Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 22
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 22
Nú rúmri viku bak kosn-
ingum og meðan vöfflu-
bakstur stendur yfir á
vegum framsóknar- og
sjálfstæðismanna er ekki
úr vegi að tjá hug sinn til
kosningaúrslitanna. Hitt
bíður betri tíma að óska
nýrri ríkisstjórn velfarn-
aðar og mun ekki af veita,
hver sem hún verður. Sú
ríkisstjórn mun njóta
góðs af þeim ótvíræða
árangri sem náðst hefur í
efnahagslegri endurreisn
landsins frá hruni. Himinn og haf
eru milli aðstæðna nú og þeirra
fordæmalausu erfiðleika sem við
blöstu á öndverðu ári 2009. Mörg
stór og vandasöm úrlausnarefni
eru engu að síður fram undan og
efnahagsóáran í mestallri Evrópu
smitar í vaxandi mæli hingað
heim. Við þurfum því áfram að
vanda okkur.
Eins og yfirleitt féllu úrslit
nálægt síðustu skoðanakönnun-
um fyrir kosningar en þó vörð-
um við Vinstri græn stöðu okkar
ívið betur en flestar spár höfðu
gert ráð fyrir. Það rímaði vel við
það andrúmsloft sem maður varð
áskynja á lokasprettinum. Við
komum standandi niður eftir vel
útfærða og málefnalega kosninga-
baráttu og engin óábyrg loforð
munu þvælast fyrir okkur í fram-
haldinu. Formaður VG, Katrín
Jakobsdóttir, var að mati undir-
ritaðs og að öllum öðrum ólöstuð-
um sigurvegari þessarar kosn-
ingabaráttu. Skýr, málefnaleg og
traust framkoma hennar skoraði
meðal þjóðarinnar langt út fyrir
raðir þeirra sem að lokum kusu
hreyfinguna.
Komin til að vera
Vinstrihreyfingin grænt fram-
boð verður svo sannarlega hluti
af framtíðinni og er fyrir löngu
komin til að vera í íslenskum
stjórnmálum. Með tæplega 11%
fylgi í þessum kosningum og sjö
þingmenn er okkur ekkert að
vanbúnaði að leggja upp í nýtt
kjörtímabil hvað sem það ber
í skauti sínu og hvaða verkefni
sem það færir okkur í hendur.
Verði hlutskipti okkar stjórnar-
andstaða gefst á nýjan leik meiri
tími og hægari aðstæður til að
sinna innra flokksstarfi, til að
uppfæra og efla málefnastarf
og sinna ýmsu því sem annríki
björgunarstarfsins í ríkisstjórn
í á fimmta ár skammtaði naum-
an tíma. Vissulega getur átt eftir
að reyna á styrk okkar í stjórnar-
andstöðu ef afturhvarf til stefnu
og stjórnarhátta fyrirhrunsár-
anna verður veruleiki stjórnmál-
anna á Íslandi á nýjan leik. En þá
verður það uppbyggilegt aðhald
en ekki einhliða eyðileggingar-
starf í anda fráfarandi stjórnar-
andstöðu.
Að sama skapi erum við reynsl-
unni ríkari og öflugri eftir eld-
skírn í ríkisstjórn við fordæma-
laust erfiðar aðstæður komi til
okkar kasta á þeim vettvangi. Nú,
rétt eins og í upphafi árs 2009,
er það mín sannfæring að við
Vinstri græn eigum að hlýða kalli
ef skyldan bíður og við trúum því
að það verði landi og þjóð til góðs.
Glaðbeitt á vit framtíðarinnar
Með öðrum orðum, við getum lagt
glaðbeitt upp í nýhafið kjörtíma-
bil. Á fundum og í samtölum við
liðsmenn Vinstri grænna undan-
farna daga eftir kosningar skynja
ég samstöðu, bjartsýni og baráttu-
hug. Við getum verið og eigum að
vera stolt af verkum okkar und-
anfarin ár, þó það hafi vissulega
verið ár erfiðra verkefna og fórna.
En hvort tveggja er að stjórnmál
snúast ekki um það að hafa það
huggulegt fyrir sjálfan sig eða
flokk sinn og hitt að menn leggja
nú ýmislegt á sig fyrir minna en
að bjarga landi sínu frá þjóðar-
gjaldþroti. Okkur Vinstri grænum
eru allir vegir færir úr núverandi
stöðu og sama gildir um Ísland
verði málum þess ekki klúðrað.
