Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 16
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Á Íslandi hefur náðst ein- stakur árangur í barátt- unni gegn fjöldaatvinnu- leysi. Eftir hrun var einn af hverjum tíu vinnu færum mönnum án vinnu en atvinnuleysi er nú með því lægsta í vestrænum ríkjum, nokkru hærra en í Austur- ríki og Noregi en á pari við Þýskaland og Holland. Um helgina kusum við til Alþingis. Í öllum okkar nágrannalöndum, vestan hafs og austan, hefur atvinnuleysi verið eitt af aðalmálum kosninga undanfarin misseri. Svo er ekki hér. Ástæðan er sá árangur sem ríkisstjórnin, stéttarfélög, atvinnu- rekendur og sveitarfélög hafa sam- eiginlega náð. Þrátt fyrir að samskipti ríkis- stjórnarinnar við aðila vinnumark- aðarins hafi verið hnökrótt og ekki skilað þeim árangri í fjárfest ingum og atvinnusköpun sem vænst var, hefur verið alger einhugur um aðgerðir til að bæta stöðu atvinnu- leitenda og skapa þeim ný tækifæri. Sérstakur sameiginlegur aðgerða- hópur stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins hefur samhæft og stýrt risavöxnum átaksverkefnum sem hafa virkað. Milljarðar króna hafa verið færðir úr bótakerfinu yfir í menntakerfið ásamt því að Atvinnu- leysistryggingasjóður hefur styrkt þúsundir nýrra starfa. Markmiðið er að nýta betur almannafé og nota þá gríðarmiklu fjármuni sem farið hafa í bótagreiðslur til að skapa fólki raunveruleg tækifæri í stað þess að greiða þeim fyrir að sitja heima. Aðgerðir gegn atvinnuleysi hafa frá 2009 verið þríþættar Í fyrstu var lögð ofuráhersla á að bjóða atvinnuleitendum upp á virkniúrræði til að sporna við neikvæðum afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Sér- stök áhersla var lög á ungt atvinnulaust fólk með átak- inu Ungt fólk til athafna sem skilaði góðum árangri og vann gegn skelfilegum áhrifum atvinnuleysis á þann stóra hóp. Síðan voru skólarnir opn- aðir og þeim tryggt fjár- magn til að taka á móti þús- undum atvinnuleitenda. Lögð var áhersla á að bjóða ungu atvinnulausu fólki að fara af bótum í nám. Þetta átak, sem náði hámarki árið 2011 undir slagorðinu Nám er vinnandi vegur, opnaði fólki leið af vinnumarkaði yfir í nám öllum til hagsbóta. Einstaklingurinn styrkir sína stöðu með aukinni menntun og samfélagið fjárfestir í mannauði á tímum þegar ekki er þörf fyrir vinnuafl viðkomandi. Þriðji áfanginn felst í því að auð- velda fyrirtækjum fjárfestingu í nýjum störfum með því að niður- greiða stofnkostnað ef atvinnuleit- andi er ráðinn. Þá fær fyrirtæki tímabundinn styrk úr Atvinnu- leysis tryggingasjóði sem nemur grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta upp í kjarasamningsbundin laun. Með þessum verkefnum hefur orðið til fjöldi starfa, flest árið 2012 með átaksverkefninu Vinnandi vegur og mun þeim fjölga á þessu ári með verkefninu Liðsstyrkur. Á þriðja þúsund einstaklingar fengu tæki- færi til innkomu á vinnumarkað á ný á síðasta ári með þessum eða sambærilegum úrræðum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa þúsundir atvinnuleitenda nýtt sér framangreind tækifæri og farið í nám eða störf. Ofan greindar aðgerðir og sú samstaða sem um þær hefur verið eiga stærstan þátt í lækkuðu atvinnuleysi hérlendis. Þetta eru bráðaaðgerðir í kreppu. Við