Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 48
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 36 Snípurinn er magnað fyrir-bæri en afskaplega vanmetið. Hann hefur um átta þúsund taugaenda sem hafa þann eina til- gang að veita píkunni unað. Hann leynir á sér því undir yfirborði litlu perlunnar leynast taugar sem liggja niður meðfram börmunum og inn eftir leggöngunum. Hann er fóstur fræðilega skyldur kónginum og rís hold þegar hann verður graður. Þegar kemur að kynlífi þá er snípurinn stjarnan. Rann- sóknir á fullnægingu kvenna sýna að mikill meirihluti, um 70-85%, þarf örvun á sníp til að fá fullnæg- ingu. Þessi örvun getur farið fram áður en samfarir eru stundaðar, á meðan eða á eftir. Eða bara á öllum þessum tímapunktum. Þetta er fyrsti fræðslumolinn minn í píkufræðslu unglinga. Ég sýni þeim risavaxna mynd af sníp og útskýri að þessi fer ekki á flakk heldur trónir alltaf á toppnum, pollslakur og til í að láta kitla sig. Ég er orðin hundleið á því að stelpur láti „putta sig í leggöng“ og skilja svo ekkert af hverju tak- markaður unaður hljótist af því. Þeir sem stunda kynlíf þurfa að skilja hvernig líffærið virkar og það að vanrækja snípinn er eins og að rúnka karlmanni í naflann, það bara virkar ekki. Þetta myndu margar stúlkur skilja og vita ef þær hefðu stundað sjálfsfróun. Snípurinn gersamlega æpir á við- komandi að veita sér örvun og þá er um að gera að svara kallinu. Þessi vitundarvakning um snípinn fer skemmtilega saman við þá stað- reynd að maí er mánuður sjálfsfró- unar. Marga þyrstir í fróðleik um „bestu“ stellingarnar sem hámarka unað en staðreyndin er sú að ef þú stundar samfarir með píku þá hentar hvaða stelling sem er. Svo lengi sem hendur eru frjálsar til að örva snípinn má hafa gaman af þessu. Þó ber að nefna að snípur- inn smyr sig ekki sjálfur og því er mikilvægt að ná sér í bleytu úr píkunni, með munnvatni eða sleipi- efni. Hann er, jú svo næmur, þessi elska. Gleymum því samt ekki að það er stutt síðan snípurinn þótti hallærislegur, jafnvel barnalegur og ekki minni menn en Freud fuss- uðu og sveiuðu yfir honum. Í sögu- bókum læknisfræðinnar hefur honum verið sleppt og ekki talin ástæða til að fjalla sérstaklega um hann né rannsaka, enda tengdur unaði sem gjarnan átti að hemja eða ekki þótti ástæða til að fjalla sérstaklega um. Sumir kunna að telja þennan fróðleik afskaplega takmarkaðan og yfirborðskenndan en ef litið er til annarra menningar- samfélaga og málið skoðað í alþjóð- legu samhengi þá skiptir snípur- inn og tilgangur hans miklu máli, fyrir okkur öll. Ekki minni maður en Warren Buffet sagði að virkja þyrfti kvenmenn til að koma heim- inum í rétt horf og var hann örugg- lega að skírskota í öll grundvallar- mannréttindi, eins og það að mega upplifa kynferðislegan unað. Það er því einkar ánægjulegt þegar píkunni er hampað og fólk fræðist um gildi hennar og gleði. Er það ekki markmið okkar allra að lifa sem unaðslegustu lífi og vita meira í dag en í gær? Gleymdi snípurinn KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is 2150 POTTURINN STEFNIR Í Fyrsti vinningur stefnir í 110 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 2.040 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is 110.000.000 +2.040.000.000 ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 8. MAÍ 2013A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 82310000183296 SUMAROPNUN, SÖLU LÝKUR KL. 16 ➜ Standa fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir grænmetisætur og stuðla að auknum tengslum grænmetisæta. ➜ Standa fyrir virkri fræðslu og upplýsingagjöf til grænmetisæta og annarra. ➜ Gefa út hnitmiðað fræðsluefni fyrir matvælaframleiðendur, veitingastaði og matreiðslumenn og koma því markvisst á framfæri. ➜ Stunda virka hagsmunagæslu og aðhald. ➜ Finna leiðir til að aðstoða fólk við að gerast grænmetisætur. ➜ Leita leiða til að bæta og auka grænmetis- og vegan-merkingar neysluvara og matseðla. MARKMIÐ SAMTAKA GRÆNMETISÆTA: „Okkur þótti tímabært að reyna að tryggja að grænmetisætur á Íslandi geti lifað hamingjusömu lífi án þess að neyta kjöts. Okkur langar til dæmis að reyna að bæta úrvalið af réttum á veitinga- stöðum og upplýsa fólk um að hér búi mikill fjöldi fólks sem borðar ekki hinn hefðbundna, íslenska mat. Okkur langar að geta farið á veitingastað og pantað græn- metissúpu sem er ekki með kjöt- krafti í, eins og er svo víða,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetis- æta á Íslandi. Samtök grænmetisæta eru til víða um heim og standa þau meðal annars að fræðslu og ýmsum við- burðum fyrir grænmetisætur. Að sögn Sigvalda þótti þörf á slíkum samtökum hér á landi því græn- metisætur mæta gjarnan skiln- ingsleysi og fordómum. „Við viljum sýna fólki að grænmetis- ætur eru ekki táningar að ganga í gengum tímabil. Við erum allt frá því að vera stórir, skeggjaðir karlmenn yfir í venjulegt fólk sem sumt hefur verið grænmetisætur allt sitt líf.“ Sigvaldi starfar sem útvarps- maður á Rás 2 og innan tölvugeir- ans. Hann og kona hans gerðust grænmetisætur árið 1999 en Sig- valdi gekk svo skrefi lengra og gerðist vegan fyrir sjö árum. Fólk sem aðhyllist veganisma neytir hvorki dýraafurða né gengur í fatnaði unnum úr dýraafurðum. „Upphaflega gerðumst við grænmetisætur vegna þess að við höfðum ekki efni á kjöti og erum bæði miklir dýravinir. Svo bætt- ust fleiri ástæður við; heilsufars- legar, mengunarvarnir og annað. Ég ákvað svo að gerast vegan fyrir sjö árum og það var mun auðveldara en ég hafði búist við,“ segir Sigvaldi að lokum. Finna má samtökin á Facebook undir nafninu Samtök grænmetisæta á Íslandi. sara@frettabladid.is Stofnuðu Samtök grænmetisæta Sigvaldi Ástríðarson er formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Sambærileg samtök fi nnast víða um heim og stuðla meðal annars að fræðslu. FER FYRIR GRÆNMETISÆTUM Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Ástríðarson er formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Samtökin ætla að stuðla að fræðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.