Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 2
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Við erum
að vinna við að
greina þessar
upplýsingar og
við munum á
næstu vikum
taka ákvarðanir hvort að
við þurfum að fá frekari
upplýsingar…
Róbert Spanó, lögmaður
og settur umboðsmaður Alþingis
SAMKEPPNISMÁL
Fyrirstaða við Jökulsárlón
Samkeppniseftirlitið vill að sveitar-
félag Hornafjarðar útskýri hvað standi
í vegi fyrir því að heimila Must Visit
Iceland ehf. áframhaldandi rekstur við
Jökulsárlón og hvernig til standi að
haga skipulagi svæðisins til frambúðar.
FERÐAÞJÓNUSTA
Fjölgun gistinótta
Gistinætur á hótelum í mars voru
163.200 í marsmánuði og fjölgaði
um 22 prósent frá í fyrra. Gistinætur
erlendra gesta voru um 79 prósent af
heildarfjölda gistinátta í mánuðinum
og fjölgaði þeim um 26% frá sama
tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði gisti-
nóttum Íslendinga um tíu prósent.
MEXÍKÓ, AP Minnst nítján létust og tæplega fjörutíu slösuðust þegar
gasflutningabíll sprakk í loft upp skammt norðan Mexíkóborgar í
Mexíkó snemma í gærmorgun.
Mikill eldur blossaði upp þegar sprengingin varð og barst hann
í nærliggjandi bíla og hús. Alls brunnu um fimmtán bílar og eldur
kviknaði í 27 húsum. Lögreglumenn sögðu í gær ekki útilokað að tala
látinna gæti hækkað. Enn var verið að leita í rústum húsa og flökum
bíla.
Bíllinn lenti í árekstri, sem varð til þess að hann sprakk. Slysið
vakti athygli á tveimur öryggisvandamálum í Mexíkóborg, miklum
þungaflutningum bíla, sem lenda reglulega í alvarlegum slysum, og
byggingu húsa alveg við stórar hraðbrautir. - þeb
Vekur athygli á öryggisvandamálum í Mexíkóborg:
Nítján látnir eftir gassprengingu
ALELDA Fjöldi bíla á hraðbrautinni brann í slysinu, sem varð fyrir dagrenningu í
Mexíkó. NORDICPHOTOS/AFP
SPURNING DAGSINS
PATREKSFJÖRÐUR „Þetta var hlut-
verkalaust hús í anddyri þorpsins
og hafði ekki verið notað síðan
rétt fyrir aldamót,“ segir Ólafur
Sæmundsson húsasmíðameistari,
sem leggur nú lokahönd á nýtt 40
herbergja, þriggja stjörnu hótel
við Aðalstræti 100 á Patreks-
firði sem verður opnað í lok mán-
aðarins.
Húsið sem um ræðir var byggt á
árunum 1938-39 og þá sem frysti-
hús. Árið 1961 var frystigeymsla
byggð við húsið en 1981 var frysti-
húsinu sjálfu breytt í sláturhús.
Húsið stóð sem fyrr segir autt til
lengri tíma en nú hefur það fengið
nýtt hlutverk. Ólafur starfar sem
byggingarstjóri en rekstur hótels-
ins verður í höndum Fosshótela.
„Það var ekkert hótel á Pat-
reksfirði fyrir, aðeins gistiheim-
ili,“ segir Ólafur. „Hér eru mikil
náttúrundur og mikil náttúra til
að sýna en það hefur háð sunnan-
verðum Vestfjörðum að það hefur
ekki verið neitt hótel sem hefur
getað tekið á móti stórum hópum.
Hér fá allir prívatherbergi með
baði og svo verður boðið upp á
fínan dinner.“
Þegar Ólafur, sem rekur verk-
takafyrirtækið TVT í félagi við
Guðmund Kjartansson húsasmíða-
meistara, tók við húsinu var það
stórt, gluggalaust verksmiðjuhús.
