Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 30. apríl 2013 | SKOÐUN | 17 Ótrúleg grein birtist í Fréttablaðinu 17. apríl eftir Katrínu Jakobs dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra og formann VG, undir fyrirsögninni: „Vinstri – græn setja fram- tíð skólastarfs á oddinn.“ Þetta er ótrúverðug yfir- lýsing eftir starf hennar á liðnu kjörtímabili. Vissu- lega er það rétt að eitt það mikilvægasta sem kosið er um er framtíð skóla- starfs í landinu. Það er hins vegar ótrúverðugt að eftir fjögur ár glataðra tækifæra, niðurrifs og stöðnunar hafi nú formaður VG loks áhuga á menntamálum og lofi að gera eitthvað á „næsta kjörtíma- bili“ er til framfara horfir. Lýsir það vanvirðingu við landsmenn og skólamenn. Loforð Katrínar nú hlýtur að kalla fram spurn- ingu um af hverju hún hefur enga tilraun gert til að verja framhaldsskólana þessi ár og af hverju engin uppbygging hefur orðið? Tækifærin hafa verið víða og flestir skólamenn til- búnir að gera mikið í mál- inu en ekkert frumkvæði hefur komið frá ráðherra. Því verður kjörtímabilsins minnst sem ára hinna glötuðu tæki- færa í málum framhaldsskóla. Auð- vitað hefur fjárhagsstaða ríkisins til að gera eitthvað fyrir skólana oft verið betri en hún var þetta kjörtímabil. Það þýðir þó ekki að stöðnun og aðgerðaleysi hafi átt að ráða för. Þvert á móti. Tækifæri til að taka á ýmsum vanda voru mörg. Halda vafalítið sumir að ég líti hér aðeins til framkomu hennar gagn- vart Menntaskólanum Hraðbraut, sem vissulega var afdrifarík og vond fyrir alla landsmenn. Svo er ekki. Ég er að horfa á framkomu hennar gagnvart starfi í framhalds- skólunum öllum. Nefni ég tvö dæmi: Kjör dregist aftur úr 1. Betur hefði átt að verja kjör framhaldsskólamanna. Kjörin hafa dregist hratt aftur úr kjörum við- miðunarstétta, fyrst og fremst vegna algers áhugaleysis ráðherra. Taka hefði átt á samningum ríkisins við Kennarasamband Íslands. Þeir samningar eru fyrir löngu úreltir og eru dragbítur á starf skólanna. Raunar eru þeir ein helsta ástæða þess að kjör kennara hafa versnað og munu að óbreyttu halda áfram að versna. Fullyrði ég að ef ráðherra hefði tekið á því máli hefði mátt með tiltölulega lítilli hugmyndaauðgi bæta kjör um allt að 20% án auka- kostnaðar fyrir ríkið. Ekki hefði þurft annað en að láta kennara og skólastjórnendur sjálfa leiða breyt- ingar á skólastarfinu, þá hefðu þær örugglega tekist með ágætum. 2. Ekki aðeins hafa tækifæri til framfara liðið hjá án þess að hafa verið nýtt heldur hefur niðurrif verið stundað. Það að slá á frest að koma í gagnið nýrri almennri nám- skrá fyrir framhaldsskólana eins og búið var að samþykkja lýsir áhuga- leysi, úrræðaleysi og getuleysi. Alls engin ástæða var til að fresta því máli enda hefur sú ákvörðun ekki verið studd haldbærum rökum. Tækifærið var einstakt enda er algerlega nauðsynlegt að gera lengd náms í íslenskum skólum hliðstæða öðrum löndum. Það bruðl sem felst í því að gera það ekki er með öllu óásættanlegt fyrir íslensk ungmenni og reyndar þjóðina alla. Fleiri mál má nefna sem hefðu getað leitt framfarir í starfi fram- haldsskólanna á þessu kjörtímabili en ég læt hér staðar numið í bili. Ótrúverðug loforð menntamálaráðherra Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjöl- skyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá