Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGStór eldhús MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Skemmt iferðask ipið R MS Queen Mary 2 var sjósett árið 2004. Skipið var nefnt eftir RMS Queen Mary sem byggt var árið 1936. Þegar skipið var byggt árið 2003 var Queen Mary 2 lengsta, breiðasta og hæsta farþega- skip heims en heldur þeim titli þó ekki lengur. Skipið siglir milli Sout- hampton og New York en fer einnig reglulega í heimsferðir. Um borð í Queen Mary 2 eru níu eldhús þar sem 150 kokkar búa til sextán þúsund máltíðir daglega og hverja þeirra eftir pöntun. Átta- tíu aðrir starfmenn starfa í eldhús- unum, þar á meðal uppvaskarar sem þrífa 88 þúsund diska og glös á hverjum degi. Á skipinu er bakarí sem starfar allan sólarhringinn. Þá eru um borð risastór matarbúr og kæligeymslur fyrir ávexti og græn- meti. Þar má líka finna herbergi sem er sérhannað fyrir banana. Yfirkokkurinn um borð er Klaus Kremer frá Köln í Þýskalandi en hann gengur tuttugu kílómetra á hverjum degi til að fylgjast með því sem er að gerast í eldhúsum skipsins. Farþegar Queen Mary 2 eru tvö til þrjú þúsund talsins og starfs- menn eru í kringum þúsund frá fimmtíu þjóðlöndum. Því er ljóst að magn matar sem eldaður er í eld- húsum skipsins er ótrúlegt. Kremer yfirkokkur leggur mikla áherslu á að elda allt frá grunni. Til dæmis eru ekki notaðar neinar til- búnar sósur eða grunnar. Þá er á hverjum morgni búinn til kraftur úr beinum frá kvöldinu áður. Á einni viku elda kokkar skipsins 12 tonn af kjöti, 12 tonn af sjávar- réttum og 12 tonn af kjúklingi. Kjötið er allt unnið í sérstöku kjöt- vinnsluherbergi. Í bakaríi skips- ins er allt bakað frá grunni og til dæmis eru búin til 800 smjördeigs- horn daglega og yfir þúsund heil- hveitikökur eða „scones“. Stéttaskiptir veitingastaðir Um borð í Queen Mary 2 eru fimm- tán veitingastaðir, fimm sund- laugar, spilavíti, danssalur, leikhús og stjörnuskáli. Einnig má þar finna hundabyrgi og vöggustofu. Queen Mary 2 er eitt af fáum skipum í heiminum þar sem enn má finna leifar af stéttaskiptingu. Það helgast aðallega af því að aðgangur að veit- ingastöðum er takmarkaður eftir búsetu farþega á skipinu. Flestir farþegar snæða í Britt- annia sem hefur sæti fyrir 1.350. Princess Grill og Queens Grill eru fyrir „fína fólkið“ í svítunum og stærri klefum. Kings Court býður upp á hlaðborð með mat frá mis- munandi löndum. Todd English veitingahúsið þykir fínt en þar þarf að borga aukalega fyrir matinn. Staðurinn heitir eftir vin sælum bandarískum kokki og réttirnir eru svipaðir þeim sem eru í boði á veitingahúsum Todd English í Bo- ston, New York, Las Vegas, Aspen og Washington DC. Í eldhúsi Maríu drottningar Kokkar og aðstoðarfólk þeirra um borð í skemmtiferðaskipum hafa í nógu að snúast og elda ofan í nokkur þúsund manns á hverjum degi. Um borð í Queen Mary 2 ræður þýskur yfirkokkur yfir 150 kokkum sem elda sextán þúsund máltíðir daglega. RMS Queen Mary 2 var lengsta, hæsta og breiðasta farþegaskip veraldar þegar það var byggt árið 2003. NORDICPHOTOS/GETTY Kokkur um borð í Queen Mary 2 útbýr nokkra af þeim sextán þúsund réttum sem fara um eldhús skipsins daglega. Íslensk ameríska (Ísam) var stofnað árið 1964 og fagnar því fimmtíu ára afmæli á næsta ári. Fyrirtækið hefur um átta ára skeið rekið