Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGSumardekk & bílar ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 20136
Það var mjög
spennandi
ferli að kaupa
bílinn og ekki
síður þegar
við settum
hann á
lyftuna hjá IB
og grand-
skoðuðum
hann og í ljós
kom að allt
var meira og
minna
endurnýjað.
Haustið 2012 lét Eiríkur Ingvarsson gamlan draum rætast og keypti Oldsmobile 442 fornbíl af árgerð
1969 frá Bandaríkjunum. Eiríkur hafði
átt tvo Oldsmobile-bíla þegar hann var
ungur. Eiríki fannst þó ávallt 442 bíllinn
mest spennandi af öllum Oldsmobile-
bílum. Stafirnir 442 standa fyrir fjögurra
hólfa blöndung, fjögurra gíra skiptingu og
tvöfalt pústkerfi. Oldsmobile 442 er sam-
bærilegur bíll og Pontiac GTO og Chevr-
olet Seville SS, sannkallaður kraftabíll.
Leitin hófst
Eiríkur hafði leitað, ásamt Brynjari syni
sínum, að rétta bílnum á uppboðs vefnum
Ebay en fékk svo Ingimar hjá IB á Selfossi
í lið með sér og þá fóru hjólin að snúast.
Tveimur mánuðum síðar var bíllinn kom-
inn til landsins og á skráningar númerið
X-442. „Það var mjög spennandi ferli
að kaupa bílinn og ekki síður þegar við
settum hann á lyftuna hjá IB og grand-
skoðuðum hann og í ljós kom að allt var
meira og minna endurnýjað. Það er viss
áhætta fólgin í því að kaupa bíl á þennan
hátt og einhverjir hafa víst brennt sig á
því,“ sagði Eiríkur.
Er frá „musclecar“-tímabilinu
Oldsmobile 442 var fyrst framleiddur
1964 en það ár hófst einmitt svokallað
„musclecar“-tímabil þar sem banda rískir
bílaframleiðendur kepptu í hestaf la-
fjölda, hraða og snerpu. Mælikvarðinn
var hversu fljótir bílar voru í hundraðið
eða hversu snöggir kvartmíluna. Hest-
öflum fjölgaði ár frá ári eða allt þar til um
1972 að farið var að spá í bensíneyðslu og
mengun bíla. Framleiðslu Oldsmobile
442 var hætt árið 1985.
Álíka flókið að gera við og hjólbörur
Tæknilega séð eru þessir bílar hálfgerðar
risaeðlur miðað við bíla í dag og félagar
Eiríks sem þekkja þessa bíla vel ganga að
viðgerðum á þeim líkt og á hjól börum.
Eiríkur segir að það sem hann fái út úr
því að eiga fornbíl sé að miklu leyti fé-
lagsskapur annarra bílaáhugamanna og
bílaklúbbarnir, sem standa fyrir dagskrá
allt árið. Þeir koma saman á bílunum á
sumrin við ýmis tækifæri og þá er allt-
af gaman. Það að fara á góðviðrisdegi á
rúntinn og kaupa sér ís er einnig gefandi
og þá er gjarnan spiluð önnur tónlist en
hljómar vanalega í fjölskyldubílnum.
Lét gamlan draum
loksins rætast
Hafði átt tvo Oldsmobile bíla áður en fannst Oldsmobile 442 alltaf flottastur.
Oldsmobile 442 er holdgervingur hestafla-
keppni bandarísku bílaframleiðendanna.
Á Íslandi eru 537 Kia-bílar sem falla undir
innköllunina.
Hyundai og Kia munu innkalla 1,6 milljón bíla
sinna á næstunni. Því vill Askja koma eftir-
farandi á framfæri:
Kia Motors hefur tilkynnt um innköllun á
ákveðnum gerðum Kia-bifreiða, vegna mögu-
legrar bilunar í rofa sem tengist hemlaljósum.
Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru
á ákveðnu framleiðslutímabili, og er mest-
megnis um að ræða bifreiðar framleiddar á
árunum 2004–2010.
Alls verða innkallaðar um 126.000 bifreiðar í
Evrópu, og af þeim eru 537 skráðar á Íslandi.
Varahlutir vegna innköllunarinnar munu byrja
að berast í maí og júní, og í framhaldi mun
Bílaumboðið Askja kalla inn þær Kia-bifreiðar
sem um ræðir, þar sem skipt verður um
umræddan rofa, án kostnaðar fyrir eigendur
bifreiðanna. Um er að ræða sjálfviljuga inn-
köllun Kia Motors og verða upplýsingar
sendar Neytendastofu þegar þær liggja
endanlega fyrir.
TILKYNNING FRÁ ÖSKJU VEGNA INNKÖLLUNAR KIABÍLA
Ívar
Guðmundsson
Þú ert í traustum höndum!
Virka daga kl. 9-13