Fréttablaðið - 30.04.2013, Side 2

Fréttablaðið - 30.04.2013, Side 2
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÉLAGSMÁL „Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taug- arnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunn- ar, sem samtök umhverfisvernd- arsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfis- málum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. „Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig. Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisvernd- arsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“ Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir verkalýðshreyfinguna ekki huga nægilega mikið að umhverfismál- um. „Á sama tíma og ég skil að verkalýðsleiðtogar vilji hafa þennan dag fyrir sig verða þeir að skilja að umhverfisvernd er að verða ansi snar þáttur í að verja lífskjör,“ segir hann. „Ég held að umhverfismál séu víða tekin upp á degi verkalýðsins.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir gönguna ekki vera skipu- lagða sem samkeppni við verka- lýðinn. „Þetta hitti á þennan dag því þetta er frídagur og svo vilj- um við koma málum okkar á fram- færi áður en ný ríkisstjórn verður mynduð,“ segir hann. „Það er ekki verið að beina þessu gegn verka- lýðshreyfingunni á nokkurn hátt.“ sunna@frettabladid.is Foringjarnir ósáttir við Grænu gönguna Formenn verkalýðsfélaga eru ósáttir við að samtök umhverfisverndarsinna hafi stofnað til fjölmennrar göngu á frídegi verkalýðsins. Fer verulega í taugarnar á mér, segir formaður SFR. Umhverfisverndarsinnar vísa gagnrýni á bug. KRAFIST ÚRBÓTA Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hvaða hópa sem er hafa rétt á því að vekja athygli á sínum málefnum hvenær sem er, meira að segja fyrsta maí. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Það er einfaldlega þannig að að sjálfsögðu má hver sem er krefjast hvers sem er hvenær sem er og því er erfitt fyrir mann að gagnrýna slíkt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Vissulega er þetta alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og hefur verið haldinn hátíðlegur um alllanga hríð, en ég undirstrika að ég geri ekki athugasemd við það ef einhverjir hópar vilja koma sínum málefnum á framfæri þá nýti þeir tækifæri til slíks, hvar og hvenær sem er. Þannig virkar lýðræðið.“ „Þannig virkar lýðræðið“ Mér finnst að um- hverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks. Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ Margrét, meiddirðu þig nokkuð? „Eftir fjögur ár á þingi er maður kominn með þykkan skráp.“ Margrét Tryggvadóttir, sem náði kjöri til Alþingis fyrir Borgarahreyfinguna árið 2009 og gekk síðar til liðs við Dögun, féll út af þingi í kosningunum á laugardaginn. HLÚÐ AÐ SLÖSUÐUM Háskólar eru í næsta nágrenni við húsið sem sprengingin varð í og þurftu stúdentar að yfirgefa svæðið. Hlúð var að sumum hinna slösuðu á staðnum. NORDICPHOTOS/AFP TÉKKLAND, AP Minnst 35 eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir sprengingu í miðborg Prag í gærmorgun. Mögulegt er að þrír til viðbótar séu fastir í rústum hússins sem sprengingin varð í. Fréttir herma að mikil gaslykt hafi fundist bæði fyrir og eftir sprenginguna, sem er talin hafa verið slys. Tveggja kílómetra svæði í kringum húsið var lokað og nálægar byggingar rýmdar. Um fimmtán manns eru sagðir hafa verið inni í húsinu þegar sprengingin varð. - þeb Mögulegt að þrír hafi orðið undir rústum í Prag: 35 slasaðir eftir gassprengingu JAFNRÉTTISMÁL Stórefla þarf rann- sóknir á vændi, þar sem varpa þarf ljósi á karla sem vændis- kaupendur. Efla þarf rannsókn- ir á ofbeldismenningu og þætti karla í henni, bæði hvað varðar ofbeldi í nánum samböndum og ekki síst ofbeldi almennt. