Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 6
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 © GRAPHIC NEWS 1. Hvað er leikhópurinn Perlan gamall? 2. Af hverju varð til sjóðandi heitur pollur í Skorradal? 3. Hvernig getur skógur við Þórsmörk bætt loftgæði í höfuðborginni? SVÖR 1. Þrjátíu ára. 2. Af því úr sér gengnar lagn- ir OR gáfu sig. 3. Með því að hefta öskufok. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ARFLEIFÐ THATCHER-TÍMANS Margaret Thatcher var fyrsta (og hingað til eina) konan til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún sat í þrjú kjörtímabil, til ársins 1990, en nú, rúmum þremur áratugum frá embættistöku, eimir enn eftir af arfleifð stefnumála „járnfrúarinnar“, varðandi einkavæðingu og afreglun fjármálamarkaða, um heim allan. 13. október 1925: Margaret Hilda Roberts kemur í heiminn í Gratham í Lincolnsskíri. Faðir hennar er smákaupmaður og virkur í bæjarstjórnmálum. 1944-50: Legg- ur stund á nám í efnafræði við Oxford. Snýr sér síðar að lögfræði. Sem aðstoðarmaður á rannsóknarstofu tekur hún þátt í þróun mjúkfrysts rjómaíss. 1950-51: Býður sig tvisvar fram til þings, án árangurs, í kjördæmi sem hefur alltaf verið hallt undir Verkamannafl okkinn. Gift ist vel stæðum kaupsýslu- manni, Denis Thatcher að nafni. 1953: Hlýtur málafærslu- réttindi. Eignast tvíburana Mark og Carol. 1959: Sest á þing, 33ja ára gömul. 1961-64: Tekin inn í forystuhóp Íhaldsfl okksins á þingi undir for- sæti Harolds Macmillan. 1964-70: Skuggaráðherra í stjórnarandstöðu. 1970-74: Menntamálaráð- herra í stjórn Edwards Heath (til hægri). Afnemur ókeypis mjólk til skólabarna og hlýtur að launum viður- nefnið „Maggie That- cher, milk snatcher.“ 1975: Leggur Heath að velli í formannskjöri Íhaldsfl okksins. Heath fyrirgefur „þessari konu“ aldrei. 3. maí 1979: That- cher verður forsætisráð- herra eft ir sigur Íhaldsfl okksins í þingkosningum þar sem kjara- deilur við verka- lýðshreyfi nguna og verkföll verða Verkamannafl okkn- um helst að falli. 1981: Í miðjum samdrætti um heim allan hækka Thatcher og Geoff rey Howe fj ármálaráðherra (til vinstri) skatta og skera niður í ríkisútgjöldum, sem gerir stjórnvöldum kleift að lækka stýrivexti. Brátt tekur að hýrna yfi r efnahagslífi nu og vaxtarskeið tekur við– en um leið eykst atvinnuleysi stórum. 1982: Thatcher leiðir Bretland til hernaðarsigurs eft ir innrás Argentínu á Falklands- eyjar. 1983: Thatcher endurkjörin með yfi rburðum. 1983-87: Aukinn kraft ur í sölu ríkiseigna og einkavæð- ingarstefna hennar er nýtt sem fyrirmynd víða um heim. Mikli- hvellur– hömlulaus samkeppni á afregl uðum fj ármálamarkaði – skapar nýja stétt auðmanna. Vinnumarkaðs umbætur eru hins vegar afar umdeildar og ofb eldi setur svip sinn á árslangt verkfall kolanámumanna. 1984: Thatcher var alltaf náinn samstarfsmaður Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, en er fyrsti vestræni leiðtoginn til að lýsa yfi r stuðningi við umbótasinnann Mikhaíl Gorbatsjoff í Sovétríkj- unum. 1984: Lifi r af tilræði IRA á hóteli í Brighton þar sem fi mm létust. 1987-90 Þriðja kjör- tímabilið einkennist af um- deildum umbótum þar sem meðal annars má nefna nýja aðalnámsskrá í skólakerfi nu, stofnun innri markaðar í heil- brigðiskerfi nu þar sem sjúkrahús keppast um vörur og þjónustu og ákafl ega umdeildan nefskatt, sem veldur uppþotum um land allt. 1990, ágúst: Thatcher þrýstir á George Bush Bandaríkjaforseta að bregðast við innrás Íraks í Kúvæt. 1. nóvember: Innanfl okksdeilur um þátttöku í myntbanda- lagi ESB verða til þess að Howe, sem þá var utan- ríkisráðherra, segir af sér. Þetta er undan fari atlögu að henni innan Íhalds- fl okksins. 