Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 52
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 40 „Þetta var rosalega skemmtilegt ævin- týri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljós- myndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasam- keppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norður- ljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibif- reið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokk- urri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðal flokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þús- und dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com. - fb Fékk ljósmyndaverðlaun í Dubai Oscar Bjarnason vann til verðlauna fyrir norðurljósamynd frá Straumsvík. ÖNNUR VERÐLAUN Oscar tekur við verðlaununum fyrir ljósmynd sína úr höndum Sheikh Ham- dan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum í Dubai. ➜ Fimm ljósmyndir Oscars voru einnig verðlaunaðar af One Eyeland sem er vefsíða fyrir áhugaljósmyndara. Söngkonan Lauryn Hill var á dögunum dæmd í þriggja mán- aða fangelsi fyrir að hafa svikið undan skatti. Hill játaði að hafa vísvitandi ekki borgað skatt af um 250 milljónum króna sem hún vann sér inn á árunum 2005- 2009. Auk fangelsisvistarinnar þarf Hill að borga upphæðina til baka auk vaxta og sektar. Einnig verður Hill á skilorði í eitt ár eftir afplánun ásamt því að vera í stofufangelsi í einn mánuð. Hill er sex barna móðir og hefur unnið fimm Grammy-verð- laun á ferli sínum. Dæmd í þriggja mán- aða fangelsi Blátt M&M-sælgæti með hnetu- fyllingu varð Liam Gallagher næstum að aldurtila fyrir skemmstu. Söngvarinn borðaði sælgætið á hótelherberginu sínu á tónleikaferðalagi og fékk bráða- hnetuofnæmi í kjölfarið, en slíkt hafði aldrei hent þann óstýriláta áður. „Ég hef gert ýmislegt um ævina, en mig grunaði aldrei að eitt andskotans M&M-nammi myndi geta drepið mig,“ sagði Gallagher í viðtali við The Sun. Í sama viðtali greindi söngv- arinn einnig frá því að ef hann hefði fengið að ráða hefði nýjasta plata hljómsveitar hans, Beady Eye, verið látin heita „Universal Gleam“. Næstum dáinn eft ir nammiát JÁTAÐI Lauryn Hill játaði brot sitt fyrir dómara í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY LIAM GALLAGHER Slapp vel frá bráðaofnæminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.