Fréttablaðið - 08.05.2013, Side 54
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 42
„Katrín og Marteinn eru systkini
og frændsystkini mín. Fjölskylda
þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði
og þau kynntu mig upprunalega
fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo
þátt í Æringi fyrir þremur árum
og kynntist þá fólki sem býr á
staðnum. Í haust keyptum við kær-
asta mín svo hús í bænum,“ segir
Viktor Pétur Hannesson um upp-
haf ástarævintýris síns og Stöðvar-
fjarðar. Hann skipuleggur tón-
listar- og menningarhátíð í bænum
ásamt Marteini Sindra og Katrínu
Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru
H. Björnsson. Hún nefnist Pólar
Festival og fer fram helgina 12. til
14. júlí í tengslum við bæjarhátíð-
ina Maður er manns gaman.
Viktor segir hátíðina eins konar
smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk
kemur og deilir hæfileikum sínum
með öðrum í formi námskeiða og
vinnusmiðja. Fjórmenningarnir
fengu nýverið peningastyrk frá
Austurbrú og var það þeim mikil
hvatning. „Með hátíðinni viljum
við styrkja þá starfsemi sem er í
bænum. Svona hátíðir virðast vera
góð leið til að fá fólk á staðinn og
það getur svo leitt margt skemmti-
legt af sér, eins og sjá má með
Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann.
Umsóknarfrestur rennur út á
föstudag. Nánari upplýsingar má
finna á Facebook. - sm
Fjórmenningarnir koma úr
ýmsum áttum. Viktor er mennt-
aður myndlistarmaður úr LHÍ
og nemur nú málmsmíðar. Gígja
Sara er menntaður bókmennta-
og kvikmyndafræðingur frá Skot-
landi. Marteinn er heimspekingur
og tónlistarmaður og Katrín
hyggur á nám í myndlist eða
grafískri hönnun í framtíðinni.
Fjölbreyttur
bakgrunnur
Skipuleggja hátíð á Stöðvarfi rði
Fjögur ungmenni setja á fót tónlistar- og menningarhátíðina Pólar í júlí.
HÁTÍÐARHÓPUR Viktor Pétur, Mar-
teinn Sindri, Katrín Helena og Gígja
Sara skipuleggja tónlistarhátíðina Pólar
sem haldin verður á Stöðvarfirði í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
THE END– VENICE
(2009)
Ragnar varð yngsti listamaðurinn
til að taka þátt fyrir hönd Íslands
í Feneyjatvíæringnum. Á þeim
sex mánuðum sem listahátíðin
stóð yfir gátu gestir fylgst með
honum mála eitt málverk á dag.
Fyrirsæta hans var vinur hans,
Páll Haukur Björnsson, klæddur
Speedo-sundskýlu.
Fimm af frægustu
gjörningum Ragnars
Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum
ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National.
Hin heimsfræga bandaríska hljómsveit The National tók
þátt í gjörningi hans í New York á sunnudaginn þegar hún
spilaði lag sitt Sorrow í sex klukkustundir. Alls spilaði hún
lagið 105 sinnum.
„Þetta gekk bara vonum framar. Þeir voru dásamlegir,“
segir myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson um gjörn-
inginn. „Þeir voru afskaplega ánægðir og voru að fíla þetta
vel,“ segir hann aðspurður hvernig meðlimum hljóm-
sveitarinnar hafi fundist að spila sama lagið í sex tíma
samfleytt. „Ég er hissa á því hvað þeir voru lítið þreyttir.
Þá langaði næstum því til að spila meira.“
Að sögn Ragnars gekk gjörningurinn fullkomlega upp
en sjálfur steig hann aldrei upp á svið. „Ég var bara vatns-
rótarinn. Ég var að láta þá fá vatn, súkkulaði og brennivín
upp á sviðið. Þetta var mjög ánægjulegt samstarf og þeir
eru miklir herramenn.“
A LOT OF SORROW (2013)
THE MAN (2010)
Ragnar tók upp myndband af bandarísku blúsgoðsögn-
inni Pinetop Perkins að spila á píanó úti á akri skammt
fyrir utan borgina Austin í Texas. Verkið var miðdepill
fyrstu einkasýningar Ragnars í Bandaríkjunum, Ragnar
Kjartansson: Song. Perkins spilaði á Blúshátíð í Reykjavík
árið 2009 og lést 2011, 97 ára gamall.
BLISS (2011)
Síðasta arían í óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir
Mozart, sem er tveggja mínútna löng, var endurtekin í
Abrons-listamiðstöðinni í New York í tólf klukkustundir.
Tenórinn Kristján Jóhannsson söng ásamt hópi annarra
íslenskra óperusöngvara, auk Ragnars sjálfs sem hafði
fengið kennslu í óperusöng hjá Kristjáni.
THE VISITORS (2012)
Myndbandsverk þar sem Ragnar og átta vinir hans spila
sama lagið á níu mismunandi stöðum á bóndabýli í
Hudson Valley í New York. Lagið var eftir Ragnar og Davíð
Þór Jónsson.
-H.S., MBL
G.H.J., RÚV
-H.V.A., FBL
“FÍNASTI FUGL”
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
EVIL DEAD KL. 8 - 10 14
FALSKUR FUGL KL. 6 12 / THE CALL KL. 10 16
SCARY MOVIE 5 KL. 8 14
LATIBÆR KL. 6 L
MAMA KL. 8 - 10.15 16
EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18
EVIL DEAD LÚXUS KL. 8 - 10.10 18
THE CALL KL. 10.15 16
LATIBÆR KL. 4 L
FALSKUR FUGL KL. 6 14
SCARY MOVIE KL. 6 - 8 14
OBLIVION KL. 8 - 10.40 LÚXUS KL. 5.20 12
THE CROODS 3D/2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L
PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 12
EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18
PASSION KL. 5.45 - 8 - 10.15 16
THE CALL KL. 10.10 16
LATIBÆR KL. 6 L
FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
H.S. - MBL
T.K., KVIKMYNDIR.IS
H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ
IN MEMORIAM? (L) 18:00
HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00
THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:10
ON THE ROAD (L) 20:00, 22:20
DÁVALDURINN (16) 22:10
SLÓ Í GEGN Á ÞÝSKUM
KVIKMYNDADÖGUM
EFTIR
ÓMAR RAGNARSSON
IN MEMORIAM
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
MAMA 8, 10.10
IRON MAN 3 3D 5.20, 8, 10.40
LATIBÆR 6
OBLIVION 8
SCARY MOVIE 5 10.30
Empire Hollywood reporter
T.K. - Kvikmyndir.is
H.V.A - FBL
5%