Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 6

Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 6
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 PI PA R\ TB W A SÍ A Skráning fer fram á www.promennt.is og þar má einnig finna allar nánari upplýsingar. STYRKTU STÖÐU ÞÍNA www.promennt.is Skeifunni 11B 108 Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is SKRÁÐU ÞIG NÚNA! BÓKARANÁM FYRIR LENGRA KOMNA – AUKAHÓPUR! Viltu dýpka þekkingu þína í bókhaldi eða ertu jafnvel á leiðinni í námið Viðurkenndur bókari? Þá er þetta kjörinn undirbúningur fyrir þig! Vegna mikillar eftirspurnar höfum við bætt við aukahópi sem hefst 7. maí. Bókaranám fyrir lengra komna er hagnýtt framhaldsnámskeið í bókhaldi sem hentar þeim sem hafa einhverja bókhaldsreynslu eða hafa lokið tölvu-, skrifstofu- og bókhaldsnámi og vilja ná dýpri þekkingu og færni í bókhaldi. Námskeiðið er einnig hugsað sem aðfararnám fyrir þá sem stefna á námið Viðurkenndur bókari. Kvöldhópur hefst 7. maí 90 std. 109.000 kr. Kennsla fer að mestu leyti fram í formi verklegra æfinga með Excel fyrir bókara Fjárhagsbókhald, upprifjun og flóknar færslur Vsk. uppgjör og leiðréttingarskýrslur Launabókhald, útreikningur launa, lífeyrissjóður og skattur Launamiðar, launaframtal og skil til skatts Afstemmingar, lokafærslur og skil á bókhaldi til endurskoðenda Uppsetning rekstrar- og efnahagsreikninga Lestur ársreikninga TOLLSKÝRSLUGERÐ Öðlastu færni í gerð tollskýrslna á þessu stutta og hnitmiðaða námskeiði þar sem m.a. er farið yfir reglur er varða innflutning, myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna ásamt því að kynntir eru fríverslunarsamningar og notkun tollskrárinnar. 14. maí 21 std. 28.000 kr. ÖRYGGISMÁL TF-GNA, þyrla Land- helgisgæslunnar, var á laugar- dagskvöld flutt með flutninga- bifreið frá Kvískerjum í Öræfum til Reykjavíkur. Þyrlan nauðlenti þar vegna bilunar í útkalli. Þyrlan TF-SYN flutti mann- skap og búnað að Kvískerjum til að undirbúa GNA fyrir flutning- inn og gekk framkvæmdin í alla staði mjög vel. Til stóð að flytja þyrluna á mánudag en gengið var fyrr í verkið vegna óhagstæðrar veðurspár. - shá Flutningur tókst vel: TF-GNA komin til Reykjavíkur VEISTU SVARIÐ? NÁTTÚRA Björgunarsveitarmönn- um á Þórshöfn virðist hafa tekist að bjarga einum af sex háhyrn- ingum sem syntu upp í fjöru við Heiðarhöfn á Langanesi í gær, um kílómetra frá Þórshöfn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru tvö dýr þegar dauð en þrjú tórðu enn þá. Guðni Hauksson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, var á staðnum. Hann segir að til- kynning um hvalina hafi komið um tvöleytið. Þegar voru kallaðir út björgunarsveitarmenn frá Þórs- höfn, sem voru fimmtán á staðnum þegar mest var. „Það tókst að koma einu dýri út og öðru náðum við að koma út í tví- gang en það synti alltaf upp í fjör- una aftur,“ segir Guðni. Í gær var farið á gröfu niður í fjöruna sem gróf holur fyrir dýrin. „Þetta er það eina sem okkur datt í hug til að halda þeim lifandi á fjörunni en svo verður reynt að koma þeim út þegar flæðir seint í kvöld,“ sagði Guðni. Hann var svartsýnn á að dýrunum yrði bjargað úr því sem komið var í gærkvöldi. Sverrir Daníel Halldórsson, líf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un, segist ekki muna eftir því að hafa áður heyrt af því að háhyrn- ingar syntu upp í fjöru með þess- um hætti hér á landi, án þess að vilja fullyrða nokkuð um að atvik- ið nú sé einsdæmi. Hann segir það einn af leyndardómum lífríkis- ins af hverju hvalir syndi á land, án merkjanlegrar ástæðu. Þó séu yfirleitt þrjár ástæður taldar lík- legastar. „Í fyrsta lagi truflanir í segul- sviði og þá raskist staðsetning- artækni þeirra. Eins