Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGStóreldhús MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20134
Fyrirtækið Gott í kroppinn ehf. framleiðir alls kyns mat-væli úr gæðahráefni. Það er
rekið af Heiðrúnu Sigurðar dóttur
og Sverri Kristjánssyni í stóru iðn-
aðareldhúsi að Ásbrú í Reykja-
nesbæ sem hentar starfseminni
mjög vel. Sverrir hefur áratuga
reynslu af framleiðslu matvæla
ásamt því að hafa starfað sem
kokkur á veitingahúsum. „Rekst-
urinn hefur gengið vonum framar
og skapað rúmlega fjögur störf nú
þegar,“ segir hann.
„Síðla árs 2011 hófum við fram-
leiðslu á nokkrum gerðum af
matar bökum (quiche) og humar-
súpugrunni. Þá hófum við inn-
f lutning á kryddi fyrir stóreld-
hús sem leiddi síðar til þess að við
fórum að framleiða krydd til smá-
sölu í versl unum.
S í ð a n h e f u r
hver varan á
fætur annarri
orðið til,“ segir
Sver r i r. St ra x
í by rjun náðu
Sverrir og Heið-
rún samkomu-
lagi v ið Danco
ehf. um sölu og
dreifingu til veit-
ingahúsa og mötu-
neyta. Síðar kom
Ekran ehf. einn-
ig inn í sölu til stór-
eldhúsa. „Þá erum
við í góðu samstarfi við Hagkaup,
Fjarðar kaup og Melabúðina varð-
andi þróun, markaðssetningu og
sölu á nýjum vörum en margar
verslanir og veitingastaðir á höfuð-
borgarsvæðinu og landsbyggðinni
bjóða upp á vörur frá okkur.“
Markmið fyrirtækisins Gott í
kroppinn hefur frá upphafi verið
að framleiða vörur gerðar úr
gæðahráefni og er hollusta höfð að
leiðarljósi þar sem því er við komið.
„Viðtökur sýna að það hefur tekist
vel og fyrirtækið hefur vaxið frá
upphafi. Við erum óhrædd við að
fylgja óskum kaupenda um breyt-
ingar og viðbætur á vöru flokkum
eftir því hver eftirspurnin á mark-
aðnum er hverju sinni. Það nýjasta
hjá okkur er framleiðsla á grill-
sósum og kryddmariner ingum
f y r ir sumarið,“
segir Sverrir.
Gott í kroppinn
framleiðir meðal
annars humar-
súpu/sjávarrétta-
súpu, g ræn-
metis- og kjöt-
lasanja, heitar
og kaldar sósur,
pitsubotna og
margt fleira, auk
þess sem fyrir-
tækið sérfram-
leiði r v ör u r
f y rir nok kur
fyrirtæki. „Við
framleiðum einnig franska súkku-
laðitertu, eplatertu og hráfæðis-
tertu undir vörumerkinu Mat-
stofan. Toppurinn hjá okkur er svo
köldu sósurnar tzaziki, skyr bear-
naise og karrý/mangó skyrsósa
sem eru allar skráargatsmerktar
hágæða hollustuvörur sem hafa
náð gríðarlegum vinsældum.“
Framsækið fyrirtæki
í örum vexti
Fyrirtækið Gott í kroppinn ehf. framleiðir matvæli úr gæðahráefni og hefur
hollustu að leiðarljósi. Vörurnar eru seldar til veitingahúsa, mötuneyta og
verslana um land allt.
Gott í kroppinn framleiðir meðal annars
humarsúpu, grænmetis- og kjötlasanja,
heitar og kaldar sósur, pitsubotna og
margt fleira. Viðtökurnar hafa verið
vonum framar.
Jamie Oliver lætur útbúa nýtt eldhús fyrir hverja þáttaröð. Þótt oft sé látið að því liggja að hann sé að elda heima hjá
sér er ekki svo. Jamie velur yfirleitt eldhús
í nokkurs konar sveitastíl fyrir sjónvarps-
tökur og bækur. Þar ræður grófleikinn
fremur en nýjasta tíska. Í sjónvarpseldhúsi
eru þó öll nútímaáhöld við höndina. Stór
eyja þar sem sýningin fer fram er nauð-
synleg og ofnarnir eru í handhægri hæð.
