Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.04.2013, Blaðsíða 10
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 13.00 – 13.15 Ávarp frá Velferðarráðuneyti: Guðrún Sigurjónsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneyti 13.15 – 13.45 VIRK framtíð: Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs fer yfir starfsemina á liðnu ári og gerir grein fyrir áherslum og verkefnum til framtíðar 13.45 – 14.45 Assessment of work capability for a social security benefit: Sir Mansel Aylward frá Centre for Psychosocial and Disability Research í Bretlandi, fjallar um hugmyndir og breytingar í þróun á starfsgetumati 14.45 – 15.10 Kaffi 15.10 – 15.30 Örorkumat samkvæmt staðli: Haraldur Jóhannsson, yfirlæknir, læknisfræðileg ráðgjöf, Réttindasvið TR 15.30 – 15.50 Eru örorkulífeyrisréttindi rétt metin? Guðmundur Björnsson, endurhæfingar- og trúnaðarlæknir 15.50 – 16.30 Hvernig getur VIRK virkað sem best? Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar VIRK fjallar um árangursríka nálgun í starfsendurhæfingu og tengsl við starfsgetumat Ráðstefnustjóri er Ingibjörg Loftsdóttir, deildarstjóri ráðgjafadeildar VIRK Dagskrá ráðstefnunnar og veitingar eru í boði VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á ráðstefnuna, á heimasíðu VIRK www.virk.is fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 10. apríl Ráðstefna á vegum VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs um starfsendurhæfingu og vinnugetu fimmtudaginn 11. apríl 2013 kl. 13.00 – 16.30 á Grand Hótel Reykjavík – Gullteig SAMFÉLAGSMÁL „Af hverju eru fjölmiðlar að varpa ljósi á þetta erfiða mál núna og hvaða til- gangi þjónar það?“ spyr Rein- hard Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, blaðakonu Frétta blaðsins vegna umfjöllunar um mál Guðnýjar Jónu Kristjáns- dóttur, sem var nauðgað fyrir 14 árum. Mál Guð- nýjar Jónu var rifjað upp í Kast- ljósinu á RÚV í gærkvöld i . Guðný Jóna er í dag læknir í Noregi. Guðnýju Jónu var nauðgað vorið 1999 eftir próf- lokafögnuð í Framhaldsskólanum á Húsavík. Gerandinn var jafn- aldri hennar og bekkjarbróðir. Árið 2000 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra og var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi eftir að hann áfrýjaði og dró meðal annars játningu sína til baka. Tvær fylkingar Mál Guðnýjar Jónu þykir einkar óvægið, ekki síst vegna viðbragða samfélagsins á Húsavík sem skiptist í fylkingar. Stór hópur bæjarbúa studdi þétt við bakið á gerandanum og safnaði meðal annars 113 undirskriftum mann- inum til stuðnings. Undirskrift- irnar voru svo birtar opinberlega í Skránni sem dreift var í bænum. Reinhard Reinhardsson var bæjar stjóri á þessum tíma en var þá tiltölulega nýkominn til starfa. Hann kveðst í raun lítið muna frá þessum tíma. „Ég man eftir umræðu í bænum um þetta en málið kom aldrei til okkar kasta í bæjarstjórn- inni nema þá í gegnum félags- þjónustuna sem var rekin utan bæjarins,“ segir Reinhard. Spurður hvort ekki hefði verið eðlilegt af bæjarstjórn að sker- ast í leikinn þegar ljóst var að um velferð íbúa bæjarins var að ræða segir hann erfitt að meta það eftir á. „Til þess að geta svarað því þá þyrfti ég að grafa ansi djúpt aftur í söguna.“ Tók þetta á hnefanum Guðný Jóna segir í samtali við Fréttablaðið að hefði hún vitað fyrir fram hvernig málið myndi þróast hefði hún ekki kært. Það hafi tekið hana langan tíma að vinna úr áfallinu og ekki síður viðbrögðum samfélagsins á Húsa- vík. „Til að byrja með tók ég þetta auðvitað bara á hnefanum. Ég flutti burt og hélt áfram með mitt líf og öll þau plön sem ég hafði,“ segir Guðný Jóna. Í dag býr hún í Noregi ásamt eiginmanni og syni. Hún hélt sig frá fjöl miðlum á sínum tíma en málið vakti mikla athygli. Meðal annars birti DV undirskriftalistann og viðtöl við fólk sem skrifað hafði á hann. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir viðbrögð sem þessi ekki óalgeng í litlum sam- félögum þó vissulega sé það eins- dæmi hér á landi að fólk gangi jafn langt og gerðist í máli Guð- nýjar. Tölur Stígamóta sýni að algengt sé að gerendur séu kunn- ugir fórnarlambinu. „Það er svo óbærilegt að horfast í augu við þetta. Það er einhvern veginn auðveldara að afneita því. En þá situr fórnarlambið eftir með sárt ennið og jafnvel óverð- skuldaða sök í málinu. Þetta hefur vissulega fælingarmátt og hindrar því miður einhverja í að leita réttar síns,“ segir Guðrún. Hún segir að svo megi þó ekki vera og bendir á að það sé alltaf rétt að greina frá ofbeldi. maria@frettabladid.is Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. Máli Guðnýjar þykir svipa til Steubenville-málsins svokallaða vegna viðbragða samfélagsins á Húsavík við dóminum. Í Steubenville voru tveir ungir menn dæmdir vegna hrottalegrar nauðgunar á áfengis- dauðri stúlku. Aktívista hópurinn Anonyomous birti myndband af verknaðinum á vefsíðu en myndbandið þykir einkar ógeðfellt. Enginn vafi lék á sekt ungu mannanna, þrátt fyrir það skiptist bæjarfélagið Steubenville upp í fylkingar með og á móti fórnarlambinu. Eftir að dómur féll í máli þeirra þótti umfjöllun stórra miðla líkt og CNN endur- spegla þau viðhorf sem fórnar- lömb kynferðisbrota búa við þar sem einblínt var á brostnar framtíðarhorfur gerendanna en ekki þolendanna. Málið vakti heimsathygli. Mál Guðnýjar þykir svipað Steub- en ville-málinu GUÐNÝ JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR Nú, fjórtán árum eftir að henni var nauðgað, hefur hún stigið fram og rætt opinberlega um áfallið. Hluti bæjarbúa á Húsavík sneri baki við henni og á endanum sá hún þann kost vænstan að flytja á brott. Hún býr nú í Noregi. MYND/KASTLJÓS REINHARD REINHARDSSON Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.