Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING Sumardekk & bílar9. APRÍL 2013 ÞRIÐJUDAGUR 5 N1 býður bíleigendum upp á úrval gæðahjólbarða frá þekktum og traustum framleiðendum og þjónustar bíl- eigendur með fjölbreyttri og góðri þjónustu á átta hjólbarðaverk- stæðum. Sumarhjól barðarnir sem N1 selur eru frá Michelin, Cooper og Kumho. Dagur Ben- ónýsson, rekstarstjóri verkstæða N1, segir Michelin vera í farar- broddi í framleiðslu hjólbarða en hin merkin séu líka framúrskar- andi traust og rótgróin. „Cooper eru einhver bestu jeppadekk sem völ er á samkvæmt minni reynslu og margra annarra. Við finnum hjá viðskiptavinum okkar að þeir kjósa yfirleitt gæði, endingu og ör- yggi umfram lágt verð.“ Leitið til fagmanna Dagur segir mikilvægt að leitað sé til fagmanna við val á hjól- börðum. N1 hefur á að skipa reynslu miklum starfsmönnum sem leiðbeina viðskiptavinum um val á hjólbörðum með tilliti til tegundar bifreiðar og notkunar hennar. „Við bjóðum einnig upp á úrval ódýrari hjólbarða þannig að allir ættu að finna sumarhjól- barða við hæfi hjá okkur. Mikil- vægt er að velja rétta hjólbarða með notkun bílsins í huga. Þegar hjól barðarnir eru komnir undir bílinn þarf að passa upp á loft- þrýsting. Réttur loftþrýstingur getur til að mynda sparað mikið eldsneyti á ári hverju.“ Öll hjólbarðaverkstæði N1 bjóða auk þess upp á dekkja hótel þar sem viðskiptavinir geta geymt hjólbarðana sína gegn vægu gjaldi og nýtt um leið eigið geymslu- pláss í annað. Þessi þjónusta hefur fengið frábærar viðtökur. „Auk þess erum við með landsins mesta úrval af álfelgum. Við seljum meðal ann- ars LF Works felgur frá Malasíu sem eru á mjög góðu verði. Þær hafa verið á mark- aðnum hérlendis í mörg ár og reynst mjög vel við okkar aðstæður.“ Gæðavottuð verkstæði N1 býður upp á fyrsta flokks hjól- barðaþjónustu þar sem metnaður og reynsla starfsfólks endur- speglast í faglegum og öruggum vinnubrögðum. Hjólbarðaverk- stæði N1 hafa öll hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin en þá vottun fá eingöngu hjólbarða- verkstæði sem uppfylla ströng- u s t u g æ ð a- k röfur Mic- helin að sögn Dags. „Þetta e r a n n a ð árið í röð sem við fáum slíka gæðavottun og erum v ið mjög stolt af henni. Til þess að hljóta hana þurfa verk- stæði að fara í gegnum mjög ítar- lega skoðun hjá Michelin. Þetta tryggir auðvitað enn betri þjónustu gagnvart viðskiptavinum okkar.“ Fimm af verkstæðum N1 þjón- usta allar stærðir bíla og öll verk- stæði N1 bjóða upp á smurþjón- ustu, bremsuviðgerðir og smærri viðgerðir að sögn Dags. „Við leggjum áherslu á að þjónusta við- skiptavininn eins vel og hægt er.“ Fagleg og góð þjónusta Gott verkstæði þarf að bjóða upp á faglega þjónustu. „Við búum svo vel að hafa gott og reynslumikið starfsfólk sem starfað hefur lengi hjá fyrirtækinu. Við leggjum einnig áherslu á endurmenntun starfs- manna okkar og þannig sækja þeir til dæmis reglulega námskeið hjá stærstu birgjum okkar. Þessa stöð- uga endur menntun og fræðsla skilar sér auðvitað í enn betra þjón- ustustigi.“ Verkstæði N1 eru einnig mjög vel útbúin þegar kemur að tækja- kosti. „Við leggjum mikla áherslu á að vera með góðan og traustan tækjakost. Við f lytjum inn og seljum tæki frá bestu og traustustu framleiðendum heims og höfum starfað með mörgum þeirra í ára- tugi.“ N1 hjólbarðaþjónusta býður upp á vegaaðstoð sem er opinn allan sólarhringinn 365 daga ársins. Er loftlaust? Er elds neytis- laust? Er bílinn rafmagnslaus? Var röngu eldsneyti dælt á tankinn? Hafðu samband í síma 660-3350 og við komum og aðstoðum. Nánari upplýsingar má finna á www.n1.is. Gæði, þekking og þjónusta hjá N1 Viðskiptavinir N1 njóta fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu á verkstæðum fyrirtækisins. N1 býður upp á úrval sumarhjólbarða frá traustum framleiðendum. Hjólbarðaverkstæði N1 eru átta talsins og hafa þau öll hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin. „Mikilvægt er að velja rétta hjólbarða með notkun bílsins í huga,“ segir Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri verkstæða N1. MYND/GVA Meira í leiðinniWWW.DEKK.IS HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1: RÉTTARHÁLS 2 | 440 1326 ÆGISÍÐA 102 | 440 1320 BÍLDSHÖFÐI 2 | 440 1318 LANGITANGI 1A | 440 1378 VIÐ ÞÖKKUM ÖLLUM NÖGLUM Á ÍSLANDI VEL UNNIN STÖRF Í VETUR. SJÁUMST AFTUR 1. NÓVEMBER. Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA DEKKIN GEGN VÆGUGJALDI ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ ÚRVAL AF DEKKJUM, FLJÓTA OG ÖRUGGA ÞJÓNUSTU HJÁ N1. FELLSMÚLI 24 | 440 1322 STÓRIHJALLI 2 | 440 1342 REYKJAVÍKURVEGUR 54-56 | 440 1374 GRÆNÁSBRAUT 552 – REYKJANESBÆR | 440 1372 DALBRAUT 14 – AKRANES | 440 1394 TRYGGVABRAUT 3 – AKUREYRI | 440 1438 Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavininn eins vel og hægt er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.