Ferskar kryddjurtir eru mikilvægar í mat-
reiðsluþáttum og setja svip á umhverfið.
Árið 1997 var Jamie Oliver ungur kokkur
á veitingastaðnum River Café sem er ákaf-
lega vel metinn og vinsæll staður. Þar réðu
ríkjum þekktir kokkar, Ruth Rogers og Rose
Gray, og gestir gátu fylgst með kokkunum
elda bak við langborð, ekki ósvipað og er
í Kolabrautinni í Hörpu. Ári síðar var ungi
kokkurinn með villta ljósa hárið uppgötv-
aður og fenginn til að gera þáttaröðina The
Naked Chef. Þar með fór boltinn að rúlla og
stjarna varð til.
Fimmtán árum síðar hafði Jamie Oliver
gert 23 matreiðsluþáttaraðir fyrir sjónvarp
sem sýndar eru í fjörutíu löndum. Hann
hefur skrifað fimmtán matreiðslu bækur
sem hafa verið seldar í meira en þrjátíu
milljónum eintaka, hann kemur að tíma-
ritagerð og nafnið hans tengist 38 veit-
ingastöðum um allan heim. Frægðin og
atorkusemin hefur gert hann að 501. ríkasta
manni í Bretlandi en ónefndur er mat-
reiðsluskóli hans, ýmsar „live“ uppá komur
víða um heim og allar vörurnar – bæði eld-
húsáhöld og matvara sem bera nafnið hans.
Þar að auki er hann andlit matvörukeðj-
unnar Sainsbury. Jamie verður 38 ára hinn
27. maí næstkomandi. Hann er orðinn að
stórveldi á viðskipta markaðnum. Jamie
hefur vingast við kóngafólk, stjórnmála-
menn sem aðrar frægar persónur í Bret-
landi og víðar. Jamie og eiginkona hans,
Jools (Juliette Norton), eiga fjögur börn og
fyrirtæki þeirra er talið nokkurra hundr-
aða milljarða virði. Jools starfaði sem fyrir-
sæta þegar þau kynntust. Hjónin eiga stórt
einbýlishús í Primrose Hill og annað hús
í Essex.
Jamie heitir fullu nafni James Trevor
Oliver. Hann ólst upp í Claverin í Essex í
Englandi þar sem foreldrar hans ráku krá.
Hans fyrsta starf á veitingastað var hjá
hinum fræga ítalska matreiðslumanni Ant-
onio Carluccio, þar sem ítölsk matreiðsla
heillaði hann upp úr skónum. Þar kynntist
Jamie leiðbeinanda sínum, Gennari Con-
taldo. Eftir að hafa starfað hjá Carluccio um
tíma flutti hann sig yfir á ítalska veitinga-
húsið The River Café þar sem BBC uppgötv-
aði hann.
Margir telja að Jamie færist of mikið í
fang en að sama skapi er sagt að hann sé
afburðasnjall og afkastamikill maður þótt
ekki hafi hann langa skólagöngu að baki.
Uppáhaldspasta Jools
Þennan pastarétt eldar Jamie oft fyrir konu
sína og segir að taki örfáar mínútur að laga.
Rétturinn er í miklu uppáhaldi hjá Jools,
enda hollur og góður. Uppskriftin er fyrir
sex.
Ólífuolía
1 rauður laukur, smátt saxaður
1-2 chilipipar, fræhreinsið og saxið smátt
1 msk. kanill
Lófafylli af ferskri basilíku, blöðin tekin af
stönglum en þeir síðan saxaðir
2 dósir niðursoðnir plómutómatar (vönduð
tegund)
2 dósir (300 g hver) túnfiskur (vönduð tegund)
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
500 g rigatone eða penne pasta
Safi og börkur af 1-2 sítrónum
Handfylli af rifnum parmesanosti
Þegar sósan er gerð er ólífuolía sett á þykkbotna
pönnu (ef notaður er túnfiskur í olíu þá er gott að
nota þá olíu) og laukur, chilipipar, kanill og basilík-
ustilkarnir settir á meðalheita pönnuna og laukur-
inn látinn mýkjast í 5 mínútur. Þá er sett á fullan hita
og tómatar, túnfiskur og salt sett út í. Skerið tómat-
ana í sundur með skeið á pönnunni. Látið malla í 20
mínútur og bætið vatni út í ef þarf.
