Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 2
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 DÓMSMÁL Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindar- syni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopna- lagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harma- geddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frum- kvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúr- ingamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt. Málið hefur síðan velkst í kerf- inu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl. stigur@frettabladid.is Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir hótanir og vopnalagabrot þremur árum eftir að hann elti Erp Eyvindarson um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Lögregla taldi fyrst að atvikið hefði verið sviðsett og felldi rannsókn þess niður. SKÝRSLUTAKA Á VETTVANGI Erpur ræðir við lögreglumann rétt eftir atvikið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚR ÖRYGGISMYNDAVÉL Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harma- geddon. MAGNÚS ÓMARSSON Móri gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug. ORKUMÁL Íslendingar munu halda óskertu eignar- haldi og yfirráðum yfir orkulindum sínum ef til ESB-aðildar kemur. Þetta sagði Günther Ött- inger, orkumálastjóri ESB, á fundi með Össuri Skarphéðins syni utanríkisráðherra í Brussel í gær. „Þetta þykir mér mikilvægt að liggi skýrt fyrir,“ segir Össur í samtali við Fréttablaðið, „því að and- stæðingar aðildar hafa margsinnis haldið því rang- lega fram, meðal annars á Alþingi, að jákvæðar við- tökur ESB við aðildarumsókn Íslendinga séu vegna þess að þeir ásælist orkuauðlindir okkar. Nú er því í gadda slegið að það er enginn fótur fyrir því.“ Össur segir Öttinger hafa sagt ESB hvorki vilja né geta krafist nokkurra yfirráða í þessum málum þar sem slíkt samræmdist ekki sáttmála sambandsins. Össur fundaði einnig með Stefan Füle stækkunar- stjóra þar sem Füle sagði meðal annars að ESB hefði „fullan skilning á sérstöðu Íslands“ með tilliti til þess að viðhalda banni á innflutningi lifandi dýra ef til ESB-aðildar Íslands kæmi. „Þetta slær kaldar fullyrðingar Evrópuandstæð- inga um annað,“ bætir Össur við, en meðal annars sem þeir Füle ræddu var aukið samstarf Íslands og ESB um málefni norðurslóða, meðal annars stofnun þjónustumiðstöðvar hér á Íslandi vegna aukinna umsvifa og samgangna á Norðurslóðum. - þj Orkumálastjóri Evrópusambandsins eftir fund með utanríkisráðherra: ESB ásælist ekki orkuauðlindir Á GÓÐRI STUND Össur hitti Öttinger orkumálastjóra á fundi í gær þar sem hinn síðarnefndi ítrekaði að ESB ásældist ekki orkuauðlindir Íslands. STANGVEIÐI „Það fara algjörlega saman viðhorf hinna betri veiði- manna og okkar að reka af höndum okkar þennan ófögnuð sem er þarna að spilla málum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóð- garðsvörður, sem í dag hittir full- trúa stangveiðimanna til að ræða umdeilt næturveiðibann í Þing- vallavatni. Ólafur mun í umboði formanns Þingvallanefndar ræða bæði við fulltrúa Stangaveiðifélags Reykja- víkur (SVFR) og stjórnarmenn í Landssambandi Stangaveiðifélaga (LS). Báðir þessir aðilar hörmuðu í gær ákvörðun Þingvallanefndar um næturveiðibannið. „Þjóðgarðsvörður talar um að eftirlit verði hert en segir um leið að þjóðgarðurinn hafi ekki efni á að hafa næturvörslu,“ sagði stjórn LS og lýsti sig reiðubúna til að ræða við nefndina til að fá ákvörð- uninni breytt. „Við skulum sjá hvort við finnum ekki sameiginlega lausn á þessu máli sem við erum öll svo áhuga- söm um en það þýðir ekkert að við ætlum bara að hætta við þetta – það verða allir að leggja eitthvað á borð með sér,“ segir Ólafur og undir strikar að Þingvallavatn sé einstakt lífríki á heimsvísu. Því fylgi ábyrgð. „Þetta hefur fengið að reka á reiðanum og ég er ákveðinn í að stöðva það.“ - gar Þjóðgarðsvörður hittir stangveiðimenn sem harma næturveiðibann á Þingvöllum og vill tillögur þeirra: „Þýðir ekkert að við ætlum að hætta við“ ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Þjóðgarðs- vörður fagnar áhuga stangveiðimanna á bættri umgengni við Þingvallavatn. … það verða allir að leggja eitthvað á borð með sér. VIÐBURÐIR Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnunin Wow sport, meðal annars til að efna til árlegrar alþjóðlegrar hjólreiðakeppni hringinn í kringum Ísland. „Ráðstafa skal fjármunum sjálfeignarstofnunarinnar í undirbúning og kynningu á annarri WOW „cyclothon“-keppninni sem haldin verður 19.-22. júní 2013 og einnig í önnur verkefni sem stofnunin tekur þátt í að styrkja eða halda hverju sinni,“ segir í skipulagsskrá Wow sport. Stofnendur Wow sport eru Skúli Mogensen og Magnús Ragnarsson. Wow air leggur til allt stofnfé eða 1.045.000 krónur. - óká Ein milljón króna sett í stofnfé Wow sport: Hjólreiðakeppni í kringum landið Í MARK Wow cyclothon fór í fyrsta sinn fram í fyrrasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tvo sautján ára pilta fyrir alvarlega líkamsárás á þrjá starfsmenn meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði í lok október 2011. Samkvæmt ákærunni réðust piltarnir á fólkið, tvo karla og eina konu og hótuðu þeim. Þá segir að þeir hafi tekið einn manninn, 49 ára gamlan, háls- taki, kýlt hann í andlitið og stungið hann í lærið með skrúf- járni. Piltarnir eru ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni. - sh Tveir 17 ára piltar ákærðir: Stunginn með skrúfjárni af skjólstæðingi SVÍÞJÓÐ 44 ára gamall sænskur maður hefur verið dæmdur í fimm- tán ára fangelsi fyrir að myrða móður sína og fela lík hennar. Maðurinn neitaði í upphafi sök, játaði svo við réttarhöld en dró síðan játninguna til baka. Far- tölva í eigu hans þótti hins vegar innihalda næg sönnunargögn gegn honum. Á henni fannst blóð auk þess sem í ljós kom að hann hafði leitað mikið á netinu að upplýsing- um um morð. Meðal annars hafði hann skoðað hversu þung refsing væri fyrir morð, hvernig leitað væri að sönnunargögnum og fleira. - þeb Tölvan sýndi fram á sekt: 15 ár fyrir að myrða mömmu SPURNING DAGSINS Kristján, er von á hafmeyjum í fiskborðið í kjölfarið? „Skiptast fiskar ekki í karla og konur? Það má því að segja að við séum þegar með þær.“ Kristján Berg fisksali rekur Fiskikónginn við Sogaveg. Hann fékk Þorstein Davíðsson, listamann og veggjakrotara, til að mála stóra mynd af hafmeyju á vegg fiskbúðarinnar. FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU VIÐ … viðurkenndum sjálfstæði Palestínu … GÍSLI GARÐARSSON 9. SÆTI REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI SUÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.