höfum troðið marvaðann og gert það vel. Fjölgun framtíðarstarfa veltur hins vegar á tveimur þáttum. Aukinni erlendri fjárfestingu ásamt þeim hagvexti sem henni fylgir og hækkuðu menntastigi á vinnumark- aði. Hér þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að taka höndum saman. Á því veltur framtíð okkar. Baráttan gegn atvinnuleysinu ATVINNA Runólfur Ágústsson stjórnarformaður Atvinnuleysis- tryggingasjóðs 2008 2009 2010 2011 2012* Í námssamningum um lengra nám og skólagöngu 6 1.760 2.259 3.081 1.891 Í starfi með tímabundnum stofnstyrk 72 1.149 1.427 1.207 2.158 Í starfs- og endurhæfingartengdum verkefnum - 127 297 388 423 Samtals 78 3.036 3.983 4.676 4.472 Í styttri virknitengdum úrræðum 1.013 2.991 9.478 10.712 8.445 Samtals 1.091 6.027 13.461 15.388 12.917 *Bráðabirgðatölur Innkoma á vinnumarkað ➜ Í öllum okkar nágranna- löndum, vestan hafs og austan, hefur atvinnuleysi verið eitt af aðalmálum kosninga undanfarin miss- eri. Svo er ekki hér. Á Alþjóðlega djass deginum sameinast heimsbúar allir í friði og sátt til þess að deila ástríðu sinni fyrir tónlist hver með öðrum og til þess að taka höndum saman í nafni frelsis og sköpunargleði. Þ ess veg na stó ð UNESCO fyrir því að fagna Alþjóðlega djass- deginum í fyrsta sinn árið 2012, þá í samstarfi við velvildarsendiherrann og djass- snillinginn Herbie Hancock. Djass á rætur að rekja til flók- innar blöndu þjóða og menningar- áhrifa frá Afríku, Evrópu og Karíba hafi. Djassinn fór í gegn- um mikla þróun í Banda ríkjunum en er nú snar þáttur í öllum sam- félögum heims, er leikinn um heim allan og fólk nýtur hans hvarvetna. Fjölbreytni af þessu tagi gerir að verkum að djass er öflugur vaki samræðna og skiln- ings. Djass var hljóðrás baráttu fyrri tíma fyrir reisn og borgara- legum réttindum og er á okkar tímum snar þáttur félagslegs sjálfstæðis því hann segir sögu frelsis sem allir geta deilt. Djass fyrir alla Djass er eitt magnaðasta tján- ingar form 20. aldar og er nú þegar farinn að tileinka sér anda þeirrar 21. Á tímum breytinga og óvissu er meiri þörf fyrir djassinn og mátt hans en nokkru sinni fyrr til þess að sameina fólk og efla virðingu þess fyrir sameiginlegum gildum. Einkum þurfa ungir karlar og konur að finna nýjar friðarleiðir sem tala beint til þeirra. UNESCO er ætlað að styrkja þau verkfæri og nýta sem best menningarlega fjölbreytni heims. Djassinn er til staðar fyrir okkur öll og mótar þrá okkar eftir virðingu, um- burðar lyndi og frelsi. Í ár stendur borgin Istanbúl fyrir helsta viðburði Alþjóðlega djassdagsins en honum er ætlað að endurspegla einstaka sögu borgarinnar sem skurðpunkts menningarstrauma. Deginum verður fagnað í 24 klukkustundir samfleytt um heim allan með masterclass-við- burðum, námskeiðum, spjalli um djass og óformlegum samleik tónlistarmanna allt frá Beirút til Peking og Dakar til Ríó. Alþjóðlegi djassdagurinn er stund á milli stríða fyrir okkur öll til að tjá friðarvilja. Öllum er boðið og allir ættu að vera með … Í tilefni af Alþjóð- lega djassdeginum 30. apríl 2013 MENNING Irina Bokova Aðalframkvæmd a- stjóri UNESCO ➜ Djassinn er til staðar fyrir okkur öll og mótar þrá okkar eftir virðingu, um- burðarlyndi og frelsi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.