Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGSumardekk & bílar ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 20134
Það er jákvætt fyrir okkur að vera hérna inni í portinu. Hér eru oft nokkur hundruð dekk á planinu í lok dags sem á eftir að skrá í sölu
og koma á sinn stað en við erum með húsnæði hér í
kring þar sem við geymum lager. Við ættum í erfið-
leikum ef við værum til dæmis við umferðargötu,“
segir Valdimar.
Þrjú ár eru síðan Dekkjasalan ehf. opnaði um-
boðssölu þar sem fólk getur komið með dekk og
felgur. Andvirði vörunnar er svo lagt inn á reikning
söluaðilans að frádregnum sölulaunum. „Öll dekk
og allar felgur sem koma til okkar eru skráð á sölu-
síðuna www.dekkjasalan.is þar sem fram koma allar
upplýsingar. Til dæmis myndir, verð, lýsing, stærð,
gerð, slit og fleira. Heimasíðan er uppfærð daglega,“
upplýsir Valdimar og bætir við að Dekkjasalan bjóði
mjög breiða vörulínu í dekkjum. „Við erum með
nokkrar tegundir af nýjum dekkjum og svo mis mikið
notuð dekk þannig að allir geta fundið eitthvað við
hæfi, bæði hvað varðar gæði og verð.“
Umsýsla og pólýhúðun á felgum
Blaðamaður veitti eftirtekt þeim ótalmörgu felgum
sem voru í húsinu. „Þegar við opnuðum byggðist
hugmyndin að miklu leyti upp í kringum dekk.
Strax kom þó í ljós að mikil þörf var á umsýslu með
felgur. Fljótlega var lagerinn hjá okkur kominn í tvö
þúsund felgur og þá settum við aukinn kraft í að
mæta þeirri eftirspurn með aukinni þjónustu. Við
gerðum samning við Hagstál ehf. um að pólýhúða
og erum með sérstaka liti sem við höfum þróað með
þeim og okkar viðskiptavinum,“ segir Valdimar.
Felgurnar 90% af útliti bílsins
Snorri Hermannsson kom til liðs við Dekkja söluna
á síðasta ári. Hann hefur um 30 ára reynslu úr
dekkjageiranum. Að sögn Snorra er Dekkjasalan
frábrugðin hefðbundnu dekkjaverkstæði á margan
hátt. „Hér er mun fjölbreyttari starfsemi en á hefð-
bundnu dekkjaverkstæði t.d. hvað varðar felgurnar
og þjónustuna í kringum þær. Við erum til dæmis
að bjóða okkar viðskiptavinum heildarlausn þegar
kemur að pólýhúðun sem hefur vantað á mark-
aðinn. Við lánum viðskiptavinum felgur og dekk
meðan verið er að pólýhúða felguganginn þeirra,
þannig að bíllinn er ekki stopp á meðan,“ segir
Snorri en þjónustan hefur mælst mjög vel fyrir.
„Margir segja að felgurnar séu níutíu prósent af út-
liti bílsins og ég get verið sammála því. Svipurinn
á bíleigandanum þegar nýpólýhúðaðar felgur eru
komnar undir bílinn hjá þeim er allavega í sam-
ræmi við það,“ bætir Snorri við.
Dekkjasalan – Ný
dekk og pólýhúðun
Það tók blaðamann smá tíma að finna Dalshraun 16 í Hafnarfirði þar sem
Dekkjasalan ehf. er til húsa. Starfsmenn fyrirtækisins brostu í kampinn þegar
blaðamaður tjáði þeim raunir sínar og Valdimar Sigurjónsson forstjóri sagði að
gárungarnir kölluðu þetta „Týndahraun“.
Dekkjasalan er með umboðssölu á felgum. Auk þess
bjóða þeir upp á að láta pólýhúða eldri felgur svo þær
verða eins og nýjar. Viðskiptavinir fá þá lánuð dekk
meðan verið er að pólýhúða felguganginn.
