Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 8
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 N 27 2013 Listahátíð í Reykjavík Upplifum Listahátíð Leikið í myrkri @ Harpa, Norðurljós — 22. maí Routeopia @ Lagt af stað frá Hörpu — 19., 26. & 31. maí Shostakovich—áskorunin @ Harpa, Norðurljós — 2. júní Bang on a Can—All Stars @ Harpa, Eldborg — 17. maí Öll dagskráin og miðasala á www.listahatid.is 17. maí — 2. júní Forsætisráðherra slapp við sprengjuárás 1 SÝRLAND, AP Wael al-Halqi, forsætisráðherra Sýrlands, slapp ómeiddur þegar sprengja sprakk í Damaskus í gær. Sprengjan sprakk nálægt bílalest forsætisráðherrans og var ætlunin að myrða ráðherrann, að sögn fréttamiðla í landinu. Ríkissjónvarpið í Sýrlandi sagði marga hafa látist í sprengingunni, en mannréttindasamtök segja minnst fimm hafa látist. Á meðal hinna látnu voru tveir lífverðir al-Halqi og bílstjóri hans. 260 þúsund létust í Sómalíu 2 SÓMALÍA, AP Hungursneyð í Sómalíu árið 2011 varð 260 þúsund manns að bana, tvöfalt fleirum en áður hafði verið talið. Helmingur hinna látnu voru börn fimm ára og yngri. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri skýrslu sem gefin verður út í vikunni. Hjálparsamtök segja tugi þúsunda manna hafa látist að óþörfu vegna þess hversu seint alþjóðasamfélagið brást við ástandinu í lok árs 2010 og byrjun 2011. Herskáir öfgamenn sem stjórnuðu hluta landsins komu einnig í veg fyrir að hjálparsendingar bærust til þurfandi. Nýr konungur í Hollandi 3 HOLLAND, AP Nýr konungur verður svarinn í embætti í Hol- landi í dag. Beatrix, drottning lands- ins, ætlar þá að láta af embættinu og sonur hennar Vilhjálmur Alexander tekur við krúnunni. Beatrix ávarpaði þjóð sína í síðasta sinn í gærkvöldi. DÓMSMÁL „Þetta mál hefur legið þungt á okkur í eitt og hálft ár,“ segir Rúnar Geirmundsson, eig- andi Útfararþjónustunnar sem í gær var sýknuð af kröfu Kirkju- garða Reykja- v í k u r u m greiðslu gjalds við útfarir og kistulagningar í kirkjunni og kapel lunni í Fossvogi. Kirkjugarðar Reykjavíkur settu gjaldið á í ársbyrjun 2012. Það er 3.500 krónur fyrir kapelluna og 6.500 krónur fyrir kirkjuna. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna, segir gjaldinu ætlað að vega upp á móti kostnaði við húsnæðið þótt því fari fjarri að það endurspegli hann allan. Eðlilegt hafi þótt að útfarar- stofur önnuðust innheimtuna. „Við erum svolítið hissa,“ segir Þórsteinn. „Dómarinn telur að viðkomandi útfararstofa eigi ekki aðild að málinu. Þannig að það gilda ekki sömu hefðbundnu við- skiptavenjur gagnvart Kirkjugörð- unum og öðrum kirkjum.“ Rúnar minnir á að á árunum 2004 til 2006 hafi Kirkjugarðarn- ir lagt á líkhúsgjald sem umboðs- maður Alþingis hafi sagt ólöglegt þar sem fyrir því væri ekki laga- heimild. Nú hafi verið reynt að koma á nýju gjaldi og lagt fyrir útfararþjónustur að innheimta það af viðskiptavinum. „Þetta eru peningar sem við höfum alltaf neitað að rukka og höfum aldrei rukkað. Niðurstaðan er komin og þeir hafa enga heim- ild til að skikka fyrirtæki úti í bæ til að rukka fyrir sig gjald; hvort sem það er löglegt eða ólöglegt,“ segir Rúnar. Þórsteinn segir Kirkjugarðana muna um gjaldið því þeir hafi verið reknir með tapi síðastliðin tvö ár. Ekki var tekin afstaða til þess í Héraðsdómi Reykjavíkur hvort gjaldið sé löglegt eða ekki. Þórsteinn bendir á að í líkhús- gjaldamálinu hafi umboðsmað- ur Alþingis lagt til að heimildir í lögum yrðu gerðar skýrari. Þetta hafi ekki gerst. „Heppilegast væri fyrir alla að menn tækju á honum stóra sínum í innanríkisráðuneytinu og kæmu því á hreint hvort setja eigi þetta sem heimild í lögum eða ekki. Ég væri mjög sáttur við að niðurstað- an á löggjafarsamkundunni yrði að það væri ekki leyft. Þá yrðum við bara að velta við öðrum stein- um. Á meðan þetta hangir svona í lausu lofti er öllum gert mjög erfitt fyrir,“ segir Þórsteinn. gar@frettabladid.is Þarf ekki að rukka kistulagningargjald Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði útfararstofu af kröfu um að hún innheimti fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur gjald vegna útfara og kistulagninga. Forstjóri Kirkjugarðanna er hissa á að ekki gildi sama fyrir kirkjugarðana og aðrar kirkjur. NEITAÐI Rúnar Geirmundsson neitaði að innheimta gjöld á útfarir og kistulagning- ar fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÞÓRSTEINN RAGNARSSON Þeir hafa enga heimild til að skikka fyrirtæki út í bæ til að rukka fyrir sig gjald. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri HEILBRIGÐISMÁL Ekki er á barnshafandi fjölskyld- ur leggjandi að ferðast langar vegalengdir til þess að fæða. Þetta segir Esther Ósk Ármannsdóttir, sem nýverið lét af embætti for- manns Ljósmæðrafélags Íslands. Á aðalfundi félagsins nýverið kallaði stjórn þess eftir skýrri stefnumótun um fæðingarþjón- ustu en fæðingarstöðum á land- inu hefur fækkað úr sextán í átta á síðastliðnum sextán árum. „Þessum litlu fæðingarstöðum hefur verið lokað eða þá þjónust- an mikið skert, sem hefur valdið því að konur sem eru barnshaf- andi og fjölskyldur þeirra þurfa oft og tíðum að fara langan veg vegna fæðinga, ekki síst á vet- urna,“ segir Esther Ósk og bætir við: „Við lýsum yfir áhyggjum af þessari stöðu og köllum eftir heildrænni stefnu um þessi mál til hagsbóta fyrir allar fjölskyldur á barneignaaldri.“ Þá segir Esther að mikið álag sé á fjölskyldum skömmu fyrir fæðingu. Þann tíma eigi að nýta í andlegan undirbúning og hreiðurgerð fremur en í ferðalög sem geti valdið streitu og jafnvel árekstrum vegna skuldbindinga eldri barna og annarra fjölskyldumeðlima. - mþl Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands kallar eftir stefnu um fæðingarþjónustu: Fæðingarþjónusta verið skert FÆKKAÐ Fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað úr sextán í átta á síðustu sextán árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ESTHER ÓSK ÁRMANNSDÓTTIR HEIMURINN 1 2 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.