKK ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2013 & BÍLAR Bjóðum frábært úrval og aðstoð fagmanna.Erum með umboðsmenn um l d ll E sumarið omið í umferð hjá þér? 2 SÉRBLÖÐ Sumardekk & bílar | Fólk Sími: 512 5000 9. apríl 2013 82. tölublað 13. árgangur SKOÐUN Samfylkingin vill rjúfa þing þegar samið hefur verið um ESB- aðild, skrifar Árni Páll Árnason. 14 MENNING Raftríóið Samaris hefur gert samning við útgáfufyrirtækið One Little Indian. 26 SPORT Kári Kristján Kristjánsson segir nýjustu viðbrögð forráðamanna Wetzlar sorgleg. 22 Alls þurfa um 23 þúsund kjós- endur, tæpur tíundi hver einstak- lingur á kjörskrá, að skrá sig sem meðmælanda framboðslista til þess að öll framboð til komandi þingkosninga nái mark miðum sínum. Ellefu þeirra stefna að framboði í öllum sex kjör dæmum, tvö í báðum Reykjavíkurkjör- dæmum og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Frestur til að skila inn listum rennur út á hádegi á föstudag. Fullbúnir listar munu liggja fyrir eftir afgreiðslu landskjör- stjórnar, í síðasta lagi á miðviku- daginn í næstu viku. Hver kjós- andi má aðeins mæla með einu framboði, en sé sami meðmæl- andi hjá fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn með- mælandi neins þeirra. Kjósandi getur ekki dregið stuðnings- yfirlýsingu sína til baka eftir að framboð hefur verið afhent yfir- kjörstjórn. Framboðin munu væntanlega safna nokkuð fleiri undir skriftum en þau í raun þurfa til að hafa borð fyrir báru varðandi ógilda meðmælendur. Hver framboðslisti skal skip- aður tvöfalt fleiri frambjóð endum en sem nemur þingmönnum kjör- dæmisins, þannig að fyrir fram- boð á landsvísu þarf 126 fram- bjóðendur. Nái framboðin öll markmiðum sínum verða alls 1.496 einstak lingar í framboði, sem nemur um hálfu prósenti kjörgengra Íslendinga. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, segir í sam- tali við Fréttablaðið að allt stefni í mikið annríki, í ljósi fjölda fram- boða. „Þetta er mjög skammur tími og það eru allir á nálum yfir því að þetta sé gerlegt,“ segir hann. - þj Framboðin fjórtán þurfa yfir 20.000 meðmælendur Til þess að öll framboðin til þingkosninga nái markmiði sínu, þurfa næstum 23 þúsund kjósendur að skrá sig á meðmælalista. Alls bjóða fjórtán stjórnmálaflokkar fram og eru því tæplega 1.500 manns í framboði. NÝ KILJA ZENBOOK™ HÖNNUN HRAÐI FEGURÐ SAMFÉLAGSMÁL „Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknar prestur á Húsavík. Í Kastljósi í gærkvöldi var rætt við Guðnýju Jónu Kristjáns- dóttur, sem var nauðgað á Húsavík árið 1999 þegar hún var sautján ára. Málið setti bæjarfélagið á annan endann og skiptust bæjar- búar í fylkingar ýmist með eða á móti gerandanum sem þó var dæmdur sekur. Í viðtalinu greinir Guðný Jóna frá því hvernig sumir í bænum hafi ýjað að því að hún ætti ekki að kæra. Þar með talinn sóknar presturinn Sighvatur. Í samtali við Fréttablaðið harmar hann upplifun Guðnýjar Jónu af þeirra samskiptum og segir að sér hafi gengið gott eitt til. „Það var fyrst og fremst vilji minn að sýna henni stuðning. Hafi hún ekki upplifað hann þá bið ég hana afsökunar. Ég er þeirrar skoð- unar að rannsaka beri allt ofbeldi.“ Aðspurður hvort það stangist ekki á við orð Guðnýjar Jónu segir hann það mögulega vera svo. „Ég man bara lítið eftir þessu samtali og ég veit því ekki af hverju ég sagði þetta. Það er ekki til neins að velta þessu upp. Minn vilji var að sýna meintum geranda stuðning.