Fréttablaðið - 30.04.2013, Síða 15

Fréttablaðið - 30.04.2013, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. apríl 2013 | SKOÐUN | 15 Það mætti segja mér að ventillinn hafi flautað á nokkrum undan- farna daga og er ekki að undra miðað við þá spennu sem fylgir kosningum, sérstaklega fyrir þá sem eru í framboði til hins háa Alþingis. Ekki komust þó allir að sem vildu, enn aðrir þurftu að yfir- gefa leikvöllinn, svipað eins og að vera dæmdur úr leik, í bili að minnsta kosti. Það er vel þekkt fyrirbæri að blóðþrýstingur hækkar við spennu og streitu, líka við áreynslu og hreyfingu auk margra annarra þátta og er það eðlilegt. Hann er ekki föst tala heldur sveiflast yfir sólarhringinn og er það okkur nauðsynlegt. Það væri til að mynda ansi bagalegt ef við myndum ekki auka trukkið á kerfinu þegar á reyndi, en þar koma ýmsar aðstæður upp í hugann. Til dæmis er verulega vont ef við ætlum okkur að standa hratt upp af stól eða úr rúmi og æða af stað inn í daginn. Þá er eins gott að hjarta- og æðakerfið elti mann, enn betra ef það er aðeins á undan manni sem talið er líklegast að gerist og algerlega ómeðvitað. Ef þrýstingurinn hækkar ekki og æðarnar þrengjast ekki til að bregðast við þessu tímabundna álagi missir maður meðvitund og liggur kylliflatur. Við læknar köllum það vasovagal syncope eða réttstöðublóðþrýstifall og hvorugt orðanna er sérlega þjált. Vitum ekki af hverju Þegar rætt er um blóðþrýsting getur hann verið of lágur en flestir tengja þó slíka umræðu við hækk- aðan blóðþrýsting sem hefur býsna margar orsakir, en sú algengasta er að við hreinlega vitum ekki af hverju. Mikill meirihluti þeirra sem greinast eru með svokallaða óútskýrða blóðþrýstingshækkun og því algengt að sjúklingar upp- lifi að ekki sé frekar skoðað hvað veldur og viðkomandi skellt á lyf sem alla jafna eru fyrir lífstíð. Þetta er auðvitað ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi eru ákveðin mörk sem teljast eðlileg en þau eru á bilinu 100-120 í efri mörkum og 60-80 í neðri mörkum á svoköll- uðum kvikasilfursskala. Almenna reglan var að miða við að vera undir 140/90 mm Hg en rann sóknir undanfarin ár gefa vísbend ingar um að nauðsynlegt sé að grípa inn fyrr og meðhöndla eða breyta þeim lífsstílsþáttum sem eru að ýta þrýstingnum upp og fylgjast vel með viðkomandi. Það dugar því sjaldnast ein mæling og mikil- vægt er að gefa þeim fjöldamörgu umhverfisþáttum gaum sem og öðrum áhættuþáttum viðkomandi. Ég man eftir ungum strák með alltof háan blóðþrýsting sem ætl- aði allt að sprengja. Hann hafði drukkið fimm orkudrykki áður en hann kom til skoðunar sem skýrði málið. Sömuleiðis eldri kona sem var hrifin af lakkrís og þurftu bæði einfaldar ráðleggingar til að laga ástandið. Enn annar hafði tekið lyfin sín samkvæmt fyrir- mælum en svo rann lyfseðillinn út og hann hætti að taka þau inn og kom þremur árum seinna í mæl- ingu! Stundum er þetta flóknara og er því nauðsynlegt að vita um hina ýmsu þætti sem geta gefið villandi mælingar. Hins vegar má ekki bíða endalaust með ákvörðun um fram- hald og eftirfylgni hjá þeim sem sannarlega eru með háan blóð- þrýsting án skýringar. En hvers vegna þarf að eiga við of háan blóðþrýsting? Svarið við því er að of hár blóðþrýstingur er einn af megináhættuþáttum æða- kölkunar, sem aftur er algengasta dánarorsök á Vesturlöndun, en slíkar breytingar á æðaveggjum slagæðanna leiða til hjarta- og heilaáfalla. Þróun þessara sjúk- dóma gerist alla jafna á löngum tíma hjá flestum og því hefur hár blóðþrýstingur stundum verið kall- aður hinn þögli dauði því einstak- lingurinn getur verið einkenna- laus um árabil og jafnvel fram að alvarlegu atviki eins og hjarta- eða heilaáfalli. Vafalaust eru þeir mjög margir sem ekki eru í nægjanlega góðu eftirliti, aðrir sem vita hrein- lega ekkert hvernig staða þeirra er og svo enn aðrir sem kæra sig kollótta. Látið fylgjast með Greiningin byggir að sjálfsögðu á að mæla blóðþrýstinginn, sem er einföld og fljótleg aðferð til að átta sig. Best er að venja sig á að láta fylgjast með blóðþrýstingi og