Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 4
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 FUNDAÐ MEÐ FORSETA Bjarni Benediktsson mætti fyrstur flokksformannanna á Bessastaði í gær, klukkan ellefu að morgni. Hann sat með forsetanum í hálfa aðra klukku- stund, eins og Sigmundur Davíð, sem mætti á eftir honum. Hinir formennirnir komu svo í röð eftir stærð þingflokkanna og funduðu í tæpan klukkutíma hver; Árni Páll Árna- son, Katrín Jakobsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson og loks Birgitta Jónsdóttir. Engar ákvarðanir voru þó teknar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM,VALLI,DANÍEL 2013 Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirrar skoðunar að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins bíða þess nú hverjum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, felur stjórnar- myndunarumboð, áður en viðræð- ur flokkanna um mögulegt ríkis- stjórnarsamstarf fara á flug. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leit reyndar svo á, að loknum fundi sínum með forsetanum á Bessastöðum í gær, að ekki væri eftir neinu að bíða. „Það eru engar alvöru viðræð- ur hafnar á milli flokka, en ég er þeirrar skoðunar að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni,“ sagði hann eftir fundinn, sem var sá fyrsti í langri fundalotu forsetans með forystu- mönnum allra flokka sem fengu menn kjörna á þing um helgina. Sigmundur Davíð var hins vegar á öðru máli eftir að hann hafði fundað með forsetanum. Spurður hvort hann væri jafnbjartsýnn og Bjarni á að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks yrði að veru- leika sagði hann „allt of snemmt að fara að spá í það – nú er málið hjá forsetanum“. Hann játti því að þeir Bjarni hefðu hist á stuttum fundi að loknu sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld og farið yfir stöðuna í þjóðfélaginu. Engar viðræður væru hins vegar farnar af stað og það mundu þær ekki gera strax. „Ekki fyrr en for- setinn hefur tekið af skarið.“ Heimildir Fréttablaðsins herma enda að ósköp lítið hafi gerst í þreif- ingum flokkanna tveggja í gærdag og -kvöld. Nú bíði menn þess ein- faldlega að forsetinn kveði upp úr með það hver skuli leiða viðræður Sigmundur vill bíða eftir forsetanum Viðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um myndun nýrrar ríkisstjórnar bíða ákvörðunar forsetans um hvorum formanninum hann felur umboðið. Bjarni Benediktsson vildi einhenda sér í verkið í gær en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi fara hægar í sakirnar. um myndun nýrrar stjórnar, Bjarni eða Sigmundur. Þeirrar ákvörðun- ar er líklega að vænta í dag. Bæði Árni Páll Árnason, formað- ur Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, sögðu við fréttamenn að loknum fund- um sínum með forsetanum að þeim þætti eðlilegast að Sigmundi Davíð yrði falið umboðið til stjórn- armyndunar og hefðu tjáð forset- anum þá skoðun sína. „Ég sagði það sem ég hef áður sagt að mér finnst einboðið að for- maður Framsóknarflokksins fengi stjórnmyndunarumboðið í ljósi þingkosninganna, hann er auðvitað stærsti sigurvegari kosninganna,“ sagði Árni Páll. Formenn Bjartrar framtíðar, þau Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson, sögð- ust ekki taka afstöðu til þess hvort Bjarni eða Sigmundur fengi umboð- ið og Katrín Jakobsdóttir, formað- ur Vinstri grænna, vildi ekki svara spurningu fréttamanna þar að lút- andi, frekar en öðrum. Enginn hinna formannanna sagð- ist hafa heyrt frá Bjarna eða Sig- mundi um mögulega þátttöku í rík- isstjórn. Guðmundur og Heiða sögðust þó reiðubúin til viðræðna. „Svo erum við bara í símaskránni ef einhver þarf á okkur að halda,“ sagði Heiða. Birgitta sagði Pírata hins vegar ekki vilja eiga aðild að ríkisstjórn – til þess væri þingflokkurinn of smár og hann gæti gert meira gagn með aðhaldi utan stjórnar. stigur@frettabladid.is DÓMSMÁL Jóhann Ragnar Páls- son, fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) í Mósambík, var í gær dæmdur í fimmtán mán- aða fangelsi, þar af tólf skilorðs- bundna, fyrir fjárdrátt í starfi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur en hvorki Jóhann né verjandi hans voru viðstaddir. Skaðabótakröfu á hendur honum var vísað frá. Mál Jóhanns var þingfest í mars síðastliðnum en þar játaði hann afbrotin. Hann var ákærður fyrir að draga sér tæplega fimmtán milljónir króna sem starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar á fjög- urra ára tímabili. Féð notaði hann meðal annars til þess að kaupa utanborðsmótor og tölvu til eigin nota, auk þess sem hann notaði féð til þess að greiða fyrir viðgerð á eigin bíl. Samkvæmt ákæru reyndi Jóhann að fela slóð sína meðal ann- ars með því að útbúa falskar skýr- ingar á hvarfi fjárins. - shá Umdæmisstjóri ÞSSÍ í Mósambík dæmdur fyrir 15 milljóna króna fjársvik: Fékk fangelsisdóm fyrir fjársvik Í MÓSAMBÍK Íslendingar hafa miðlað þekkingu um fiskveiðar sem hluta af þróunarstarfi í landinu. DANMÖRK Belginn Lors Douk- ajev, sem var dæmdur til tólf ára fangelsisvistar árið 2011 fyrir að hafa áformað að senda bréfa- sprengju á ritstjórn Jótlandspóst- sins árið áður, hefur verið fram- seldur til Belgíu. Doukajev, sem vakti athygli sem einfætti sprengjumaður- inn frá Tsjetsjeníu, stórslasað- ist þegar sprengja hans sprakk á hótelherbergi hans áður en hann gat látið verða af spellvirkinu. - þj Hugðist sprengja ritstjórn: Sprengjumaður heim til Belgíu 208,5106 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,83 117,39 181,41 182,29 152,8 153,66 20,489 20,609 20,066 20,184 17,863 17,967 1,1923 1,1993 176,23 177,29 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 29.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Dagskrá skv. lögum félagsins er: 1. Setning fundar og dagskrá kynnt. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins á liðnu starfsári. 4. Umræða um skýrslu stjórnar. 5. Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir. 6. Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar. 7. Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið. 8. Tillögur/lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum. 9. Kjör stjórnar, varamanna og fastanefnda. 10. Kjör Skoðunarmanna. 11. Önnur mál. 12. Fundarslit. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar í öllum deildum og móðurfélagi sem hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins. Hinir sömu hafa einnig atkvæðisrétt á aðalfundi. Stjórnin Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4 verður miðvikudagskvöldið 8. maí kl. 20:00. Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir). Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur Strekkingur NV- lands annars hægari. SVALT verður á landinu fram eftir vikunni en á fimmtudag snýst til suðvestanáttar með hlýnandi veðri og á föstudag verður væntanlega orðið frostlaust á láglendi. -2° 5 m/s 0° 6 m/s 2° 5 m/s 2° 12 m/s Á morgun Fremur hægur vindur um allt land. Gildistími korta er um hádegi 3° 3° 1° 0° 1° Alicante Aþena Basel 19° 29° 19° Berlín Billund Frankfurt 16° 12° 12° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 18° 10° 10° Las Palmas London Mallorca 22° 13° 18° New York Orlando Ósló 18° 30° 13° París San Francisco Stokkhólmur 14° 23° 12° 2° 6 m/s 0° 6 m/s -2° 3 m/s -2° 3 m/s -2° 4 m/s 0° 6 m/s -5° 5 m/s 1° -2° 1° -1° -2°

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.