Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 18
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is meiri orku Orkulausnir henta þeim sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda. Hentar vel þeim sem vilja byggja upp orku vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Þ egar fréttist af Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í Krónunni í Mosfellsbæ að kaupa inn fyrir stjórnarmyndunarviðræðurnar í sveitinni sendu Samtök verzlunar og þjónustu formönnunum áskorun. Þar eru þeir hvattir til að skoða vel strimilinn sem þeir fengu í Krónunni og íhuga að taka rækilega til í álagningu tolla og gjalda á neyzluvörur til þess að lækka vöruverð í landinu. Þetta er sannarlega þörf ábending, þótt sjálfsagt séu margir hóflega bjartsýnir á að formenn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins taki nokkurt mark á henni. Breyting á tollum þýðir nefnilega líka talsverða breytingu á rekstrarumhverfi landbúnaðar- ins og þessir flokkar hafa í sam- einingu yfirleitt staðið dyggan vörð um sérhagsmuni og óskil- virkt stjórnkerfi í landbúnaði. Þó er ekki eins og fráfarandi stjórnarflokkar séu skárri að því leytinu. Á sama tíma og einhver mesti niðurskurður ríkisútgjalda frá upphafi átti sér stað, var ekki hróflað við landbúnaðarkerfinu. Stuðningur íslenzkra skattgreiðenda við atvinnugreinina er enn einhver sá hæsti í heimi, meira en helmingi hærri en að meðaltali í Evrópusambandinu eða OECD-löndum, sama við hvort er miðað. Það er óneitanlega undarlegt að landbúnaðarkerfið hafi sloppið við niðurskurð og uppstokkun, en kannski var síðasta stjórn of upp- tekin við að reyna að eyðileggja stjórnkerfi sem virkar í sjávar- útveginum til að geta sinnt landbúnaðarkerfi sem virkar alveg augljóslega ekki. Íslenzkir skattgreiðendur borga einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til að geta svo keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. SVÞ benda réttilega á að lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að lækka vöruverð. Það mætti byrja á því að afnema tolla á inn- fluttan kjúkling og svínakjöt, enda er ekki verið að vernda neina aldagamla búsetuhætti eða sveitamenningu með því að verja verk- smiðjuframleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Samtökin hafa líka rétt fyrir sér í því að svigrúm til launahækk- ana í næstu kjarasamningum er lítið. Átak til lækkunar vöruverðs er nærtækari leið til að efla kaupmátt heimilanna. Slík kaupmáttar- aukning kemur stórum hluta fjölskyldna í landinu, til dæmis fólki í leiguhúsnæði, miklu betur en lækkun húsnæðisskulda sem virðist vera það sem stjórnmálaflokkarnir einblína á. Að minnsta kosti annar flokksformaðurinn er ekki fráhverfur þessum hugmyndum. Þegar Melabúðin lækkaði verð hjá sér um tugi prósenta í einn klukkutíma í kosningabaráttunni, til að sýna hvað ýmsar vörur gætu kostað ef tollverndin væri afnumin og vöru- gjöldin lækkuð, skrifaði Bjarni Benediktsson á Facebook-síðuna sína: „Flott framtak hjá Melabúðinni. Það þarf að taka vörugjöld, tolla og skatta til endurskoðunar og lækka.