VG og framtíðin!
Fátt hefur jafnmikil áhrif
á daglegt líf, og þar með
lífsgæði manna, og skipu-
lag byggðar og landnýting-
ar. Sveitarfélögum er falin
mikil ábyrgð með því að
ákvörðunarvald um þessi
atriði er að mestu leyti í
þeirra höndum. Skipulag-
sáætlunum sveitarfélaga
er þannig ætlað að tryggja
faglegan undirbúning og
samráð við íbúa við þróun
byggðar. Skipulagsáætl-
unum, ekki síst deiliskipulagi, er
þó ekki síður ætlað að tryggja fyr-
irsjáanleika um nýtingu fasteigna
og þar með réttaröryggi þeirra ein-
staklinga og lögaðila sem þar eiga
hagsmuni. Það liggur því í eðli deili-
skipulags að því er ætlað að vera
endanlegu og kveða með nokkurri
nákvæmni á um byggingarreiti,
útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Deili-
skipulag skapar m.ö.o. lögmætar
væntingar lóðarhafa um ákveðna
nýtingu lóðar og verðmæti fast-
eignar hans.
En lóðarhafi er vitanlega ekki sá
eini sem hefur hagsmuni af deili-
skipulagi. Og flestir munu vera
sammála um að byggð geti þurft
að fá að taka breytingum í takt
við nýja tíma, nýjar þarfir og nýtt
gildismat. Um það getur þannig ríkt
breið samstaða að samþykkt deili-
skipulag, sem e.t.v. er komið til ára
sinna, sé slæmt og gangi
gegn almannahagsmun-
um með einum eða öðrum
hætti, t.d. með vísan til
varðveislu- og menningar-
tengdra sjónarmiða eða
vegna þess að freklega er
gengið á almannarými og/
eða fyrirliggjandi byggð.
Við þessar aðstæður er
hins vegar iðulega vísað
til af sveitarstjórnum að
ómögulegt sé að breyta
samþykktu deiliskipulagi,
a.m.k. ekki án greiðslu himinhárra
bóta til lóðarhafa, og því talið ills-
kást að semja við lóðarhafa um ein-
hverjar breytingar.
Taka óhrædd slaginn
Eins og sagan sýnir taka sveitar-
félög óhrædd slaginn við nágranna
og íbúa þegar keyra á óvinsælt
deiliskipulag í gegn. Þegar litið
er yfir framkvæmd síðustu ára-
tuga eru þau mál hins vegar telj-
andi á fingrum annarrar handar
þar sem sveitarstjórn lætur reyna
á raunverulegan rétt lóðarhafa
til skaðabóta vegna skerðingar á
byggingarmagni skv. áður sam-
þykktu deiliskipulagi. Það er því
ekki við mörg fordæmi að styðjast
þegar leggja á mat á umfang bóta-
skyldu sveitarfélags. Skv. almenn-
um reglum er þó ljóst að lóðarhafa
ber að sýna fram á tjón sitt og ber
einnig skylda til þess að takmarka
það eftir föngum. Mat á bótum
getur heldur ekki eingöngu miðast
við byggingarmagn heldur verður
að taka tillit til allra þátta sem hafa
áhrif á verðmæti viðkomandi fast-
eignar.
Á undanförnum misserum hafa
orðið nokkrar umræður um hvort
rétt sé að huga að endurskoðun
lagareglna víðvíkjandi bótarétti
lóðarhafa við þær aðstæður sem
hér um ræðir. Slík endurskoðun má
heita eðlileg í ljósi þess að sú stefna
hefur í raun aldrei verið mörkuð af
löggjafanum að réttur lóðarhafa
eigi að vera ríkari en leiðir af eign-
arréttarvernd stjórnarskrár. Án
tillits þessa getur það verið eðli-
leg krafa að eitthvert mat sé lagt
á fyrirsjáanlega fjárhæð bóta and-
spænis vondu og úreltu skipulagi
sem hrinda á í framkvæmd eða
semja á um lítið breytt við lóðar-
hafa. Aðeins að fengnu slíku mati
er hægt að taka upplýsta afstöðu
til þess hvort almannahagsmunir
helgi í raun og veru þá niðurstöðu
að una við gerðan eða lítt breyttan
hlut. Það kostar nefnilega einnig að
búa til frambúðar við vont skipulag
þótt sá kostnaður verði ekki alltaf
metinn til peninga.
