Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 23
BÍLAR Reynsluakstur Suzuki Swift SportBílasýning Í Fífunni næstu helgiVolvo KERS-tækni lækkar eyðslu um 25% ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013 visir.is/bilar MYND: FINNUR THORLACIUS S portbíll ársins var valinn á bíla- sýningunni í New York um dag- inn. Þá vegtyllu hlutu systurbílarn- ir Porsche Boxter/Cayman. Bíla- búð Benna sýndi nýjan Boxter fyrir ekki svo löngu og um helgina var komið að Porsche Cayman. Oft hefur verið talað um Boxter og Cayman sem „baby“ Porsche 911, en þeir eru báðir umtals- vert minni en hinn goðsagnakenndi og frægasti sportbíll í heimi. Engu að síður eru þeir báðir mjög öflugir og fimir eins og stóri bróðirinn og umtalað er hversu nálægt þeir eru komnir getu 911 bíls- ins þrátt fyrir að kosta nærri helmingi minna. Cayman kom fyrst á markað fyrir átta árum en er nú kynntur af þriðju kynslóð. Sex strokka Boxer-vélar og PDK-sjálfskipting Vélarnar sem bjóðast í Porsche Cayman eru 2,7 lítra og 275 hestafla sex strokka bensínvél og 3,4 lítra og 325 hestafla einnig sex strokka bensín- vél, báðar af Boxer-gerð. Sjö gíra frábær PDK- HULUNNI SVIPT AF PORSCHE CAYMAN Var kynntur um síðustu helgi hjá Bílabúð Benna. Kemur nú af þriðju kynslóð. sjálfskipting með tveimur kúplingum tengist vélunum og hann er afturhjóladrifinn. Hann má að sjálfsögðu einnig fá með beinskiptingu, þá sex gíra. Sem fyrr má eingöngu fá Cayman með hörðum toppi en hann er ekki framleiddur með blæju líkt og 911 og Boxter. Í Cayman má nú finna allar þær uppfærslur sem litu dagsins ljós í nýjum 911 og Boxter. Örlítið stækkað og bara batnað Nýr Cayman hefur örlítið stækkað og fjarlægð milli hjóla aukist. Hann hefur þó lækkað örlít- ið og notkun léttari efna við smíði hans hefur létt hann um 30 kíló. Ástæðulaust er að fara mörgum orðum um aksturseiginleika Caym- an, en bíll sem kosinn er sportbíll ársins er nátt- úrulega frábær akstursbíll og gæðin umfram verð. Margur bílablaðamaðurinn hefur fullyrt að kosta þurfi meira en tvöföldu fé til að finna betri akstursbíl. Fjölmargir gestir sáu Benedikt Eyjólfsson, forstjóra Bílabúðar Benna, svipta hulunni af þessum fallega bíl, en hann var af S- gerð og því með stærri og öflugri vélinni. Ótrúlegur akstursbíll Blaðamaður bílablaðsins fékk tækifæri til að kynn- ast mögnuðum aksturseiginleikum þessa bíls í gær og það skal viðurkennast að gæsahúðin er enn til stað- ar. Afl, rásfesta, veggrip og þægindi í akstri kölluðu fram allan tilfinningaskalann og skemmtunin ómæld fyrir vikið. Samanburðurinn við aðrar gerðir Porsche- bíla varð alls ekki til að minnka álitið á Cayman. Þar er sannarlega kominn bíll sem stóri bróðirinn 911 þarf að passa sig á, þó svo að hlutirnir séu teknir enn þá lengra með honum. Enda er verð hans hátt í helmingi hærra. Erfitt er að ímynda sér að þörf sé fyrir meira afl en í Porsche Cayman S. Þar draga 325 hestöfl ekki nema ríflega þrettán hundruð kílóa bíl og áður en hendi er veifað sjást dónalegar hraðatölur og ökumað- ur þrýstist með miklu afli í sætið. PDK-sjálfskipting- in er sem fyrr eins og draumur og hún heldur bílnum á miklum snúningi þótt slegið sé af, eingöngu til þess að vélin sé áfram tilbúin til átaka ef ökumaður þorir að halda áfram skemmtuninni. Sú skemmtun hélt lengi áfram og þeir verða öfundaðir sem efni hafa á að láta þennan bíl standa fyrir utan hjá sér og enn meira þegar hann gerir það ekki. LEGUR OG PAKKDÓSIR VAGNHÖFÐI 7 – SÍMI 5 17 5 000 VERÐLAUN Sportbíll ársins í heiminum 2013 ÞRIÐJA KYNSLÓÐ Kom fyrst fyrir 8 árum LÉTTARI Stækkað en lést AFL 275 eða 325 hestöfl PORSCHE CAYMAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.