svokallaða horeca-deild en nafn hennar er dregið af ensku orðunum hotel, restaurant og ca- tering. Deildin sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna, í að útvega aðföng í stóreldhús, veitingahús, kjötvinnslur og kjötbúðir, bakarí, fiskvinnslur og fiskbúðir, auk osta- og ísgerða. Haraldur Pétursson, rekstrarstjóri deildarinnar, segir viðskiptavinahópinn stóran og fjölbreyttan enda bjóði fyrir tækið upp á mikið úrval fjölbreyttra vara. „Deildin okkar býður upp á gríðar- lega mikið úrval af ýmsu hráefni til matvælaframleiðslu og um búðir. Við bjóðum upp á mikið úrval af bökunarvörum, marineringum, kryddi, kjötkrafti og sósum. Einnig höfum við mikið úrval af bökkum af ýmsum stærðum og gerðum, kaffi, frosnu grænmeti og ávöxtum og niðursoðinni vöru, meðal ann- ars frá ORA, en þar erum við lík- legast sterkastir.“ Fyrir stuttu hóf Ísam sölu á frá- bæru sjávarsalti frá breska fyrir- tækinu Cornish. „Þetta er mikil gæðavara. Gordon Ramsey og margir þessara þekktu sjónvarps- kokka í Bretlandi nota það nú þegar. Sjávarsaltið er unnið á vist- vænan hátt í vinnslustöðvum sem standa við hreinar strendur. Vegna hreinleika þess gefur það aukið bragð og fyllingu við matreiðslu miðað við hefðbundið salt. Auk þess þarf ekki að nota eins mikið magn og þegar hefðbundið salt er notað. Þar sem vinnsluaðferð salts- ins tryggir hreint og náttúrulegt salt án aukaefna varðveitast yfir sextíu nauðsynleg stein- og snefil- efni í saltinu.“ Mikil reynsla Sjö starfsmenn starfa við deildina og eru þeir hoknir af reynslu að sögn Haraldar. „Við kappkostum að vera með lipra og góða þjón- ustu. Ef pöntun berst fyrir hádegi af greiðum við hana eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu. Við búum yfir stórum bílaflota sem hefur toppmenn við stýrið. Hér vinna auk þess margir fagmenn með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Í hópnum okkar má meðal annars finna bak- ara, þjón, kjötiðnaðarmenn, mat- reiðslumenn og fleira gott fólk. Svo fjölbreyttur og góður bakgrunnur á stóran þátt í hversu góða þjónustu við getum veitt ólíkum fyrirtækjum landsins.“ Vegna fjölbreyttrar reynslu starfsmanna og breiðrar vöru- línu er Ísam í stakk búið til að veita viðskipta- vinum ýmsa tækni- lega aðstoð varð- andi vöruþróun. „Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða nýja rétti í mötuneytið eða fjölda- framleiðslu á matvöru. Ef viðskiptavinir okkar vilja til dæmis hefja framleiðslu á kjötbollum getum við komið á stað- inn og þróað með þeim uppskriftir. Sama á við um brauð, kökur og ýmsa drykki. Þannig getum við enn frekar þjónustað við- skiptavini okkar og komið með nýjar hugmyndir fyrir þá. Þannig hjálpum við þeim að vaxa og breikka vöruúrval sitt.“ Bakhjarl íslenskrar matvæla- framleiðslu Undanfarin ár hefur Íslensk ameríska verið leiðandi afl í íslenskri matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur aukið vöruúrvalið og þjónustu sína jafnt og þétt undanfarin ár. Í dag þjónustar fyrirtækið flestar greinar matvælaframleiðslu með vörum sínum og ráðgjöf í vöruþróun. Hjá horeca-deild Ísam starfar fagfólk með fjölbreyttan bakgrunn. Haraldur Pétursson er þriðji frá vinstri. MYND/PJETUR Fyrir stuttu hóf Ísam sölu á frábæru sjávar- salti frá breska fyrirtækinu Cornish. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.