Fréttablaðið - 30.04.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 30.04.2013, Síða 40
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28 Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin í fjórða sinn helgina 12.-14. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Í ár koma um tuttugu íslenskir tón- listarmenn fram, auk fjögurra erlendra tónlistarmanna. Extreme Chill Festival hefur tvö ár í röð fengið úthlutað úr menningarsjóði Kraums. Breska dagblaðið The Guardian kaus hátíðina „eina af þeim fimmtán athyglisverðustu í Evrópu 2012 sökum staðsetningar og umhverf- is“. Miðasala á hátíðina hefst á miðvikudaginn á Midi.is. Extreme Chill í fj órða sinn SAMARIS Hljómsveitin Samaris spilar á Extreme Chill Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tíu ára ósætti Madonnu og Eltons John virðist nú loksins vera lokið en tónlistarfólkið hefur eldað grátt silfur í gegnum tíðina. Bakgrunnur rifrildisins er gagnrýni Madonnu á Lady Gaga, sem fór fyrir brjóstið á Elton John þar sem hún er góð vin- kona hans og guðmóðir sonar hans. Í fyrrasumar lét söngvarinn góð- kunni hafa eftir sér að tónleika- ferðalag Madonnu hefði verið ömur- legt. „Fyrirgefðu, en ferill hennar er búinn,“ sagði John en Madonna var snögg að svara kappanum á tónleikum sínum í haust. „Ég fyr- irgef honum því ég veit að hann er aðdáandi minn.“ Í nýlegu viðtali við Huffington Post greindi Elton John frá því að hann hefði fyrir tilviljun hitt Madonnu á veitingastað í Frakk- landi. „Hún kom inn og ég sendi henni skilaboð með afsökunarbeiðni vegna þess sem ég sagði í viðtalinu í fyrra. Svo borgaði ég fyrir mat- inn hennar. Þessu er lokið núna og við erum vinir.“ Vináttan endurvakin Madonna og Elton John hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina en sættust á dögunum. BAÐST AFSÖKUNAR Elton John baðst afsökunar á ummælum sínum um Madonnu í fyrrasumar þar sem hann sagði að ferill söngkonunnar væri búinn. Þau eru því orðnir vinir á nýjan leik. „Við erum að þessu til að hafa gaman af þessu, njóta þess að vera saman og út af for- vitni,“ segir tónlistarmað- urinn Magnús Kjartansson. Fyrrverandi meðlimir Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican hafa stofnað ofurgrúppu sem mun hita upp fyrir Deep Purple á tónleikum í Laugardalshöll 12. júlí. Hljómsveitina skipa Magn- ús Kjartansson, Gunnar Þórðar- son, Ragnar Sigurjónsson, Smári Kristjánsson, Björgvin Gíslason og Ásgeir Óskarsson, auk þess sem reynt verður að fá söngkon- una Shady Owens með í för. „Við erum að pæla í að reyna við hana einu sinni enn,“ segir Magnús, sem gerði garðinn frægan með Trúbroti. Ofurgrúppan, sem hefur enn ekki fengið nafn, hélt fund í hljóðveri Magnúsar á sunnudag þar sem lagðar voru línurnar fyrir framhaldið. „Þetta kom til vegna hvatningar frá þeim sem standa fyrir Purple-tónleikunum og aðdáendum þessa tímabils í íslensku tónlistarsögunni,“ segir Magnús. Draumurinn var að gera grúppu úr liprustu og frískustu aðilum þeirra hljómsveita sem voru vinsælar upp úr 1970 á pro- gressive-tónlistartímabilinu eins og það var oft kallað. Þarna eru menn sem náðu aldrei saman á þessum tíma vegna þess að þeir tilheyrðu sinni klíku og sínum hópi,“ segir hann og lofar flottum tónleikum. „Við ætlum ekki að veigra okkur við að fara í erfiðasta „stöffið“ enda allt saman menn í ágætis formi.“ Aðspurður segir hann það koma til greina að hljómsveitin haldi áfram störfum eftir tónleikana. „Þetta er eins og með landsliðið í fótbolta, það er bara tekinn einn leikur í einu. Þetta er næsti leikur og hann verður spilaður alveg til blóðs. En það svíkst enginn undan kallinu ef það skyldi koma, því þetta er svo- lítið skemmtilegur „katalóg“ sem er að opnast.“ freyr@frettabladid.is Stofna ofurgrúppu Meðlimir Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican hafa snúið bökum saman og stofnað ofurgrúppu fyrir tónleika Deep Purple í Laugardalshöll í júlí. NÝ OFURGRÚPPA Meðlimir nýju ofurgrúppunnar sem hitar upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll í júlí. MYND/ALMA GEIRDAL Magnús kveðst vera mikill aðdáandi Deep Purple eins og flestir frá progressive-tímanum. „Efnið sem eftir þá hljómsveit liggur er ódauðlegt. Þetta er eitt af stóru nöfnunum ásamt Led Zeppelin, Jethro Tull og fleiri sveitum.“ Mikill aðdáandi Deep Purple IRON MAN 3 3D 5.20, 8, 10.10, 10.40(P) LATIBÆR 6 G.I. JOE 2 3D 8 OBLIVION 5.30, 8 SCARY MOVIE 5 10.30 þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð Empire Hollywood reporter T.K. - Kvikmyndir.is H.V.A - FBL 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI H.S. - MBL WALL STREET JOURNAL TIME T.K., KVIKMYNDIR.IS H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ EMPIRE FRÉTTABLAÐIÐ HOLLYWOOD REPORTER -H.S., MBL G.H.J., RÚV NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK. MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! -H.V.A., FBL “FÍNASTI FUGL” - T.K., KVIKMYNDIR.IS - H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HALLE BERRY Í AÐALHLUTVERKI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ - H.S.S., MBL FALSKUR FUGL KL. 6 14 OBLIVION KL. 10 12 / THE CALL KL. 8 - 10 16 SCARY MOVIE 5 KL. 8 14 LATIBÆR KL. 6 L PASSION KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL KL. 8 - 10.10 16 FALSKUR FUGL KL. 8 - 10 14 OBLIVION KL. 9 12 KAPRINGEN KL. 5.45 12 THE CALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 LATIBÆR KL. 4 L FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 SCARY MOVIE 5 KL. 6 - 8 - 10 14 OBLIVION KL. 8 - 10.40 12 G.I JOE RETALATION 3D KL. 10 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ON THE ROAD (16) 20:00, 22:20 IN MEMORIAM (L) 18:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00 THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:10 DÁVALDURINN (16) 22:10 SLÓ Í GEGNA Á ÞÝSKUM KVIKMYNDADÖGUM ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ: 950 KR MIÐINN MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.