“ Mikið væri nú ánægjulegt ef flokksformennirnir við eldhúsborðið í sumarbústaðnum kæmu auga á þau stóru, vannýttu tækifæri til kjarabóta fyrir almenning sem liggja í lækkun á tollum og vöru- gjöldum – og skelltu skollaeyrum við hinu venjulega sífri verndar- stefnufólks í flokkunum báðum. Ætli flokksformennirnir hafi skoðað strimilinn? Tækifæri í tollalækkun Það er algjörlega óásættanlegt að aðeins fimm prósentum kvenna í Nýju-Delí finnist þær vera öruggar. Það er jafn- ógnvekjandi að fimmtíu prósent þeirra karlmanna sem tóku þátt í könnun UN Women sögðust hafa beitt konur kyn- ferðislegu ofbeldi og helmingur þeirra á síðustu sex mánuðum. Í sömu könnun kom fram að tveir af hverjum fimm aðspurðum karlmönnum voru sam- þykkir því að „konur sem eru á ferð um nætur verðskuldi að vera kynferðislega áreittar“. Augu heimsins hafa beinst að Nýju- Delí eftir að hin 23 ára Jyoti Singh Pandy lést eftir hrottalega hópnauðgun. Í síðustu viku lést fjögurra ára gömul stúlka í Nýju-Delí af völdum nauðgunar. Nú liggur fimm ára gömul telpa á spít- ala, þungt haldin eftir nauðgun. Stundum er veruleikinn svo þung- bær að það reynist okkur erfitt að með- taka hann en það virðist sem andlát Jyoti Singh Pandy hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þúsundir kvenna og manna hafa staðið fyrir kröftugum mót- mælum í Nýju-Delí frá því í desember. Ung kona sem tekið hefur þátt í mótmæl- unum segir sig og aðra hafa fengið sig fullsadda á ástandinu. Verið sé að mót- mæla því að hingað til hafi þolendum nauðgana verið kennt um ofbeldið; nú sé kominn tími til að vísa ábyrgðinni á gerendurna sjálfa og á aðgerðaleysi yfir- valda. Mótmælin hafa vissulega borið árangur. Aldrei hefur jafnmikil opin- ber umræða átt sér stað á Indlandi um réttindi kvenna og mikilvægi þess að útrýma kynbundnu ofbeldi. Yfirvöld skipuðu nefnd til að endurskoða laga- rammann er varðar kynferðisofbeldi og skilaði nefndin yfirgripsmikilli skýrslu í febrúar. Nú er það ekki aðeins almennings á Indlandi að halda yfirvöldum við efnið, heldur okkar allra. UN Women, með ríkum stuðningi fjölda Íslendinga, mun beita stjórnvöld þrýstingi að framfylgja tillögunum. Síðast en ekki síst mun UN Women vinna af öllu afli að því að koma af stað róttækri hugarfarsbreytingu á öllum sviðum samfélagsins; ofbeldi gegn konum og stúlkum á aldrei að líðast. 5% kvenna fi nnst þær öruggar KYNFERÐIS- LEGT OFBELDI Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi ➜ Nú er það ekki aðeins almenn- ings á Indlandi að halda yfi rvöldum við efnið, heldur okkar allra. Er Gestur hættur? Lögmaðurinn Gestur Jónsson var áberandi í fréttum fyrir skemmstu þegar hann, ásamt kollega sínum Ragnari Hall, sagði sig frá verjenda- störfum í Al Thani-málinu svokallaða. Í réttarkerfinu hafa menn greinilega ekki gleymt því. Á mánudag skilaði Gestur sér agnarögn of seint inn í dómsal úr réttarhléi í aðalmeðferð svokallaðs Exista-máls sérstaks saksóknara. Arngrímur Ísberg héraðsdómari var snöggur til og spurði spurningarinnar sem brann á öllum: „Hvar er Gestur? Er hann hættur?“ Að þessu var hlegið. Ekki réttlætanlegt Friðþóri Eydal og félögum hjá Isavia er mjög á móti skapi að fjölmiðlar noti orðið Leifsstöð um það sem í hugum margra heitir einmitt Leifs- stöð. Þeir vilja að stöðin sé kölluð sínu rétta nafni: „Flugstöð Leifs Eiríkssonar“, nú eða „Keflavíkurflug- völlur“, já eða jafnvel „flugstöðin á Keflavíkurflugvelli“. Þar á bæ telja menn hreinlega að notkun orðsins „Leifsstöð“ á opinberum vettvangi sé óréttlætanleg. Þeir ættu kannski að líta í eigin barm. Isavia er nefnilega skráð fyrir léninu leifsstod.is og sé slóðin slegin inn í vafra enda menn á heimasíðu flug- stöðvarinnar. FLE og FLE Isavia-menn stinga reyndar upp á einu heiti enn, styttingunni „FLE“. Það er tilvalið, fer vel í munni og tekur lítið pláss á prenti. Það er hins vegar spurning hvað Félag löggiltra endurskoðenda segir við þessari tillögu Isavia. Það hefur notað stytt- inguna FLE árum saman. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.