Er ómögulegt að
breyta vondu skipulagi?
Um miðjan tíunda ára-
tug síðustu aldar áttu sér
stað viðamiklar breyting-
ar innan stjórnsýslunnar
undir formerkjum nýskip-
unar í ríkisrekstri með
áherslu á aukna valddreif-
ingu og aukið sjálfstæði
stofnana. Þessar breyt-
ingar höfðu það m.a. í för
með sér að ákveðið var að
formfesta samskiptin á
milli ráðuneyta og stofn-
ana. Fóru þá ráðuneytin
að gera árangursstjórn-
unarsamninga við stofn-
anir, m.a. til þess að skýra ábyrgð
beggja aðila og tryggja markvisst
eftirlit með starfsemi stofnana.
Þetta fyrirkomulag er enn við lýði
í dag og hafa margvíslegar úttekt-
ir verið gerðar á því í gegnum árin
af ráðuneytum, Ríkisendurskoðun
o.fl. Árið 2001 var ein fyrsta úttekt-
in gerð meðal forstöðumanna og
leiddu niðurstöður í ljós að marg-
ar stofnanir áttu nokkuð í land
að þessu leyti. Ótímabært var að
segja að árangursstjórnunarhugs-
unin hefði skotið þar rótum. Reynt
var að bregðast við þessu m.a. með
því að kynna til leiks stefnumiðað
árangursmat (balance scorecard),
auk þess sem búin var til handbók
um árangursstjórnun fyrir ráðu-
neyti og stofnanir.
Innleiðing stefnumiðaðs árang-
ursmats hjá stofnunum gekk mis-
jafnlega vel fyrir sig, en þó eru
stofnanir sem styðjast enn í dag við
tækið með ágætis árangri. Eins og
forstöðumenn ríkisstofnana þekkja
vel þá hefur mikil gróska verið í
stjórnunarfræðum á síðastliðnum
árum samhliða tæknibyltingu í upp-
lýsinga- og samskiptamálum. Þetta
hefur leitt til aukinnar meðvitundar
hjá hinu opinbera um að stofnanir
og ráðuneyti þurfi að vera stöðugt
að endurmeta starfsemina og þjón-
ustu sína í samræmi við tæknifram-
farir og kröfur almennings.
Fjármála- og efnahagsráðuneyt-
ið hefur haft veg og vanda af því
að skoða, meta og innleiða hér á
landi stjórnunaraðferðir og tæki
fyrir ríkisreksturinn. Jafnframt
hefur ráðuneytið haft það að leið-
arljósi að tækin og aðferðirnar geti
nýst öllum eða meirihluta
stofnana. Þó ekki hafi verið
unnið markvisst að því síð-
astliðin ár að innleiða nýja
aðferðafræði eða stjórnun-
artæki þá er ekki skortur á
aðferðum og tækjum í boði.
Aftur á móti eru þau ekki
öll hentug fyrir það stofn-
anaumhverfi sem finna
má hér á landi. Marg-
breytileiki stofnana ríkis-
ins, stærð þeirra, umfang,
rekstrarfyrirkomulag og
fleira gerir það að verkum
að tækin henta misvel.
CAF-sjálfsmatslíkanið
Síðan 2011 hefur fjármála- og
efnahagsráðuneytið unnið að því
að meta fýsileika þess að innleiða
sjálfsmatslíkan fyrir stjórnsýsl-
una. Erlendis hefur reynslan af
slíkum líkönum verið góð, bæði
fyrir einkageirann og opinbera
geirann. CAF-sjálfsmatslíkanið
(Common Assessment Framework)
hefur verið skoðað sérstaklega en
það var hannað í Evrópu um alda-
mótin fyrir opinberar stofnanir og
sveitarfélög. CAF-líkanið er byggt
á grundvelli EFQM-líkansins, sem
er eitt mest notaða matslíkanið í
einkageiranum í Evrópu. CAF-not-
endur (ráðuneyti, stofnanir, sveitar-
félög og alþjóðastofnanir) eru yfir
3.000 talsins og fer fjölgandi en þá
má finna í flestum ríkjum Evrópu,
í Asíu, Mið-Ameríku og á fleiri stöð-
um.