hefur verið nefnt að forystudýrið sé veikt og syndi í land þess vegna. Hin dýrin fylgja svo á eftir. Að síðustu hafa menn nefnt að hjörðin hafi fælst af einhverjum ástæðum, með þess- um afleiðingum,“ segir Sverrir. Fræðin geyma jafnframt kenning- ar um að landfræðilegar aðstæð- ur spili inn í þessa hegðun dýr- anna, til dæmis að fjaran sé flöt og sendin. Myndir af vettvangi við Heiðar höfn sýna að aðstæður eru með þeim hætti. svavar@frettabladid.is Björguðu einum af sex háhyrningum Sex háhyrningar syntu upp í fjöruna við Heiðarhöfn á Langanesi í gær. Björgunar- sveitarmenn unnu klukkustundum saman að því að koma þeim til bjargar. Einum virðist hafa tekist að bjarga. Líffræðingur segir þessa hegðun hvala óútskýrða. ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Tvö dýr drápust fljótlega í fjörunni í gær. Litlar líkur voru taldar á björgun þriggja dýra en reyna átti til þrautar. MYNDIR/HILMA STEINARSDÓTTIR HANDAFLIÐ Dýrin voru misstór en þau stærstu nokkur tonn að þyngd; því máttu menn sín lítils með handaflinu einu saman. NÁTTÚRA Sérstök fjárveiting frá stjórnvöldum, 20 milljónir króna, var samþykkt nýlega til aukinn- ar landvörslu á friðlýstum svæðum og vinsælum ferðamannastöðum. Þetta er gert til að bregðast við versnandi ástandi fjölsóttra ferðamannastaða vegna aukins ágangs ferðafólks. Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu segir að mikil aukning ferðamanna til Íslands kalli á verulegt átak í uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum, en jafnframt verulega aukna landvörslu; fræðslu, umsjón og eftirlit. Samkvæmt fjárfestingaráætlun verða á næstu þremur árum veittar 500 milljónir króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða og 250 milljónir króna árlega til uppbyggingar þjóðgarða og friðlýstra svæða. Gangi spár eftir má gera ráð fyrir að komur ferðamanna til landsins nái einni milljón innan fárra ára. Samkvæmt Ferðamálastofu nam fjöldi erlendra gesta um Leifsstöð um 647 þúsundum á árinu 2012, sem er tæplega 20% aukning frá árinu áður. - shá Aukin fræðsla, umsjón og eftirlit sem svar við ágangi ferðafólks: Fé veitt til aukinnar landvörslu DYRHÓLAEY Markvisst er unnið að því að byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum og í þjóðgörðum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Hvað heitir forsætisráðherra Ítalíu? 2. Hvað heitir höfuðborg Bangladess? 3. Hver var kjörsóknin í alþingiskosn- ingunum á laugardaginn? SVÖR 1. Enrico Letta. 2. Dakka. 3. 81,4% BRETLAND, AP Talið er að 140 fyrr- verandi vistbörn á barnaheimilum í Wales hafi mátt þola kynferðislegt ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breska lögreglan kynnti í gær. Rannsóknin tók til átján heimila og í niðurstöðum hennar kemur fram að fólkið sem um ræðir, aðal- lega sjö til nítján ára drengir, hafi mátt þola alvarlega og kerfis- bundna misnotkun, meðal annars nauðgun, á árunum 1965 til 1992. Blásið var til rannsóknarinnar í nóvember eftir úttekt BBC þar sem kom fram að grunsemdir og ásak- anir um misnotkun á vistheimil- um í Wales hefðu ekki verið rann- sakaðar í þaula. Eftir því sem leið á beindust augu rannsakenda að fleiri heimilum og lengra tímabili. Ásakanirnar beinast að 84 meint- um brotamönnum, 75 körlum og níu konum, og er einn þeirra í haldi vegna rannsóknarinnar. Rannsóknin stendur enn yfir og er ekki útilokað að enn fleiri ásak- anir muni koma fram. - þj Sláandi skýrsla um misnotkun á barnaheimilum í Wales: Kerfisbundin afbrot um árabil VETTVANGUR AFBROTANNA Tugir barna voru misnotuð á barnaheimilum í Wales um árabil að því er fram kemur í lögreglurannsókn. Þar á meðal var Bryn Estyn-heimilið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.