Fréttablaðið - 09.04.2013, Page 30

Fréttablaðið - 09.04.2013, Page 30
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 18 BAKÞANKAR Álfrúnar Pálsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Herra! Sæll Haraldur, hvernig gekk þetta í dag? Það færðu ALDREI að vita! Hvernig gekk með Harald í dag? Tja ... hugsaðu um tölu! Yfir hundrað! Einn góðan veðurdag ætla ég að skipta um rakara. Þú hlýtur að fara húsavillt, ég sé vel um mýsnar hér. Mikael meindýraeyðir Slakið á! Ég fann skóinn! Eins og þið vitið öll hef ég þurft að vera í sömu skónum alla vikuna, en nú er þessari hræðilegu martröð okkar lokið! Ég sé að sumir í þessari fjölskyldu þyrftu að tileinka sér rétta forgangsröðun! LÁRÉTT 2. pabbi, 6. frá, 8. skjögur, 9. besti árangur, 11. kvað, 12. gróðabrall, 14. óhreint vatn, 16. tónlistarmaður, 17. hlaup, 18. stansa, 20. gyltu, 21. and- streymi. LÓÐRÉTT 1. afkvæmi húsdýrs, 3. tímaeining, 4. vandræði, 5. svelg, 7. ávöxtur, 10. verkur, 13. dæling, 15. stærðfræðitákn, 16. náinn, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. pápi, 6. af, 8. rið, 9. met, 11. ku, 12. brask, 14. skolp, 16. kk, 17. gel, 18. æja, 20. sú, 21. raun. LÓÐRÉTT: 1. lamb, 3. ár, 4. pikkles, 5. iðu, 7. ferskja, 10. tak, 13. sog, 15. plús, 16. kær, 19. au. Í gegnum ævina hafa flest okkar heyrt orðatiltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ oftar en einu sinni. Oftast er það nú notað í sorglegum að- stæðum, en einnig í léttvægari tilvikum á borð við þau þegar bíllinn bilar og við þurfum að reiða okkur á annan fararskjóta í nokkra daga. Skyndilega verður bílskrjóð- urinn sem við blótum vikulega fyrir óhóf- lega bensínmagnið sem hann innbyrðir að himnasendingu, sem léttir okkur lífið. ÞAÐ er skemmst frá því að segja að nýverið skaust ofangreint orðatil- tæki í hausinn á mér þegar ég var að skoða vefsíður fæðingarorlofssjóðs. Ég viðurkenni að ég kveið fyrir að skoða þetta og sjá með eigin augum það sem ég hafði heyrt fólk í kring- um mig blóta ítrekað; fæðingaror- lofskerfinu hér á landi. Vert er þó að taka fram að ég veit að verið er að breyta kerfinu og það er mikið fagnaðarefni, en það gagnast mér ekki þar sem ég get ekki haldið í mér til ársins 2016 úr þessu. SÍÐAST þegar ég stóð í sömu sporum var ég náms- maður í útlöndum. Og ekki bara hvaða útlöndum sem er, því ég var undir verndarvæng norska vel- ferðarkerfisins. Ég fékk veglegan fæðingarstyrk, sem stendur þeim til boða sem eiga ekki rétt á orlofinu sjálfu. Styrkinn segja Norðmenn eiga að duga fyrir nauðsynjavörum barnsins, bleyjum og vagni. Ætli hann sé ekki svipaður og lág- marksfæðingarorlofsgreiðslur í sex mánuði hér á núverandi gengi. Barnabæturnar fóru einnig að berast um leið og barnið fæddist, sem voru um 18 þúsund íslenskar krónur á mánuði. ÞAÐ er margt slæmt hægt að segja um Norðmenn, rétt eins og bensínétandi bíl- skrjóðinn, en þeir kunna svo sannarlega að auðvelda manni lífið eins og farartækið. Blessuð reiknivélin á síðum fæðingarorlofs- sjóðs fékk að finna fyrir því í páskafríinu og í hvert sinn sem ég sá niðurstöðurnar fékk ég sting í magann. Þetta gleðitímabil í lífi manns getur svo auðveldlega snúist upp í andhverfu sína, ef maður hefur ekki útsjónarsemina að vopni í orlofinu. Eitt af mörgum dæmum þess að kerfið léttir frá- leitt lífið á þessum árum þegar verið er að koma undir sig fótunum, eignast börn og heimili og reyna að koma ár sinni vel fyrir borð í leiðinni. „GRASIÐ er ekki alltaf grænna hinum megin“ er annað orðatiltæki sem gjarnan heyrist, en þegar kemur að barneignum, leikskólamálum og fæðingarorlofi er mín reynsla hingað til einmitt sú að grasið er grænna hjá frændum hjá okkar í Skandi- navíu. Útsjónarsamt orlof fyrir höndum Loppa er brúndoppótt bengallæða með græn augu, stór eyru og langt skott og líkist tígrisdýri. Hún hvarf úr Grænumýri á Seltjarnarnesi aðfaranótt 4. apríl. Hún var með rauða ól og er örmerkt. Biðjum fólk að athuga í geymslum, bílskúrum og ruslageymslum. Sími 659-9910, 692-1607, 551-1761. Góð fundarlaun. Týnd kisa – fundarlaun! Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.