Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 8
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 KOMDU O G PRÓFAÐ U NÝR FOR D FIESTA SNILLDAR BÍLL FRÁ FRÁ FORD FIESTA 2.490.000 KR. 28.979 KR./MÁN* ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 760.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,64%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 * Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Fimmtudaginn 11. apríl kl. 12-13.30 í Hátíðarsal HÍ. LAGASTOFNUN www.lagastofnun.hi.is Carl Baudenbacher forseti EFTA-dómstólsins Undanfarin misseri hefur EFTA-dómstóllinn fjallað um nokkur mál sem varða lagalegar afleiðingar falls íslensku bankanna. Dómstóllinn hefur einnig kveðið upp tvo fordæmis- gefandi dóma í samkeppnisrétti. Síðast en ekki síst hefur EFTA-dómstóllinn skýrt nokkur mikilvæg réttarfarsleg atriði sem lúta að hlutverki æðstu dómstóla aðildarríkjanna og heimilda Eftirlitsstofnunar EFTA til að höfða mál vegna ætlaðra brota á EES-samningnum. Í erindi sínu mun Carl Baudenbacher forseti EFTA-dómstólsins fara yfir og ræða fyrirliggjandi dómafordæmi og þá þróun sem orðið hefur. Fundarstjóri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor og starfandi forseti Lagadeildar HÍ. Recent Case Law of the EFTA Court LAGASTOFNUN Fyrirlesturinn verður á ensku - Allir velkomnir. Financial Crisis - Competition Law - Procedure IÐNAÐUR Orkuveita Reykjavíkur (OR) dregur sig út úr samstarfi um Hrafnabjargavirkjun. Á stjórnar- fundi fyrir helgi var samþykkt að heimila forstjóra Orku veitunnar að ganga til samninga við með- eigendur OR í Hrafnabjarga- virkjun hf. með það að markmiði að þeir eignist hlut Orkuveitunnar. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, segir verk- efnin undanfarið hafa snúið að því að styrkja fjárhag Orkuveitunnar og minnka áhættu. „Það var metið sem svo að virkj- unaráform þarna fyrir norðan féllu ekki vel að þeirri vinnu, að fengnu áliti stjórnenda um að ákvörðunin fæli ekki í sér áhættu varðandi framtíðarorkuöflun,“ segir hann. Kjartan Magnússon, fulltrúi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins í stjórn OR, sagði í bókun í fundargerð stjórnar OR að óráð- legt væri að gefa frá sér þátttöku í verkefninu og fækka þar með orkuöflunarkostum fyrir tækisins til framtíðar. Þá gerði hann athugasemd við fyrir hugað vinnu- lag við sölu á hlut OR í Hrafna- björgum. Eðlilegast væri að hámarka söluverð hlutar- ins í gagnsæju söluferli. H a r a ldu r F lo s i bendir á að enn sé ekk- ert fast í hendi varð- andi Hrafnabjarga- virkjun eða arð af því verkefni. „Það sem ýtti á þessa ákvörðun nú er að fyrir liggur vilji meðeigenda OR í félaginu að fá rannsókna- leyfi og þá þarf að f a r a a ð leggja fé í verk- efnið.“ Verð- mæti félagsins nú nemi hins vegar bara um tíu milljónum króna sem sé upplausnarvirði þess. - óká Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitunnar gagnrýnir nýja samþykkt: OR dregur sig út úr samstarfi um gerð Hrafnabjargavirkjunar SUÐUR-KÓREA, AP Norður-Kóreu- menn segjast hafa ákveðið að loka Kaesong-verksmiðjusvæðinu tíma- bundið og hyggjast kalla 53 þúsund starfsmenn úr vinnu þar. Norður- og Suður-Kóreumenn hafa rekið Kaesong-iðnaðar svæðið í sameiningu rétt norðan við hlutlausa svæðið á milli ríkjanna tveggja. Á svæðinu starfa 120 fyrir tæki. Með lokuninni hafa Norður-Kór- eumenn skorið á síðustu tengsl sín við nágrannana í suðri. Lokun verk- smiðjanna þykir sýna að stjórnvöld í Pjongjang eru tilbúin að eyðileggja fyrir eigin hagkerfi til þess að sýna reiði sína í garð Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Svæðið er efnahags- lega mikil vægt fyrir Norður-Kóreu. Ástandið á Kóreuskaganum hefur sem kunnugt er versnað undan- farnar vikur, ekki síst eftir sam- eiginlegar heræfingar S-Kóreu og Bandaríkjanna. N-Kóreu menn hafa hótað því að ráðast gegn Bandaríkj- unum. Stjórnvöld í Suður- Kóreu sögðust í gær ekki sjá nein merki um að Norður-Kóreumenn væru að undirbúa kjarnorkusprengingu, en þau telja líklegt að tilraunaeldflaug verði skotið á loft á næstu vikum. - þeb Stjórnvöld N-Kóreu ætla að loka sameiginlegu iðnaðarsvæði á næstunni: Skera á síðustu tengsl við suðrið VIÐ LANDAMÆRIN Vörubílar snúa til Suður-Kóreu frá Kaesong. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HARALDUR FLOSI TRYGGVASON KJARTAN MAGNÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.