Valdimar Sigurjónsson og Snorri Hermannsson stilla sér upp með nokkrum sýnishornum
af söluvörum. MYND/VILHELM
Vöruhús Dekkjasölunnar er að Dals-
hrauni 16 í Hafnarfirði og er opið frá
klukkan 8 til 18 virka daga og frá 10 til 16 á
laugardögum. Síminn er 587-3757. Einnig
er hægt að hafa samband gegnum tölvu-
póst á netfanginu
dekkjasalan@dekkjasalan.is
Margir hafa ef laust von-ast eftir enn fjörugri sölu nýrra fólksbíla í byrjun
árs en nú er raunin. Engu að síður
hafa selst 1.333 bílar þessa fyrstu
þrjá mánuði og þar af 493 í ný-
liðnum mars. Þessi sala er 24,5%
meiri en á sama tíma í fyrra, en þá
seldist 1.071 bíll fyrstu þrjá mán-
uði ársins. Meiri aukning sást
eftir fyrstu tvo mánuði ársins en
nú eftir þrjá. Því hefur örlítið hægt
á þeirri ágætu aukningu sem sást
í byrjun árs. Búast má við stærri
sölumánuðum á næstunni með
tilkomu fleiri bílaleigubíla, hækk-
andi sól og endurreikninga bank-
anna á bílalánum.
Toyota söluhæsta merkið
Eins og oft áður er Toyota sölu-
hæsta bílamerkið með 170 selda
bíla. Rétt á eftir kemur Volkswa-
gen með 167 bíla og í þriðja sæti
Chevrolet með 137 bíla selda. Þar
á eftir koma svo Skoda með 113
bíla, Honda og Kia bæði með 94,
Hyundai með 91, Ford 69, Suzuki
48, Mazda 42 og Nissan með 37.
Hekla söluhæsta umboðið
Af einstaka umboðum er Hekla
söluhæst með 321 seldan bíl, BL
hefur selt 242 bíla og Toyota/Lexus
176 bíla. Brimborg hefur selt 151
bíl, Bílabúð Benna 138, Askja 127,
Bernhard 103 og Suzuki 48 bíla.
Söluhlutdeild Heklu er því 24%, BL
er með 18% markaðarins, Toyota
13%, Brimborg 11%, Bílabúð Benna
10% og Askja örlitlu minna.
Benz hæstur lúxusmerkja
Sala lúxusbíla er eðli efna hagsins
vegna ekki stórkostleg en samt hafa
selst 33 Mercedes Benz-bílar, Audi-
bílar eru 32, Volvo 19, BMW 16,
Land Rover 12, Lexus sex talsins og
einn Porsche. Að auki hafa 22 bílar
af gerðinni Toyota Land Cruiser 150
selst og fimm Land Cruiser-bílar af
200 gerð. Þeir gætu hæglega fallið í
þennan flokk.
Fjórðungsaukning í
bílasölu á árinu
Alls seldust 1.333 bílar fyrstu 3 mánuði ársins. Toyota áfram söluhæsta merkið
en Volkswagen bítur í hælana og Chevrolet vermir þriðja sætið.
Óseldir bílar bíða nýrra eigenda.
Fáir kannast eflaust við bílafyrirtækið Detroit Electric, en það
framleiddi 13.000 rafmagnsbíla í byrjun síðustu aldar og hvarf
svo hressilega af radarnum. Nú hefur Detroit Electric aftur hafið
framleiðslu rafmagnsbíla og hér sést þeirra fyrsta afurð í langan
tíma, SP:01. Eins og glögglega sést er þessi rafmagnsbíll byggður
á Lotus Exige og er ástæða þess sú að sá sem nú endurvekur De-
troit Electric, Albert Lam, var einn af yfirmönnum Lotus. Detroit
Electric ætlar að framleiða 2.500 svona bíla á ári sem tryggir 180
manns vinnu. Detroit Electric ætlar þó ekki að láta þar við sitja
því tvær nýjar gerðir bíla verða kynntar á næsta ári.
Léttur, snöggur og hraðskreiður
SP:01 er með yfirbyggingu úr koltrefjum og í innréttingunni ber
mest á enn meiri koltrefjum og svörtu leðri. Bíllinn verður enginn
aukvisi því hann kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum og hámarks-
hraðinn er 250 km/klst. Bíllinn er með tvær 37 kWh rafhlöður
sem senda 201 hestafl til afturhjóla bílsins og hann á að komast
290 km á fullri rafhleðslu. Það mun taka ríflega fjóra klukkutíma
að fullhlaða rafhlöðurnar. SP:01 bíllinn er léttur og vegur aðeins
1.090 kíló, en það skýrir að hluta til snerpu hans og drægni.
Rafdrifinn Lotus
Exige frá Detroit
Detroit Electric