Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 12
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 KYNNINGARFUNDUR UM FRÍVERSLUNARSAMNINGINN VIÐ KÍNA FIMMTUDAGINN 2. MAÍ Á HILTON NORDICA KL. 16:00 Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut, 2. hæð í sal H-I, 2. maí kl 16:00. Dagskrá: Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, kynnir efni samningsins. Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, ræðir áhrif samningsins á viðskipti með fiskafurðir og önnur tækifæri sem felast í samningnum. Andri Marteinsson, Íslandsstofu, kynnir þá þjónustu sem Íslandsstofa veitir fyrirtækjum í útflutningi. Ársæll Harðarson, formaður ÍKV stýrir fundi og kynnir starfsemi ÍKV. Umræður og fyrirspurnir. Skráning á heimasíðu Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins www.ikv.is FÍ TO N / SÍ A Gullið tækifæri eða ógn? BRETLAND, AP Bandarísk kona í Bretlandi hefur verið dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að hafa neytt fjórtán ára dóttur sína til að verða þungaða. Barnið ætlaði konan að ala upp sjálf. Konan notaði gjafasæði og þvingaði dóttur sína til að ganga með barn fyrir sig. Konan átti þrjú ættleidd börn en hafði verið neitað um að ættleiða það fjórða. Stúlkan sagði fyrir rétti að hún hefði ekki viljað ganga með barn en hefði vonast til þess að móðir hennar myndi elska hana meira ef hún hlýddi. Stúlkan varð ófrísk fljótlega en missti fóstur. Móðir- in gerði í kjölfarið sex tilraunir til viðbótar áður en stúlkan varð aftur þunguð og eignaðist son árið 2011, þegar hún var sautján ára. Ljósmæður á spítalanum þar sem drengurinn fæddist fylltust hins vegar grunsemdum þegar stúlkan vildi gefa syni sínum brjóst en móðir hennar bannaði það vegna þess að hún vildi ekki að hún tengdist barninu. Spítalinn til- kynnti mál mæðgnanna til barna- verndar. Stúlkan, sonur hennar og yngri systkini hennar tvö voru send í fóstur. Greint var frá dómi í málinu í fyrsta sinn í gær. - þeb Kona í Bretlandi afplánar fimm ára dóm: Neyddi dóttur til að ala barn DÆMD Í FANGELSI Konan var dæmd í fangelsi í fyrra en fyrstu fréttir af málinu bárust í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Spila 430 blakleiki í Kórnum 144 blaklið af landinu öllu komu saman í Kórnum í Kópavogi til leiks á stórmótinu HKarlinum, öldungamóti Blaksambands Íslands (BLÍ). Öldungamót Blaksambands Íslands EINBEITING SKEIN ÚR HVERJU ANDLITI Það var varla þurran þráð að finna á leikmönnum í Kórnum í gær. GEYMT EN EKKI GLEYMT Keppt er í tveimur flokkum á aldursbilinu 30-50 ára og 50 ára og eldri. Ljóst er að kapparnir hafa engu gleymt. BLAK ER ÍÞRÓTT FYRIR ALLA Spilaðir verða 430 leikir í 21 deild á mótinu sem lýkur í dag. Spilað er á þrettán völlum. KONUR Í MEIRIHLUTA Alls voru fjórtán kvennadeildir á mótinu og voru þær ívið fleiri en karladeildir, sem voru sjö. Þetta er í 38. sinn sem mótið er haldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LIÐSSKIPANIR Það var mikill hiti í fólki þegar ljós- myndara Fréttablaðsins bar að garði í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.