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum og
þerrið síðan. Geymið hluta af pastavatninu.
Setjið pastað út í sósuna og bætið basilíkulaufum
saman við, ólífuolíu, sítrónusafa og berki ásamt par-
mesanostinum. Losið um pastað, ef þarf, með örlitlu
af soðvatninu.
Heimurinn féll fyrir nakta kokkinum
Jamie Oliver er einn af ríkustu mönnum Bretlands eftir velgengni sína í sjónvarpseldhúsinu. Velgengni hans hefur verið einstök frá
því hann var uppgötvaður árið 1997.
Eldhúsið sem Jamie Oliver notaði í þáttunum 30-Minute Meals.
Hollywood-stjörnum er ýmislegt til lista lagt því auk þess að leika,
syngja, dansa og keppa í íþróttum eru þær gestrisnar og iðnar við
að bjóða Pétri og Páli upp á dýrindis mat. Hér eru nefndar nokkrar
stjörnur sem eiga eigið veitingahús.
■ Rokkarinn Jon Bon Jovi á veitinga-
húsið Soul Kitchen þar sem ekkert verð
er gefið upp á matseðli og matar gestir
borga það sem þeir vilja eða geta fyrir
máltíðina.
■ Þokkagyðjan Eva Longoria býður gestum
upp á latín-steikur á veitingastaðnum
Beso í Hollywood.
■ Leikkonan Sandra Bullock á veitinga-
húsið Bess Bistro í Austin í Texas. Þar
eru eldaðir bragðmiklir kreóla-réttir.
■ Rapparinn Jay-Z á tvo klúbba sem einn-
ig eru veitingahús undir nafninu 40/40
í New York og Atlantic City. Þar má iðu-
lega sjá hann sjálfan í félagi við fleiri
fræga.
■ Söngkonan Gloria Estefan á veitinga-
húsið Bongos Cuban Café á Miami í
Flórída. Þar er framreiddur kúbverskur
matur í suðrænu andrúmslofti og þegar
kvöldar breytist staðurinn í næturklúbb.
■ Hjartaknúsarinn Ryan Gosling er stoltur
eigandi Tagine, glæsilegs marokkósks
veitingahúss í Beverly Hills.
■ Körfuboltastjarnan Michael Jordan á
þrjú steikhús í New York, Connecticut og
Chicago. Þau bera öll nafn eiganda síns,
Michael Jordan Steakhouse.
■ Söngkonan Gladys Knight á veitinga-
húsið Gladys and Ron’s Chicken and
Waffles í Atlanta. Þar er boðið upp á
hefðbundinn Suðurríkjamat.
■ Íslandsvinurinn og leikstjórinn Quentin
Tarantino á kóreska grillstaðinn Do Hwa í New York.
■ Hollywood-leikarinn Ashton Kutcher á ítalska veitingastaðinn Dole
Enoteca í Atlanta.
■ Hollywood-stjarnan Robert Redford er eigandi veitingahússins
Zoom í Park City, Utah. Þar fæst hefðbundinn bandarískur matur.
■ Söngvarinn Justin Timberlake á tvo staði; ítalska veitingahúsið Des-
tion í New York og grillstaðinn Southern Hospitality.
■ Stórleikarinn Robert De Niro er einnig eigandi tveggja veitingastaða
í New York. Annað er veitingahúsið Locanda Verde í Greenwich-
hótelinu í Tribeca þar sem borinn er fram ítalskur kráarmatur. Hitt
er sushi-veitingastaðurinn Nobu.
Heimsfræg í eldhúsinu