Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 29
STÓR ELDHÚS MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2013 Kynningarblað Eldunartæki, borðbúnaður, matvæli og hreinsiefni. Markmið okkar í Olís eru heildarlausnir fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, þar með talið í rekstri eldhúsa, mötu- neyta og veitingastaða því við viljum auðvelda viðskipta vinum okkar í hvívetna að ná fram hagræðingu í rekstri,“ segir Eggert Bjarnason, sölu- og þjónusturáðgjafi heildsölu- og rekstrarvörudeildar Olís. Á allra næstu dögum opnar Olís nýja og glæsilega verslun þar sem eldhúsverk verða meðal ann- ars í brennidepli og hvers kyns búnaður til þeirra í hávegum hafður. Þar mun lipurt þjónustu- fólk aðstoða viðskiptavini með til- liti til þarfa hvers og eins. „Enn hvílir leynd yfir nafni verslunarinnar og verður ekki gefið upp fyrr en búðin verður opnuð með pompi og prakt,“ útskýrir Eggert leyndardómsfullur á svip. „Í versluninni verður meðal annars á boðstólum allt sem stór eldhús, mötuneyti og veitinga- staðir þarfnast og mikið um gagn- legar nýjungar. Þar má nefna Solid, nýtt Svansvottað þvottaefni í upp- þvottavélar, sem kemur í fimm kíló- gramma umbúðum og er sett í sjálf- virkan sápuskammtara sem Olís setur upp fyrir viðskiptavini sína. Þá bjóðum við nýtt sótthreinsi- efni fyrir veitingahús sem ætlað er til hreinsunar og sótthreinsunar á borðum í eldhúsi og veitingasal og er afar handhægt og drjúgt.“ Eggert bætir við að í verslun Olís fáist heildarlína hreinsiefna með Svansvottun og ýmsar aðrar umhverfisvottaðar vörur. „Sífellt f leiri kjósa umhverfis- vænan rekstur í stóreldhúsum og við mætum þeim með grænum lausnum á öllum sviðum.“ Eggert segir allt sem eitt eldhús þarfnast fást í ríkulegu úrvali, af- bragðs gæðum og á góðu verði í nýju Olís-búðinni. „Í samstarfi við erlenda birgja vinnum við markvisst að því að bæta vöruúrvalið. Við mætum því þörfum markaðarins með nýjum vörum frá traustum birgjum og þrautreyndum vörumerkjum. Þar má nefna glæsilegar servíettur og kerti, matarfilmur- og pappír, ein- nota borðbúnað, einnota hlífðar- fatnað og hreinsiefni af öllu tagi.“ Eggert leggur áherslu á að allir séu velkomnir í nýju Olís-búðina. „Verslunin höfðar til allra, ein- staklinga jafnt sem fulltrúa stofn- ana og fyrirtækja og þeirra sem sjá um innkaup heimilisins.“ Allt til hagkvæmra eldhúsverka Á næstu dögum opnar ný og glæsileg Olís-verslun með vörur til hvers kyns eldhúsreksturs auk annarra rekstrarvara. Olís vinnur markvisst að því að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og frábærar vörur frá traustum birgjum, á samkeppnishæfu verði. Bökunarpappír, plastfilmur, bakkar, form og einnota borðbúnaður eru meðal þess sem mun fást í nýju Olís-búðinni. MYND/STEFÁN Eggert Bjarnason, sölu- og þjónusturáðgjafi, með nýja Svansvottaða Solid-uppþvotta- efnið og nýtt, öflugt sótthreinsiefni fyrir borð af öllu tagi í eldhús- og veitingarekstri. MYND/STEFÁN Servíettur, kerti og borðdúkar í stíl og öllum regnbogans litum fást í nýrri eld- húsverslun Olís. MYND/STEFÁN HVAÐ SEGJA VIÐSKIPTAVINIR? Við höfum notað Solid- sápuna frá því hún kom fyrst á markað og hún hefur sparað okkur mikla fjármuni. Solid er miklum mun drýgri en sápan sem var fyrir og notum við einn dunk á hálfum mánuði í stað tveggja á viku áður. Solid þrífur líka mjög vel og jafnvel betur en hin. Þá er þjónusta Olís til fyrirmyndar. Elva Hjörleifsdóttir, veitinga- stjóri á Caruso. Nýja þvottaefnið er algjör bylting og þrífur miklu betur en það gamla. Oft fengum við diska með matarleifum á úr uppþvottavélinni en með Solid kemur leirtauið glans- andi hreint úr vélinni. Við finnum líka mikinn mun á því þegar vélin er opnuð að gufan fer ekki í vitin á okkur eins og með gamla efninu. Þá er algjör snilld að þurfa ekki lengur að skammta þvottaefnið í vélina því með Solid er það sjálfvirkt. Það allra besta við Solid er þó að sápan er græn og umverfis- væn. Hún er það besta sem við höfum notað. Kristín Hjaltadóttir og Sigríður Jósepsdóttir, matráðar í Frysti- húsi Samherja Ísland á Dalvík. PI PA R\ TB W A - SÍ A - 13 14 75 Rekstrarvörudeild Olís býður mikið úrval rekstrarvara fyrir matvælavinnslu og veitingahús. Vörurnar eru þaulreyndar við íslenskar aðstæður og þeir sem þekkja þær vita að þeir geta stólað á gæðin. · Kvoðuhreinsiefni· Sótthreinsiefni· Hreingerningaefni á gólf, veggi og aðra harða fleti· Handsápur, -sótthreinsir og -áburður· Uppþvottalögur og -gljái· Hreinlætispappír· Hreingerningaáhöld og -tæki· Einnota hlífðarfatnaður· Plastpokar· Vinnufatnaður Ítrustu kröfur um hreinlæti REKSTRARVÖRUR Sími 515 1100 | pontun@olis.is | olis.is Nánari upplýsingar á olis.is, í síma 515 1100 eða hjá næsta útibúi Olís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.