Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 19
KYNNING − AUGLÝSING er upphitað stýri, aksturstölva, tölvustýrð miðstöð, loftkæling, rafmagnshandbremsa, regn- skynjari og upphitaðir og að- dragan legir speglar. Öflug dísilvél og fjórhjóladrif Í reynsluakstursbílnum var ansi öflug dísilvél, tveggja lítra en með tveimur forþjöppum og skilar hún 195 hestöflum. Afl fer til allra hjól- anna og fyrir vikið er þessi bíll kjörinn fyrir íslenskar að stæður og ferðalög. Fjórhjóladrif, gott afl og mikið pláss gera þennan bíl að ákjósanlegum ferðafélaga. Það var að nokkru reynt með stuttri ferð til nágrannasveitarfélags og þá gafst kostur á að sjá hvort bíllinn væri að auki sparneytinn á lengri ferðum. Uppgefin eyðsla hans í blönduðum akstri er 6,6 lítrar, en sú tala náðist reyndar ekki í lang- keyrslu þótt hoggið hafi hann nærri því. Bíllinn var hins vegar afskaplega ánægjulegur í slíkum akstri og fjöðrun hans er til fyrir- myndar. Vélin er skemmtilega öflug með sín 195 hestöfl og nýta má af l vélarinnar á bestan hátt með sport-stillingu. Eins og títt er þó með dísilvélar er tog hennar gott upp að 4.000 snúningum en hún deyr dálítið eftir það og því er betra að gíra upp og finna topp togkúrfunnar aftur í næsta gír. Stýringin í Insignia er nákvæm og tilfinning fyrir vegi ágæt, en það finnst þó að bílinn sé stór og þungur, en reynsluaksturs bíllinn var 1.843 kíló. Það skal þó áréttað að Insignia er frábær aksturs- bíll og erfitt er að finna sam- keppnis bíla hans hvað stærð og verð varðar sem skemmtilegra er að aka. Eitt af því sem ætti að einkenna svo stóran bíl sem lagt er svo mikið í er hljóðeinangrun, en þar er örlítið ábótavant hjá In- signia og vélar hljóð berst heldur of mikið inn í farþegar ýmið. Bremsur Insignia eru mjög góðar og pedala til finning hárrétt stillt. Sumardekk & bílar9. APRÍL 2013 ÞRIÐJUDAGUR 3 Einstaklega góð sæti, sem títt er í Opel-bílum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Opel Insignia er velkomin viðbót við stærri fjölskyldubíla. Hann vekur athygli fyrir fegurð og kraftalegt útlit og stærð hans er mörgum fjölskyldunum fagnaðarefni. Verð á Insignia Sedan er mjög gott, en ódýrasta gerð hans er á 5.090.000 kr. Opel Insignia 4x4 Sport Tourer með 195 hestafla vél er þó á 6.690.000 kr. og sjálfskipting og nokkrir konfektmolar sem hent var í reynsluakstursbílinn hleypir honum í 8.220.000 kr. Þá er kannski ekki lengur hægt að tala um ódýran bíl, en sannarlega er hann vel búinn og flottur. Þó má fá þennan fríða skutbíl með sömu öflugu vélinni og sjálfskiptan frá 7.450.000 kr. ÓDÝR Í GRUNNÚTFÆRSLU Langt skott en hátt gólf og skert rými til hliða minnkar flutningsgetuna. Mikið verðbil Ódýrasta útfærsla Insignia kostar 5.090.000 en reynsluakstursbíllinn 8.220.000 krónur Það er gaman að fá sér grænan bíl sem eyðir litlu. Í tilefni af grænum apríl býður Ergo 100% afslátt á lántökugjöldum af umhverfishæfum bílum. Gott fyrir þig, fyrir umhverfið og okkur öll. Við aðstoðum þig með ánægju! Ergo býður 100% afslátt af lántökugjöldum í apríl Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is GRÆNIR BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.