Líkanið hefur verið notað í
þrenns konar tilgangi, (1) sem
stjórntæki og til að auðvelda
yfirsýn yfir starfsemina, (2) sem
greiningartæki til að meta þörf
fyrir umbætur og (3) sem viðmið-
unartæki til að bera saman árangur
við aðrar stofnanir sem skara fram
úr. Aðferðafræðin miðar fyrst og
fremst að því að stuðla að hámarks
skilvirkni í rekstri og bæta arð-
semi, auka tryggð starfsmanna og
byggja upp árangursdrifinn teym-
isanda.
Tilraunaverkefni
CAF-sjálfsmatslíkanið hefur
almennt ekki verið tekið upp á
Íslandi þó dæmi sé um að stofn-
anir hafi notað CAF. Um mitt ár
2011 hóf fjármálaráðuneytið sam-
starf við velferðarráðuneytið um
að vinna að innleiðingu CAF á
Íslandi. Ákveðið var að hefja til-
raunaferli með því að prufakeyra
CAF hjá fimm stofnunum. Tilgang-
urinn var að afla upplýsinga um
tækið svo að hægt væri að meta
fýsileika þess og taka ákvörð-
un um hvort CAF væri tæki sem
stofnanir á Íslandi gætu almennt
notað. Með tilraunaferlinu var því
verið að skoða áhrif CAF-líkansins
á starfsemi stofnana, safna upplýs-
ingum er snúa að framkvæmd og
úrvinnslu en jafnframt meta hvort
þróa þyrfti aðferðina frekar.
Tilraunaferlinu er nú lokið og
má segja að tilraunastofnanir séu
almennt ánægðar með CAF-sjálfs-
matslíkanið. Flestar stofnanir sjá
fyrir sér betri nýtingu fjármuna
m.a. með endurskoðun á forgangs-
röðun verkefna í samræmi við þarf-
ir viðskiptavina. Einnig sjá stofnan-
ir fyrir sér breytingar á verklagi og
skipulagi til að ná betur markmið-
um stofnana. CAF-sjálfsmatslík-
anið hefur sannað að það geti leitt
til úrbóta á öllum helstu sviðum er
tengjast rekstri ríkisstofnana. CAF
kemur ekki í staðinn fyrir framan-
greinda árangursstjórnunarsamn-
inga. Aftur á móti geta upplýsing-
ar sem verða til við framkvæmd
sjálfsmats hjá stofnun eða ráðu-
neyti nýst við stefnumótun og gerð
árangursstjórnunarsamninga.
Varðandi framhaldið þá mun fjár-
mála- og efnahagsráðuneytið áfram
gegna miðlægu hlutverki innan
Stjórnarráðsins í tengslum við CAF-
verkefnið og tryggja þar með að
tækið verði kynnt og að aðilar geti
nálgast þau verkfæri sem nauðsyn-
leg eru svo að framkvæma megi
sjálfsmatið. Frekari upplýsingar um
CAF-sjálfsmatslíkanið og tilrauna-
verkefnið má nálgast vef á fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins.
Markviss ríkisrekstur
með CAF-sjálfsmati
➜ Við getum verið
og eigum að vera
stolt af verkum okkar
undanfarin ár, þó það
hafi vissulega verið
ár erfi ðra verkefna og
fórna.
➜ Flestar stofnanir sjá fyrir
sér betri nýtingu fjármuna
m.a. með endurskoðun á for-
gangsröðun verkefna…
➜ Eins og sagan sýnir taka
sveitarfélög óhrædd slaginn
við nágranna og íbúa…
STJÓRNMÁL
Steingrímur J.
Sigfússon
atvinnuvega- og
nýsköpunar-
ráðherra
RÍKISREKSTUR
Pétur Berg
Matthíasson
stjórnmála- og
stjórnsýslufræð-
ingur í fj ármála-
og efnahags-
ráðuneytinu
SKIPULAGSMÁL
Skúli Magnússon
héraðsdómari og
dósent við laga-
deild H.Í.
haldin á h ótel H úsavík 1 1. m aí 2 013
klukkan 11:00–17:00.
Ráðstefnan e r opin ö llum.
Þátttaka t ilkynnist umfi@umfi.is
Stefnumótandi ráðstefna
um Landsmót UMFÍ