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps velferðarráðherra um karla og jafnrétti, sem skipaður var til að fjalla um hlut karla í jafnréttismálum. Í skýrslu nefnd- arinnar eru tíundaðar fimmtán tillögur að sérstökum aðgerð- um, rannsóknum og verkefnum. Starfshópurinn var skipaður í janúar 2011 sem liður í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum fyrir árin 2011-2014. Vinnurammi starfshópsins var að mestu bundinn við fimm svið: Ofbeldi og kynbundið ofbeldi; umönnun, fæðingarorlof og forsjá; heilsu og lífsgæði; klám og vændi og menntun og kynskiptan vinnumarkað. Í tillögunum bendir starfshóp- urinn á nauðsyn þess að efla rann- sóknir á ýmsum sviðum jafnrétt- ismála. Auk þess sem að framan er nefnt telur starfshópurinn að rannsaka þurfi efnahags- og félagslega stöðu meðlagsgreið- enda, sem í flestum tilfellum eru karlar. Þá telur starfshópurinn að kanna verði þörf námskeiðs fyrir foreldra um afleiðingar skilnaðar á börn. - shá Starfshópur um jafnrétti vill stórauka rannsóknir er varða jafnrétti og karla: Stórefla þarf vændisrannsóknir KVENNAFRÍ Ein niðurstaða nefndar- innar er að stórauka þarf rannsóknir er varða jafnréttismál. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LEIÐRÉTT Fylgi Lýðræðisvaktarinnar var ranghermt í grafík blaðsins í gær. Lýðræðisvaktin fékk 2,5 prósenta fylgi. Þá vantaði nafn Tryggva Þórs Herberts- sonar í lista yfir þá sem féllu af þingi eða eru hættir. DANMÖRK Nemendur og kennarar mættu aftur í danska grunnskóla í gær eftir fjögurra vikna fjarveru vegna verkbanns sem samband sveitarfélaga setti á tugi þúsunda kennara vegna kjaradeilu. Eftir algera pattstöðu hjuggu stjórnvöld á hnútinn í síðustu viku og settu lög á deiluna þar sem ýmsar reglur voru settar um vinnufyrirkomulag kennara til að auka kennsluskyldu á kostnað undir búningstíma kennara í sam- ræmi við stefnu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Berl- ingske munu skólastjórnendur fyrst um sinn skera niður undir- búning kennara fyrir kennslu- stundir í íþróttum, listgreinum og handavinnu. Það hugnast kennurum ekki og segir Anders Bondo Christiansen, formaður kennarasambandsins, að með þessu sé verið að gera lítið úr fögum sem útheimti sannarlega undirbúning. Hann er óánægður með hugmyndirnar í heild sinni. - þj Verkbanni á kennara í Danmörku lokið með lögum frá Kristjánsborgarhöll: Allt á fullt í dönsku skólunum ÚR BARÁTTUNNI Kennarar sýndu mikla samstöðu á meðan á aðgerðum stóð. Þeir eru nú komnir aftur til vinnu eftir að lög voru sett á þá. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest að Gestur Jónsson megi verja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, í stóru markaðs- og umboðssvika- máli sem höfðað hefur verið á hendur Sigurði og átta öðrum fyrr- verandi starfsmönnum Kaupþings. Saksóknari í málinu hafði mót- mælt því að Gestur yrði skipaður verjandi þar sem Gestur baðst lausnar sem verjandi Sigurðar í svokölluðu al-Thani máli með þeim afleiðingum að fresta þurfti aðal- meðferðinni. Héraðsdómur gerði ekki athugasemd við skipan Gests og staðfesti Hæstiréttur þá niður- stöðu. - jhh Úrskurður staðfestur: Gestur fær að verja Sigurð STJÓRNSÝSLA Rannsókn Eftirlits- nefndar með rafrænum sjúkra- skrám leiddi ekkert óeðlilegt í ljós, samkvæmt ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2012. Vegna frétta af þekktum ein- staklingum sem leituðu til Land- spítalans var kannað hvort óvið- komandi hefðu opnað sjúkraskrár þeirra. Þá óskuðu 56 sjúkling- ar eftir lista yfir þá sem hefðu opnað sjúkraskrá þeirra og fimm beiðnir komu frá yfirmönnum vegna gruns um misferli. - shá Ekkert óeðlilegt kom í ljós: Sjúkraskrárnar ekki opnaðar FÉLAGSMÁL Ólafur kjörinn formaður Ólafur G. Skúlason var kjörinn for- maður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga næstu tvö árin í kosningu sem lauk í gær. Hann var kjörinn fyrr á árinu en kjör hans var lýst ógilt. UMHVERFI Torg að hætti borgarbúa Reykjavíkurborg óskar eftir hjálp borgarbúa við endursköpun almenn- ingssvæða í borginni. Völdum svæðum verður úthlutað ásamt styrkjum til hugmyndavinnu og framkvæmda. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.