Fyrsta verk var því að saga út
glugga. Byggingavinnan hefur nú
staðið yfir í tæpt ár. Hótelið á að
opna 20. maí og það er fullbókað
24. maí.
Þetta er ekki fyrsta verkið sem
Ólafur kemur að á Patreksfirði.
Hann breytti gamla stúkuhúsinu
í kaffihús sem hóf rekstur í fyrra.
„Hnignunartímabilið hér hófst
í kringum árið 1989 en ég hef
verið svo heppinn að fá að taka
þátt í þessum viðsnúningi. Nú eru
tvö laxeldisfyrirtæki sem starfa
hér svo það er mikil jákvæðni og
gróska í gangi sem á eftir að skapa
ný störf og veita fólki atvinnutæki-
færi.“
Ólafur segir að þegar hrunið
hafi orðið á Íslandi hafi fyrirtæki
hans ekki horft til Noregs heldur
landsbyggðarinnar. „Það er fullt
af tækifærum og atvinnuuppbygg-
ingu um land allt og við erum bara
að sinna því,“ segir hann.
Og Ólafur er stoltur Patreksfirð-
ingur. „Hér er ég fæddur og uppal-
inn og stoltur af því. Ég hef aldrei
farið þó að ég hafi haft viðveru
annars staðar. Ég hef komið hingað
á hverju ári í verk og viðhald á
húsum. Þetta er þorpið mitt, það ól
mig upp og fyrir vikið skulda ég
því mikið.“ kristjan@frettabladid.is
Breytir sláturhúsi í
þriggja stjörnu hótel
Húsasmíðameistari leggur nú lokahönd á nýtt hótel sem verður opnað í gamla
sláturhúsinu á Patreksfirði. Hann gerði einnig upp gamla stúkuhúsið í bænum sem
nú er starfrækt sem kaffihús. Þorpið ól mig upp og ég skulda því, segir hann.
NÝJA HÓTELIÐ Ólafur Sæmundsson stendur hér við nýja hótelið. Framkvæmdir við
það hófust 1. júlí í fyrra en hótelið verður opnað í lok mánaðarins. MYND/ÚR EINKASAFNI
Hér eru mikil náttúru-
undur og mikil náttúra
til að sýna en það hefur
háð sunnanverðum Vest-
fjörðum að það hefur ekki
verið neitt hótel sem hefur
getað tekið á móti stórum
hópum.
Ólafur Sæmundsson
húsasmíðameistari
Finnur, er þetta ekki að sækja
vatnið yfir lækin?
„Nó komment… “
Finnur Friðriksson, dósent við HA, rann-
sakaði muninn á hegðun kynjanna út frá
ummælum þeirra á Facebook.
Til leigu verslunarhúsnæði við Fjarðargötu 19 í miðbæ Hafnarfjarðar.
Hægt er að leigja húsnæði á bilinu 130 til 364,2 fermetrar.
Góð bílastæði, gott aðgengi og stórir gluggar. Húsnæðið er laust.
Uppl. veita Úlfar Þór Davíðson s: 897-9030 og
Gunnar Skúli Guðjónsson 696-7008
Til leigu verslunarhúsnæði
á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar
TIL
LEI
GU
STJÓRNSÝSLA „Við erum að vinna
við að greina þessar upplýs ingar
og við munum á næstu vikum
taka ákvarðanir um hvort að
við þurfum að fá frekari upplýs-
ingar um þessi atriði sem ég er að
skoða,“ segir Róbert Spanó, settur
umboðsmaður Alþingis, um heim-
sókn sína á Litla-Hraun.
Róbert fundaði með starfsfólki
fangelsisins, heilbrigðisstarfs-
fólki sem sinnir heilbrigðisþjón-
ustu í fangelsinu, fulltrúum frá
Fangelsismálastofnun og innan-
ríkis ráðuneytinu og Afstöðu,
félagi fanga.
