Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 9. apríl 2013 | MENNING | 19 Kristján Ingimarsson, maðurinn á bak við leiksýninguna Blam!, mun gera sína næstu leiksýningu í samstarfi við Borgarleikhús- ið. Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Borgar leikhússins, seg- ist hlakka mikið til samstarfs við Kristján. „Stefnan er sú að Krist- ján komi hingað nokkrum sinnum næsta vetur til að undirbúa sýn- inguna sem verður svo frumsýnd í Borgar leikhúsinu leikárið 2014- 2015.“ Kristján kom til Íslands í upp- hafi síðustu viku með leiksýn- inguna Blam! sem var valin leik- sýning ársins 2012 í Danmörku. Blam var sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu en hún verður sýnd í Hofi á Akur- eyri á miðvikudag og fimmtudag. „Því miður gátum við ekki bætt við fleiri sýningum hér í Borgarleik- húsinu. En sem betur fer náðum við að búa svo um hnútana að Blam! verður sýnt aftur hér næsta vetur,“ segir Magnús Geir og bætir við að það skýrist fljótlega hvenær Kristján og félagar verði á ferðinni í Borgarleikhúsinu. Kristján Ingimarsson, sem er fæddur og uppalinn á Akur- eyri, hefur að mestu alið mann- inn í Danmörku frá því að hann var rúmlega tvítugur. Hann segir mikil vægt að sýna verkin sín á Íslandi: „Ég á ekki orð til að lýsa því hvað mér þykir vænt um að finna þessi frábæru viðbrögð. Samstarfið við Borgarleikhúsið hefur verið framúrskarandi og því hlakka ég mikið til að þróa nýju sýninguna með þeim þar,“ segir Kristján en Blam! fékk fullt hús bæði hjá gagnrýnanda Frétta- blaðsins og DV. Þess má geta að Blam! fer í leik- ferð til Bretlands, Noregs, um Danmörku og víðar á árinu. „Ég spái því að sýningin leggi heiminn að fótum sér,“ segir Magnús Geir að lokum. Kristján í samstarf við Borgarleikhúsið Leikritið Blam! snýr aft ur í Borgarleikhúsið næsta vetur. Blam! sló í gegn hjá íslenskum áhorfendum rétt eins og dönskum en uppselt var á allar sýningar. Næsta verk Kristjáns Ingimarssonar verður í samstarfi við Borgarleikhúsið. FIMM STJÖRNU SÝNING Blam! fékk mikið lof meðal gagnrýnenda hér á landi líkt og hjá kollegum þeirra í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 09. APRÍL 2013 Tónlist 20.30 Hljómsveitin Reykjavík Swing Syndicate spilar á jazzkvöldi KEX Hos- tels, Skúlagötu 28. Tónlistin tengist sveiflu fjórða áratugarins, Django djassi og bannáragleði. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar 12.00 María Antonia Mezquita Fernán- dez frá háskólanum í Valladolida á Spáni heldur fyrirlestur í stofu 106 í Odda Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og ber yfirskriftina Feminism and Identity Throughout the Works of the Canadian Writers Margaret Laurence, Alice Munro and Margaret Atwood: An Ecocritical Approach. Hann fjallar um náttúru- myndir í verkum þriggja kanadískra skáldkvenna. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 12.05 Guðrún Harðardóttir, sér- fræðingur í byggingarsögu hjá Þjóð- minjasafni Íslands, heldur fyrirlestur í fyrirlestrarsal safnsins undir yfir- skriftinni Skáldað í byggingararfinn? Fyrirlesturinn er sá síðasti þennan veturinn í hádegisfyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands. Myndlist 20.00 Listamennirnir Fiete Stolte, Ragnheiður Gestsdóttir, Emily Wardill, Guido van der Werve, Ragnar Kjartans- son, Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Eygló Harðardóttir og Ríkharður H. Frið- riksson ræða verk sín í tengslum við myndlistarhátíðina Sequences VI. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni, Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Reykjavík 2. apríl 2013, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 013 www.gildi.is Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.