Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 9. apríl 2013 | SKOÐUN | 15 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Starfsemi innkirtlanna er afar spennandi og hefur margvísleg áhrif á það hvernig okkur líður dagsdaglega og hversu orku mikil við erum alla jafna. Þá er ekki alltaf alveg augljóst hvernig hin ýmsu einkenni tengjast saman og er enn verið að læra um samspil þessara þátta sem gerir það sér- staklega skemmtilegt. Hjá þeim einstaklingum sem þjást af breyt- ingum á starfsemi innkirtlanna geta verið fjölmargar birtingar- myndir og því er nauðsynlegt að horfa heildstætt á kvartanir við- komandi. Þannig virkar svokölluð mismunagreining, en það er listin að velta upp þeim möguleikum sem geta passað við sjúkdóms- mynd einstaklingsins og komast þannig að réttri niðurstöðu og í kjölfar þess taka ákvörðun um nauðsyn meðferðar eða ekki. Þeir eru býsna margir sem koma til læknis og kvarta um orkuleysi, slappleika og slík almenn óljós einkenni og í flest- um tilvikum er svo sem um minniháttar vanda að ræða, ein- hvers konar flensu eða tímabund- ið álag sem engu að síður getur haft umtalsverð áhrif á líðan viðkomandi. Þegar við þessi ein- kenni bætast fleiri hlutir eins og hárlos, hægðatregða, kulsækni og bjúgur svo fátt eitt sé nefnt þá er nauðsynlegt að horfa meðal ann- ars til starfsemi skjaldkirtilsins. Skjaldkirtillinn er einn af inn- kirtlum líkamans, hann liggur framan á hálsinum fyrir neðan barkakýlið og sést almennt ekki þegar horft er framan á einstak- linginn. Hann framleiðir svo- kölluð skjaldkirtilshormón sem gegna mikilvægu hlutverki í efna- skiptum líkamans, en hormónin stýra hraða þeirra og notkun fitu og kolvetna, auk þess sem þau hafa áhrif á próteinframleiðslu og hitastig. Stjórnstöðin er svo aftur í heiladinglinum sem gefur kirtlinum merki um hversu mikið hann skuli framleiða á hverjum tíma fyrir sig. Þetta flókna sam- spil getur ruglast af mörgum ástæðum með þeim afleiðingum að skjaldkirtillinn framleiðir annaðhvort of mikið eða of lítið af hormónum, sem aftur getur verið orsökin fyrir þeim einkenn- um sem einstaklingurinn finnur fyrir. Í fluggír Þegar um er að ræða ofstarfsemi er líkaminn og efnaskipti hans í nokkurs konar fluggír ef svo mætti að orði komast og finna einstaklingar fyrir ýmsum ein- kennum, svo sem eins og hjart- slætti, takttruflunum, megrun, svita, óróleika, skjálfta, kvíða, niðurgangi og sjóntruflunum án þess að þessi listi sé tæmandi. Mikilvægt er að komast að orsök vandans og meðhöndla því þetta ástand getur verið lífshættulegt. Algengast er að veirusýkingar og ónæmissjúkdómar valdi slíku og getur skjaldkirtillinn orðið van- virkur í kjölfar meðferðar og ein- staklingurinn þá þurft hormóna- uppbót í formi lyfja. Í allri þeirri umræðu sem fer fram daglega um heilsu, heilsufar, mataræði og lífsstíl þá er býsna oft verið að gefa leiðbeiningar og benda á töfralausnir til að losna við aukakílóin, nota bætiefni til að styrkja hárið og neglurnar, taka fæðubót til að auka brennslu og úthald, vinna gegn bjúg með ýmiss konar losandi aðferðum og svona má eflaust lengi telja. Í mörgum tilvikum virkar ekkert af þessu og er það vegna þess að skjaldkirt- illinn framleiðir ekki nægjanlegt magn hormóna. Nú er ég ekki að halda því fram að öll slík vanda- mál séu á þeim grunni heldur ein- faldlega að benda á að ekki skuli gleyma því að líkaminn sjálfur er hannaður í grunninn til þess að viðhalda eðlilegri starfsemi. Það er því rökrétt að fá mat á því hvers vegna svo er ekki þegar það á við. Meðferðin Konur eru líklegri til að fá vanda- mál sem tengjast skjaldkirtlinum, oftsinnis eru þær á miðjum aldri en þó geta breytingar átt sér stað á öllum æviskeiðum. Blæðinga- truflanir eru algengar og geta verið misgreindar sem tíðahvörf kvenna, ekki má gleyma að bæði tíðahvörf og skjaldkirtilsvandi geta komið upp á sama tíma svona rétt til að flækja þetta aðeins. Þá geta slík vandamál komið upp á meðgöngu og í kjölfar fæðingar. Algengast er þó að einstakling- ar séu komnir yfir miðjan aldur og á það bæði við um ofstarfsemi og vanstarfsemi skjaldkirtilsins en nokkur munur er á einkennum eins og ég lýsti hér að ofan. Það er því mikilvægt að átta sig á þeim, en greining fer fram í gegnum viðtal, skoðun, lýsingu einkenna og blóðrannsókn, auk hugsanlegr- ar myndgreiningar. Meðferð við vandamálum í skjaldkirtilsstarf- semi er alla jafna í formi lyfja en það getur þurft að gera aðgerð og nota geislavirka meðferð í flókn- ari tilfellum. Fylgstu því vel með þér og hafir þú einkenni sem þú ekki getur skýrt með góðu móti sem passa við of- eða vanstarfsemi skaltu leita uppi lækninn þinn. Hárlosið, hægðatregðan og hormónin Meðferð við vanda- málum í skjaldkirtils- starfsemi er alla jafna í formi lyfja en það getur þurft að gera aðgerð… NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ Um námskeiðið Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfirgripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa og myndblöndun. Fyrir hverja Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendanlegum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. Inntökuskilyrði Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undirstöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem námsgögn eru á ensku. Næsta námskeið Hefst: 22. apríl og lýkur 29. maí. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum 18.00 - 22.00 Kennarinn Sigurður Jónsson, lærði ljósmyndun í School Of Visual Arts Í New York og öðlaðist meistararéttindi í ljósmyndun árið 1989. Hann hefur haldið námskeið í stafrænni mynd- vinnslu fyrir Ljósmyndarafélag Íslands, Listaháskóla Íslands, Margmiðlunarskólann, Iðnskólann Í Reykjavík og nú í 7 ár hjá NTV. til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um mataræði. Nálgunin er einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.18:30 - 21:00 Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á inga@inga.is www.heilsuhusid.is FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: • Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn • Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu • Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst firi›judaginn 16 . apríl Ég hef áhyggjur! Ég horfi lítið á sjónvarp en danski þátturinn Borgen er þó meðal þess sem ég missi helst ekki af. Í þeim þáttum sem nú eru sýndir er aðalpersónan, Birgitte Nyborg, að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Í upphafi flykktist fólk að og útkoman varð kaos og mýgrútur hugmynda sem samræmdust engan veginn. Aðalpersónan endaði á að reka alla áhugasömu sjálfboðaliðana út. Ég mæli ekki með því en spyr hvort ekki sé rétt að gera þá kröfu að stjórnmálasamtök, sem hafa haft heilt kjörtímabil til að búa sig undir kosningar, standi fyrir ákveðna hugmyndafræði og málefni sem séu flokknum, frambjóðendum hans og grasrótinni sameiginleg? http://blog.pressan.is Margrét Tryggvadóttir AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.