Tilgangur heimsóknarinnar er
að leggja mat á hvort aðstæður í
fangelsinu, aðbúnaður fanga og
verklag við ákvörðunartöku um
réttarstöðu þeirra samrýmist
ákvæðum stjórnarskrárinnar,
Mannréttindasáttmála Evrópu,
laga og reglugerða um fullnustu
refsinga auk meginreglna stjórn-
sýsluréttar. Hann hafði til hlið-
sjónar skýrslu CPT- nefndarinnar
(Evrópunefndar um varnir gegn
pyntingum og ómannlegri eða
vanvirðandi meðferð eða refs-
ingu) sem gerð verður opinber á
næstu vikum.
Róbert hitti einnig að máli
fanga sem óskuðu eftir samtali.
Hann segist vera að íhuga hvort
tilefni sé til að eiga frekari fundi.
„Þá með fulltrúum fangelsisyfir-
valda og þá hugsanlega innan-
ríkis ráðuneytisins og velferðar-
ráðuneytisins og þá sérstaklega
hvað varðar heilbrigðismálefni
fanga.“ - hó
Umboðsmaður Alþingis metur aðstæður á Litla-Hrauni í kjölfar skýrslu CPT-nefndar Evrópuráðs:
Vinnur úr viðtölum við starfsfólk og fanga
STJÓRNMÁL Formennirnir Bjarni Benediktsson og Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson segja að ráðherra skipan
eða breytingar varðandi ráðherrafjölda hafi ekki enn
komið alvarlega til tals í viðræðum um myndun ríkis-
stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Hingað til hafi viðræðurnar gengið vel, og búast
þeir við að línur gætu farið að skýrast öðru hvorum
megin við helgina. Formlegar viðræður hófust á
sunnudag. „Hingað til höfum verið að ræða stóra
samhengið þar sem efnahagsmálin eru fyrirferðar-
mikil,“ segir Bjarni. „Þar erum við meðal annars að
ræða ríkis fjármálin, skattamál og hvernig megi örva
atvinnulífið og koma hagvexti aftur af stað.“
Varðandi hugsanlega ráðuneytaskipan segir Bjarni
að það hafi ekki verið rætt í þaula. „Ég hef tjáð þá
skoðun mína að koma aftur á sérstökum heilbrigðis-
ráðherra, en að öðru leyti hefur stjórnarráðið verið
mjög lítið rætt. Skipting ráðuneyta og slíkt er einfald-
lega ekki komið á dagskrá hjá okkur.“
Sigmundur segir að skuldamál og verðtrygging séu
næst á dagskrá viðræðnanna.
„Við höfum farið frekar vítt yfir sviðið og ekki
sökkt okkur djúpt í neina málaflokka. Ég á von á því
að við höldum því áfram og höfum mörg mál undir
samtímis.“
Varðandi tímaramma fyrir viðræðurnar segir
Bjarni að eftir helgi ætti að liggja fyrir hvort flokk-
arnir hafi náð saman um einstaka þætti og Sigmundur
tekur í sama streng. - þj
Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um stjórnarmyndun:
Ráðherraskipan ekki rædd enn
FUNDAÐ Í GÆR Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson segja að stjórnarmyndunarviðræður gangi vel
og ættu að skýrast um eða eftir næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MENNINGARMÁL Fyrsta tillaga
fyrir tækisins CCP að styttu sem
gefa á Reykjavíkurborg gerði ráð
fyrir að nöfn allra 400 þúsund
notenda Eve-Online tölvuleiksins
yrðu letruð á skjöld á styttunni.
Sjálf átti styttan að vera tæplega
sex metra há á stöpli sem borgin
átti að leggja til.
Safnstjóri Listasafns Reykja-
víkur sagði nöfnin mundu tak-
marka merkingu listaverksins og
koma í veg fyrir að það stæði óháð
hagsmunum einkafyrirtækis. - gar
CCP-stytta sem var hafnað:
Vildu nöfn allra
viðskiptavina