ill- skásti. Fagfólk Landspít- alans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleygir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt! Pollýanna er vinur í raun og með hennar hjálp tókumst við á við þennan baldna lífsförunaut. Meðvitað tókum við ekki saman kostnað vegna sykur- sýkinnar, fannst ekki rétt að setja verðmiða á barnið okkar. Dóttir okkar hefur vaxið og dafnað, er heilbrigð og lífsglöð stúlka. Hún lifir hefðbundnu lífi stúlku í 4. bekk í grunnskóla. Það sem greinir hennar líf frá jafn- öldrum er stöðugt eftirlit þar sem blóðsykursstjórn- unin er afar viðkvæm. Henni er fylgt eftir hvert fótmál utan skóla, við for- eldrarnir höfum farið í flest barna- afmæli og beðið eftir henni þegar hún iðkar tómstundir. Ein örfárra barna hefur hún þurft að vera í gæslu á frístundaheimili eftir skóla í vetur. Hún getur ekki verið eftir- litslaus í tvær klukkustundir. Næsta vetur stendur henni ekki frístund til boða vegna aldurs. Ef dóttir okkar fer út að hjóla í meira en 30 mínútur þá getur hún verið í lífshættu því blóðsykurinn fellur hratt. Hreyfing er henni þó mikilvæg til að fyrir- byggja fylgikvilla sjúkdómsins. Krefst mikilla útgjalda Fyrstu viðbrögð mín af fréttum um nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ voru jákvæð, leitað væri leiða til að jafna hlut þeirra sem greiða háar upp- hæðir vegna lyfja. Þegar ég hugsa málið lengra og lít í eigin barm þá er dæmið ekki svona einfalt. Sykur sýki 1 er dæmi um sjúkdóm sem krefst mikilla útgjalda og er greiðsla fyrir lyf einungis brot af útgjöldunum. Í fyrra greiddum við fyrir smyrsl á stungusár, nálar í stungupenna, strimla í blóðsykursmæli, rafhlöður, hluta kostnaðar af settum í insúlín- dæluna, bakpoka fyrir mæli og mat, belti fyrir insúlíndæluna og efni til að sauma vasa í föt. Þrúgusykur og orkustykki flokkast sem lyf hjá ein- staklingum með sjúkdóminn. Sími er nauðsynlegt öryggistæki. Við greiðum fyrir gæslu eftir skóla og á sumrin. Beinn kostnaður vegna sjúkdómsins var hátt í 400 þúsund. Þá er ekki tekinn inn í myndina akstur í eftirlit á Landspítala, kostn- aður við frístundir sem eru auk þess utan hverfis. Nú bætist lyfjakostn- aður við. Kostnaður við suma lang- vinna sjúkdóma getur verið hár. Til að skapa börnum með langvinn veikindi góð og örugg lífsskilyrði er mikil vægt að foreldrar afli tekna. Með auknum útgjöldum þurfa for- eldrar að vinna meira og eru þá enn meira fjarverandi frá heimilinu. Fjölskyldur sem hafa minna umleikis þurfa að skera einhvers staðar niður, það getur komið niður á öryggi barnsins. Ég hvet stjórn- völd til að endurskoða lög og reglu- gerð um greiðsluþátttöku lyfja nr. 313/2013 sem taka gildi þann 4. maí næstkomandi. Sykursýki 1 hjá börnum – baldinn lífsförunautur ÞORBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR SKYLMINGAR ➜ Ég hvet stjórnvöld til að endurskoða lög og reglugerð um greiðsluþátttöku lyfja… MENNTUN Ólafur Haukur Johnson skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar ➜ Því verður kjörtíma- bilsins sem nú er að ljúka minnst sem ára hinna glötuðu tækifæra í málum framhaldsskólanna. HEILBRIGÐIS- MÁL Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir ljósmóðir/hjúkr- un arfræðingur á Landspítala

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.