Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 54
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 42 „Katrín og Marteinn eru systkini og frændsystkini mín. Fjölskylda þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði og þau kynntu mig upprunalega fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo þátt í Æringi fyrir þremur árum og kynntist þá fólki sem býr á staðnum. Í haust keyptum við kær- asta mín svo hús í bænum,“ segir Viktor Pétur Hannesson um upp- haf ástarævintýris síns og Stöðvar- fjarðar. Hann skipuleggur tón- listar- og menningarhátíð í bænum ásamt Marteini Sindra og Katrínu Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru H. Björnsson. Hún nefnist Pólar Festival og fer fram helgina 12. til 14. júlí í tengslum við bæjarhátíð- ina Maður er manns gaman. Viktor segir hátíðina eins konar smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk kemur og deilir hæfileikum sínum með öðrum í formi námskeiða og vinnusmiðja. Fjórmenningarnir fengu nýverið peningastyrk frá Austurbrú og var það þeim mikil hvatning. „Með hátíðinni viljum við styrkja þá starfsemi sem er í bænum. Svona hátíðir virðast vera góð leið til að fá fólk á staðinn og það getur svo leitt margt skemmti- legt af sér, eins og sjá má með Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann. Umsóknarfrestur rennur út á föstudag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook. - sm Fjórmenningarnir koma úr ýmsum áttum. Viktor er mennt- aður myndlistarmaður úr LHÍ og nemur nú málmsmíðar. Gígja Sara er menntaður bókmennta- og kvikmyndafræðingur frá Skot- landi. Marteinn er heimspekingur og tónlistarmaður og Katrín hyggur á nám í myndlist eða grafískri hönnun í framtíðinni. Fjölbreyttur bakgrunnur Skipuleggja hátíð á Stöðvarfi rði Fjögur ungmenni setja á fót tónlistar- og menningarhátíðina Pólar í júlí. HÁTÍÐARHÓPUR Viktor Pétur, Mar- teinn Sindri, Katrín Helena og Gígja Sara skipuleggja tónlistarhátíðina Pólar sem haldin verður á Stöðvarfirði í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI THE END– VENICE (2009) Ragnar varð yngsti listamaðurinn til að taka þátt fyrir hönd Íslands í Feneyjatvíæringnum. Á þeim sex mánuðum sem listahátíðin stóð yfir gátu gestir fylgst með honum mála eitt málverk á dag. Fyrirsæta hans var vinur hans, Páll Haukur Björnsson, klæddur Speedo-sundskýlu. Fimm af frægustu gjörningum Ragnars Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. Hin heimsfræga bandaríska hljómsveit The National tók þátt í gjörningi hans í New York á sunnudaginn þegar hún spilaði lag sitt Sorrow í sex klukkustundir. Alls spilaði hún lagið 105 sinnum. „Þetta gekk bara vonum framar. Þeir voru dásamlegir,“ segir myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson um gjörn- inginn. „Þeir voru afskaplega ánægðir og voru að fíla þetta vel,“ segir hann aðspurður hvernig meðlimum hljóm- sveitarinnar hafi fundist að spila sama lagið í sex tíma samfleytt. „Ég er hissa á því hvað þeir voru lítið þreyttir. Þá langaði næstum því til að spila meira.“ Að sögn Ragnars gekk gjörningurinn fullkomlega upp en sjálfur steig hann aldrei upp á svið. „Ég var bara vatns- rótarinn. Ég var að láta þá fá vatn, súkkulaði og brennivín upp á sviðið. Þetta var mjög ánægjulegt samstarf og þeir eru miklir herramenn.“ A LOT OF SORROW (2013) THE MAN (2010) Ragnar tók upp myndband af bandarísku blúsgoðsögn- inni Pinetop Perkins að spila á píanó úti á akri skammt fyrir utan borgina Austin í Texas. Verkið var miðdepill fyrstu einkasýningar Ragnars í Bandaríkjunum, Ragnar Kjartansson: Song. Perkins spilaði á Blúshátíð í Reykjavík árið 2009 og lést 2011, 97 ára gamall. BLISS (2011) Síðasta arían í óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, sem er tveggja mínútna löng, var endurtekin í Abrons-listamiðstöðinni í New York í tólf klukkustundir. Tenórinn Kristján Jóhannsson söng ásamt hópi annarra íslenskra óperusöngvara, auk Ragnars sjálfs sem hafði fengið kennslu í óperusöng hjá Kristjáni. THE VISITORS (2012) Myndbandsverk þar sem Ragnar og átta vinir hans spila sama lagið á níu mismunandi stöðum á bóndabýli í Hudson Valley í New York. Lagið var eftir Ragnar og Davíð Þór Jónsson. -H.S., MBL G.H.J., RÚV -H.V.A., FBL “FÍNASTI FUGL” SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS EVIL DEAD KL. 8 - 10 14 FALSKUR FUGL KL. 6 12 / THE CALL KL. 10 16 SCARY MOVIE 5 KL. 8 14 LATIBÆR KL. 6 L MAMA KL. 8 - 10.15 16 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 EVIL DEAD LÚXUS KL. 8 - 10.10 18 THE CALL KL. 10.15 16 LATIBÆR KL. 4 L FALSKUR FUGL KL. 6 14 SCARY MOVIE KL. 6 - 8 14 OBLIVION KL. 8 - 10.40 LÚXUS KL. 5.20 12 THE CROODS 3D/2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 12 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 PASSION KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL KL. 10.10 16 LATIBÆR KL. 6 L FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI H.S. - MBL T.K., KVIKMYNDIR.IS H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ IN MEMORIAM? (L) 18:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00 THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:10 ON THE ROAD (L) 20:00, 22:20 DÁVALDURINN (16) 22:10 SLÓ Í GEGN Á ÞÝSKUM KVIKMYNDADÖGUM EFTIR ÓMAR RAGNARSSON IN MEMORIAM MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn MAMA 8, 10.10 IRON MAN 3 3D 5.20, 8, 10.40 LATIBÆR 6 OBLIVION 8 SCARY MOVIE 5 10.30 Empire Hollywood reporter T.K. - Kvikmyndir.is H.V.A - FBL 5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.