“ Sighvatur tekur fram að það hafi hann gert með því að reyna að koma í veg fyrir birtingu nafna- listans. Hann segir jafnframt að í öllum málum sé það mikilvægt að prestur gæti hlutleysis og í þessu máli líka gagnvart „meintum“ ger- anda. „Ég trúi á mátt fyrirgefningar- innar í úrvinnslu allra mála,“ segir Sighvatur. Spurður nánar út í þau orð sín og hvort honum finnist sem Guðnýju Jónu sé skylt að fyrir- gefa nauðgara sínum segist hann trúa að kærleikurinn sé ætíð rétti vegurinn. „Hún hefur nú unnið í sér og er vonandi komin á góðan stað. Þetta er mál sem samfélagið getur lært af, á því liggur ekki vafi. En ég biðst auðmjúkur afsökunar hafi ég sært einhvern.“ mlþ / sjá síðu 10 Sautján ára fórnarlamb nauðgunar á Húsavík var úthrópað í samfélaginu: Presturinn biðst afsökunar Bolungarvík 0° NA 7 Akureyri -1° NA 4 Egilsstaðir -1° NA 2 Kirkjubæjarkl. 2° A 2 Reykjavík 3° NV 3 SNJÓKOMA N-TIL Gengur smám saman í fremur stífa norðaustanátt með ofankomu fyrst norðvestan til. Frost 0-8 stig en 0-5 stiga hiti suðvestan lands. 4 Lög kveða á um að framboðslistar þurfi að liggja fyrir ekki seinna en tíu dögum fyrir kjördag, miðvikudaginn 17. apríl að þessu sinni. Ef landskjör- stjórn nær ekki að ljúka störfum og auglýsa lista fyrir þann tíma er ekki sjálfgefið að kosningarnar verði ógildar, að sögn Þórhalls Vilhjálmssonar. „Þá reynir á það hvort annmarki sé slíkur að hann eigi að hafa áhrif á gildi kosninganna. Það verður Alþingi sem sker úr um það á endanum.“ Alþingi sker úr um annmarka2013 FANGELSISMÁL Sjö fangar hafa fram- ið sjálfsvíg innan veggja íslenskra fangelsa á síðustu tveimur ára- tugum, þar af þrír árið 1998. Þrír fangar hafa látist á sama tímabili af öðrum orsökum. Ögmundur Jónas son innan- ríkisráðherra segir brýnt að brugðist verði við þeim vanda sem yfirvöld standi frammi fyrir vegna sakhæfra, veikra fanga. Ýmis úrræði eru á teikniborðinu, að sögn ráðherra, en vonast er til að fangelsið á Hólmsheiði þoki málum áfram; með auknu rými verði auð- veldara að kljást við vandamál ein- stakra fanga. Íslensk fangelsismála- og heilbrigðisyfirvöld hafa lengi kallað eftir sértæku úrræði fyrir geðsjúka fanga sem þó hafa verið metnir sakhæfir. - sv, shá / sjá síðu 4 Tíu látist í fangelsi frá 1993: Sjö fangar hafa svipt sig lífi ÖGMUNDUR JÓNASSON JÁRNFRÚIN ÖLL Eina konan sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, lést í gær. Járnfrúin, eins og hún var oft kölluð, leiddi Bretland á miklum róstutímum. Búið var að leggja blómsveiga og ævisögu fyrir utan íbúð hennar í London í gær. Sjá síðu 6 NORDICPHOTOS/AFP Móri ákærður Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að hafa elt Erp Eyvindarson um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. 2 Ásælast ekki orkuauðlindir Ísland mun halda óskertu eignarhaldi og yfirráðum yfir orkulindum sínum ef til ESB-aðildar kemur. 2 Kostar 240 milljarða Kostnaður við fimmtungsniðurfærslu húsnæðislána nemur 240 milljörðum samkvæmt útreikningum Vísbendingar. 6 OR hættir við Orkuveitan dregur sig út úr samstarfi um gerð Hrafna- bjargavirkjunar. Fulltrúi minnihlutans í stjórn gagnrýnir þetta. 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.