22. nóvember: Thatcher segir af sér sem forsætisráð- herra eft ir að henni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í fyrstu umferð formannskosningar. 1992: Hlýtur sæti í lávarða- deild breska þingsins. Heldur áfram þátttöku í stjórnmálum, sérstaklega í málefnum Bosníu og Maastricht-sátt- málans. Er ötul við fyrir- lestrahald um heim allan. 2003: Denis That- cher deyr. 2007: Thatcher reist stytta í þinghúsinu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert fyrir forsætis- ráðherra sem enn er á lífi . 2013: 8. apríl Thatcher deyr eft ir að hafa fengið heilablóð- fall. Myndir/Getty Images og AP BRETLAND Margaret Thatcher, sem gegndi embætti forsætis- ráðherra Bretlands um ellefu ára skeið, lést í gær eftir langvinn veikindi. Heilablóðfall varð henni að aldurtila. Á valdatíma sínum leiddi hún Íhaldsflokkinn til sigurs í þrennum þingkosningum í röð, 1979, 1983 og 1987. Hennar verður helst minnst sem persónugervings einkavæðingar og afreglunar. En á meðan hún er í hávegum höfð í hópi frjálshyggjufólks, skapaði hún sér miklar óvinsældir fyrir óvæginn stjórnunar stíl þar sem hún tókst meðal annars harka- lega á við verkalýðsfélög og hafði þar sigur. Hún varð undir í innanflokks- deilum árið 1990 og sagði af sér en lét þó til sín taka á pólitíska sviðinu fram yfir aldamót þegar hún dró sig úr sviðsljósinu vegna veikinda. Fjölmargir vottuðu Thatcher virðingu sína, meðal annars David Cameron forsætisráðherra. „Ég var afar sorgmæddur að frétta af fráfalli lafði Thatcher. Við höfum misst mikinn leiðtoga, mikinn for- sætisráðherra og mikinn Breta.“ Ed Miliband, formaður Verka- mannaflokksins, sagði að hann hefði ekki verið sammála öllu því sem hún gerði: „Okkur getur greint á en um leið virðum við afrek hennar og styrk.“ thorgils@frettabladid.is Járnfrúin fallin frá Margaret Thatcher, einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður 20. aldar, er látin. Thatcher leiddi Bretland í gegnum umbrotatíma þar sem hagvöxtur jókst stórum en atvinnuleysi og vinnumarkaðsdeilur settu líka svip á valdatíð hennar. Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. EFNAHAGSMÁL Kostnaður við fimmtungs- niðurfærslu húsnæðislána myndi nema 240 milljörðum króna, eða sem samsvarar fjörutíu prósentum af ríkisútgjöldum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt efnahagsritsins Vísbendingar. „Með þeirri fjárhæð mætti til dæmis reka Landspítalann í sex ár eða helminga skuld ríkisins vegna lífeyrisskuld bindinga,“ er bent á í úttektinni. Fram kemur að rúmur helmingur kostnaðarins, eða 56 prósent, félli á Íbúðalánasjóð. Sú upphæð næmi þá 134,4 milljörðum króna. Beinn kostnaður hins opinbera af tuttugu pró- senta niðurfærslu næmi 170 milljörðum króna. Yfirskrift úttektarinnar er „Hvað kosta kosn- ingaloforðin?“ og bent á að stjórnmálaflokkar sem boðað hafa niðurfellingu verðtryggðra lána hafi ekki skýrt hvernig færa ætti lánin niður. Það gæti hins vegar annaðhvort orðið með laga- boði og eða almennu samkomulagi. „Ef lán verða færð niður með lagaboði er hugsanlegt að lánafyrirtæki geri kröfu á ríkið um greiðslu kostnaðar af niður- færslunni. Hugsan legt er að jafnvel „hræ- gammar“ gætu átt rétt fyrir dómstólum,“ segir í úttekt Vísbendingar. - óká Tímaritið Vísbending segir kostnað við 20% niðurfærslu húsnæðislána jafngilda rekstri LSH í sex ár: Beinn kostnaður 170 milljarðar króna HÚS Í Vísbendingu er sagt ólíklegt að velta megi öllum niðurfærslukostnaði á erlenda vogunarsjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.