Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGStór eldhús MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20138 STÓRFRAMLEIÐENDUR MATVÆLA Tíu stærstu matvælaframleiðendur heims framleiða stóran hluta þeirra mat- væla sem við neytum á hverjum degi. Allt frá morgunverði til hádegis- og kvöldverðar auk flestra millibita þar á milli. Fyrirtækin stóru sem um ræðir eru Coca Cola, Pepsico, Mars, Johnson & Johnson, General Mills, Nestlé, Kraft, P & G, Kellogg‘s og Unilever. Við byrjum daginn á því að fara í sturtu og raka okkur með vörum frá þessum fyrirtækjum. Stór hluti morgunkorns sem við neytum er einnig frá þeim. Kaffisopinn í vinnunni gæti verið framleiddur hjá þeim og ef við skreppum út í hádegismat og kaupum skyndibita er líklegt að máltíðin eigi rætur að rekja til þeirra. Millibiti dagsins, til dæmis kornstöng, súkkulaði, svaladrykkur eða kex, gæti verið framleiddur hjá risunum. Eftir vinnu skellum við okkur í ræktina og súpum á orkudrykk sem líklegast kemur frá sömu fyrir- tækjum. Þegar við eldum kvöldmat notum við oft hráefni frá þeim auk þess sem sum gæludýr heimilisins fá bita úr framleiðslu þeirra. Við endum síðan daginn á því að bursta tennurnar, oftast með tannkremi frá þeim. ÝTT UNDIR HEILSUSAM LEGRA FÆÐUVAL Smarter lunchrooms er hreyfing sem var stofnuð af landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna árið 2009 með það að markmiði að hvetja til skólamötuneytisreksturs sem ýtir undir það að nemendur velji heilsusamlegri kost. Markmiðið er að rekstraraðilar mötuneyta fái í hendurnar vitneskju um aðferðir til að bæta fæðuval barna og er allt kapp lagt á að sú vitneskja byggi á vísindalegri þekkingu um atferli manna. Það að bjóða hollari kost tryggir ekki endilega að börnin velji að borða hann og þarf oft meira til. Rannsóknir hafa til að mynda sýnt að með því að segja börnum að teiknimyndahetjur eða aðrar mikilvægar fyrirmyndir í lífi þeirra borði ávexti og hafa jafnvel mynd af þeim við ávaxtastandinn aukast líkurnar á að þau velji ávexti fram yfir til að mynda franskar. Þá virðist það hafa jákvæð áhrif að gefa matnum skemmtileg nöfn. Bragðeiginleikar og hentugleiki hafa sömuleiðis mikil áhrif á fæðu- val en lengi vel hefur aðgengi að óhollum mat sem fljótlegt er að kippa með sér verið meira en að hollum mat og heilsusam- legu millimáli. Ef aðgengi að hollustu er gott eru meiri líkur á að hún verði fyrir valinu og því er mikilvægt að hafa gott úrval heilsusam- legra matvæla á boðstólum og stilla þeim þannig upp að aðgengi sé með besta móti. Nánari upplýsingar má finna á: smarterlunchrooms.org KVIKMYNDAELDHÚS Ýmsar klassískar kvikmyndir innihalda ógleymanleg atriði sem gerast í eldhúsi. Í Jurassic Park eftir Steven Spielberg gerist eitt eftirminnilegasta atriði myndar- innar í stóru eldhúsi í garðinum. Börnin tvö, Tim og Lex, eru föst þar inni á meðan smávaxnar en afar svangar og ógnvekjandi risaeðlur reyna að finna þau. Börnin nýta sér aðstæðurnar vel og bjargast að lokum. Eitt af mörgum frábærum atriðum Kill Bill-seríunnar eftir Quentin Tarant- ino gerist meðal annars í eldhúsi í rólegu úthverfi í Bandaríkjunum. Þangað heimsækir Brúðurin, leikin af Umu Thurman, Vernitu Green sem er svo óheppin að vera efst á dauðalistanum. Eftir slagsmál hitar Vernita sér kaffi í eldhúsinu og íhugar næstu skref, vitandi að byssan hennar er í morgunkornspakkanum. Woody Allen leikur gjarnan veiklundaða karlmenn sem hræðast margt. Í Annie Hall frá 1977 berst hann við lifandi humra í eldhúsinu með misjöfnum árangri. Þeir sleppa undan og hann reynir að lokka einn þeirra undan ísskápnum með smjörsósu og hnetubrjót en án árangurs. Rauða gerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni. Okkar þekking nýtist þér Kæli- & frystiklefar, kæli & frystikerfi, hurðir & öryggis- búnaður Afgreiðslu- & kökukælar Stálborð, vaskar, hillur og skápar Klakavélar Loftkæling Vitamix blandarar Hraðkælar & frystar Kæli- & frystitæki fyrir veitingamarkaðinn HillukælarPlaststrimlar í kæli- & frystiklefa Vínkælar Hillur í kæli- & frystiklefa Jurassic Park
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.