Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 26
BÍLAR4 Þriðjudagur 30. apríl 2013 FRÉTTABLAÐIÐ Staðsetningartæki Mercedes Benz fann sprengjubræðurna Leiddi lögregluna að óðæðismönnunum Bræðurnir Tamerlan og Dzhokhar Tsarnaev, sem komu fyrir sprengjum í Boston-maraþoninu, ætluðu eftir ódæðið næst til New York og valda þar enn frekari skaða. Í því augnamiði tóku þeir traustataki Mercedes Benz- jeppa ásamt eiganda hans. Honum héldu þeir föstum í 90 mínútur, en á þeim tíma var bílnum einhverra hluta vegna ekið víðs vegar um Boston. Á endanum þurfti að taka bensín og annar bróðirinn fór inn til að borga og hinn lagði frá sér byssu sína. Þá notaði eigandinn tækifærið, tók af sér öryggisbeltið, stökk úr bílnum og lagði á flótta. Hann hélt að annarri bensínstöð og bað eiganda stöðv- arinnar að hringja í lögregluna. Eigandi bílsins tjáði lög- reglunni þegar hún kom að í bíl hans væri innbyggt stað- setningarkerfi (sem kallast Mbrace), en það er til þess ætlað að kalla á hjálp við árekstur eða til að auðvelda leit að Mercedes Benz-bílum ef þeim er stolið. Það sann- aði sig í þessu tilviki og líklega aldrei komið í eins góðar þarfir. Lögreglan fann bílinn mjög fljótlega með aðstoð kerfisins og fljótlega kom svo til skotbardaga sem varð til þess að lögreglan felldi eldri bróðurinn. Fullkominn búnaður í bílum kemur í ýmsar þarfir, stundum nokkuð óvenjulegar. Mbrace stað- setning- arkerfi er í Merce- des Benz bílum. Volvo KERS búnaður með kasthjóli. Volvo segir KERS -tækni sína minnka eyðslu um 25% KERS-tækni hefur verið þekkt í áratugi en KERS stendur fyrir Kinetic Energy Recovery System og er í raun Hybrid-búnaður en frábrugðinn flestum þeim Hybrid-búnaði sem er í framleiðslubílum í dag. Volvo hefur reyndar gert tilraunir með KERS-búnað allar götur frá árinu 1960. Þessi tækni gengur út á það að endurheimta þá orku sem verð- ur til við hemlun eða minnkun hraða en er frábrugðin að því leyti að þegar hemlað er knýr orkan háhraða snúningshjól (Flywheel) sem snýst á 60.000 snúninga hraða á mínútu. Þegar þeirri orku sem hleðst upp við þetta er hleypt til afturhjólanna eykst aflið um allt að 80 hestöfl og sparar í leiðinni mikið elds- neyti, eða 25% segja þeir hjá Volvo. Bara fjögurra strokka vélar í Volvo-bílum? Það gerir það að verkum að fjögurra strokka vél með þann- ig búnað verður jafn öflug og sex strokka vél án hans. Því kemur vel til greina hjá Volvo að framleiða bráðum engar sex eða átta strokka vélar og stóla á KERS-tækni bara í fjögurra strokka vélum. Bílar sem búnir hafa verið þessari tækni verða meira en einni sekúndu sneggri í hundraðið, en það sem er enn betra er það að undir ákveðnum aðstæðum getur verið slökkt á vélinni í allt að helmingi öku- tímans, en þá verður reyndar að aka varlega. Þegar Volvo hóf að prófa sig áfram með þessa tækni voru háhraðahjólin þung, dýr og skiluðu takmörkuðum ávinningi. Það hefur nú breyst hressilega með betri efnisnotk- un og góðri hönnun. Hjólið sjálft Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 The strong silent type TIRES High Performance Tires TILBOÐIN MIÐAST VIÐ FJÖGUR DEKK & UMFELGUNHarðskeljadekk VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 175/65 R 14Nr. 1 Sumardekk: frá kr. 41.307 Heilsársdekk: frá kr. 49.880 VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 195/65 R 15Nr. 2 Sumardekk: frá kr. 51.542 Heilsársdekk: frá kr. 56.104 VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 205/55 R 16Nr. 3 Sumardekk: frá kr. 57.305 Heilsársdekk: frá kr. 56.104 VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 225/45 R 17Nr. 4 Sumardekk: frá kr. 64.024 Heilsársdekk: frá kr. 73.303 VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 215/60 R 16Nr. 5 Sumardekk: frá kr. 67.800 Heilsársdekk: frá kr. 82.200 VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 225/70 R 16Nr. 6 Sumardekk: frá kr. 92.761 Heilsársdekk: frá kr. 92.761 VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 235/65 R 17Nr. 7 Sumardekk: frá kr. 104.921 Heilsársdekk: frá kr. 109.081 VERÐ DÆM I: TILBOÐ STÆRÐ: 235/60 R 18Nr. 8 Sumardekk: frá kr. 109.400 Heilsársdekk: frá kr. 112.601 BESTA VERÐIÐ Mundu eftir að finna áður en þú kaupir dekk FRÁBÆRT VERÐ! IN CONSUMER AND MEDIUM TRUCK TIRES OVERALL TIRE REV IEW 200 9 BR AND SUR VEY Bjóðum Toyo harðskeljadekkin á frábæru verði. UMFELGUN & SMUR Sláðu tvær flugur í einu höggu og láttu okkur smyrja bílinn um leið og þú skiptir yfir á sumardekkin. Smelltu þér á tvennutilboð og þú færð 20% afslátt af vinnu við bæði umfelgun og smur. Þú getur gert góð kaup strax í dag! FÓLKSBÍLADEKK JEPPADEKK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.