öðrum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma með skipulögðum hætti. Ef þú þarft lyf þarf að fylgj- ast reglubundið með þér og endur- meta lyfjaþörfina og skammta- stærðir. En burtséð frá lyfjum er mikilvægt að koma reglu á neyslu matar og drykkjar með því að draga úr salti, fituríkri fæðu og áfengi auk þess að fylgja almenn- um leiðbeiningum um hollt matar- æði. Stunda skal reglubundna hreyfingu þar sem hjartað fær aðeins að spretta úr spori og að sjálfsögðu hætta að reykja ef þú stundar þann ósið. Þið alþingismenn, sem eruð að klambra saman ríkisstjórn í þessum töluðu orðum, andið djúpt, passið þrýstinginn og munið að forvarnir eru aðalatriði þegar kemur að lýðheilsu. Þið alþingismenn, sem eruð að klambra saman ríkisstjórn í þessum töluðu orðum, andið djúpt, passið þrýstinginn… HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Er þrýstingurinn í lagi? AF NETINU Leiksýning á Bessastöðum? Sumir myndu telja að Ólafur Ragnar Grímsson væri að setja upp leiksýningu með því að kalla formenn flokka til sín einn af öðrum til að ræða við þá um stjórnarmyndun. Undir mynda- vélum fjölmiðla. Hér á árum áður heyrðu menn reyndar aðeins í forseta eftir kosningar fyrir siðasakir, yfirleitt mættu þeir svo barasta með tilbúnar ríkisstjórnir. […] Flokksformennirnir vilja greinilega umgangast Ólaf Ragnar af varúð eftir inngrip hans í pólitíkina síðustu árin. En í raun geta þeir komið á Bessa- staði með tilbúna ríkisstjórn, hafi hún þingmeirihluta er ekkert sem Ólafur Ragnar getur gert til að stöðva það. Þannig hefur hann í raun ekkert um það að segja hvernig ríkisstjórn verður mynduð, þótt látið sé eins og svo er. En þarna er dæmi um hvernig Ólafur Ragnar er að reyna að endurmóta forsetaembættið eftir sínu höfði– nei, svona var það ekki á Davíðstímanum. http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Sátt í sjávar- útvegsmálum Í stað þess að lækka veiðigjaldið ættu hægrimenn að einbeita sér að því að nýta það svigrúm sem mun skapast á næstu árum í ríkisfjármálum til þess að lækka þá skatta sem draga mestan þrótt úr hagkerfinu. Þar má nefna tryggingagjaldið, hæsta þrep virðisaukaskattsins, stimpil- gjöld og vörugjöld. Það að fráfarandi ríkisstjórn hafi einungis tekist að koma öðru af tveimur frumvörpum sínum um sjávarútvegsmál í gegn á síðasta þingi skapar afskaplega góða stöðu. http://blog.pressan.is/jon- steinsson Jón Steinsson CAFÉ ROSENBERG Kl 20:30 Jazzhátíð Reykjavíkur fagnar alþjóðlegum degi jazzins Meðal þátttakenda verða Hilmar Jensson — Haukur Gröndal Hans Andersson — Matthías Hemstock — Pétur Grétarsson Óskar Guðjónsson — Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson KEX HOSTEL Kl. 20:30 Flosason/Lauritsen kvartett Nightfall – útgáfutónleikar Sigurður Flosason: Saxófónn — Kjeld Lauritsen: Hammond orgel Andrés Þór Gunnlaugsson: Gítar — Erik Qvick: Trommur JÓMFRÚIN Kl 12:00-13:00 Reykjavik Swing Syndicate Haukur Gröndal: Saxófónn — Gunnar Hilmarsson: Gítar Jóhann Guðmundsson: Gítar — Gunnar Hrafnsson: Bassi HARPA Hörpuhorn kl. 17:00-18:30 Hvað er jazz? Málþing og tónlist á vegum Íslensku UNESCO-nefndarinnar DAGSKRÁ: Setning: Páll Skúlason, formaður Íslensku UNESCO-nefdarinnar Pendúllinn sveiflast – hvar eru jazzinn og tæknin? Egill B. Hreinsson, prófessor Jazzinn og útvarpið: Lana Kolbrún Eddudóttir, útvarpsmaður Hressleiki og sannfæring í þakkargjörð spunans: Pétur Grétarsson, framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur Jazzmenntun – þversögn eða nauðsyn: Sigurður Flosason, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla FÍH Villimannslegir garganstónar: Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður Þegar jazzinn kom til Íslands: Vernharður Linnet, jazzgagnrýnandi Tónlist: Gaukshreiðrið Hljómsveit frá Tónlistarskóla FÍH Þorleifur Gaukur Davíðsson: Munnharpa — Sölvi Kolbeinsson: Saxófónn Mikael Máni Ásmundsson: Gítar — Anna Gréta Sigurðardóttir: Píanó Birgir Steinn Theódórsson: Kontrabassi — Kristófer Rodriguez Svönuson: Trommur ÓKEYPIS AÐGANGUR Á ALLA ATBURÐI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.