Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 66
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 The Great Gatsby segir frá Nick Carraway, fyrrverandi hermanni sem búsettur er á Long Island. Þegar hann kynnist efnuðum og dularfullum nágranna sínum, Jay Gatsby, flækist hann inn í heim þar sem ekkert er sem sýnist. Sagan gerist í skáldaða bænum West Egg á Long Island sumarið 1922. Nick Carraway flytur í bæinn að stríði loknu og umgengst frænku sína, Daisy Buchanan, og eiginmann hennar Tom. Í gegn- um þau kynnist hann Jordan Baker, efnilegum golfara, og hefja þau ástarsamband. Vinirn- ir sækja veislur sem hinn dular- fulli nágranni Carraways, Jay Gatsby, heldur á heimili sínu. Fáir vita nokkur deili á veisluhaldar- anum en í gegnum Baker kemst Carraway að því að Gatsby og Daisy voru eitt sinn ástfangin og með veislunum vill Gatsby reyna að vinna aftur ástir Daisy. Leonardo DiCaprio fer með hlut- verk hins dularfulla Jay Gatsby, Tobey Maguire leikur Nick Car- raway og Carey Mulligan fer með hlutverk Daisy Buchanan. Með önnur hlutverk fara Joel Edgerton, Elizabeth Debicki og Isla Fisher sem fer með hlutverk Myrtle Wil- son, ástkonu Toms Buchanan. Leikstjóri myndarinnar er hinn ástralski Mark Anthony „Baz“ Luhrmann, en hann er leikstjóri mynda á borð við Romeo + Juliet, Moulin Rouge og Australia. Kvik- myndin Romeo + Juliet frá árinu 1996 skartaði Leonardo DiCaprio og Claire Danes í aðalhlutverkum og vann BAFTA-verðlaunin það ár í flokknum besta leikstjórn, en stórmyndin Titanic var tilnefnd í sama flokki. The Great Gatsby fær 7,5 í ein- kunn á vefsíðunni Imdb.com og 50 prósent frá kvikmyndarýnum á Rottentomatoes.com. Áhorfendur eru þó töluvert jákvæðari í garð myndarinnar og gefa henni 84 prósent á Rottentomatoes.com. - sm Gatsby snýr aft ur The Great Gatsby verður frumsýnd annað kvöld. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu F. Scott Fitzgerald og skartar Leonardo DiCaprio í hlutverki Gatsby. MIKILFENGLEGT VERK Kvikmyndin The Great Gatsby er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er byggð á skáld- sögu F. Scott Fitzgerald. Hinn mikli Gatsby er gjarnan talið öndvegis- verk rithöfundarins F. Scott Fitzgerald. Verkið kom út árið 1925 og þykir áhrifamikil lýsing á velmegunartímanum fyrir kreppuna miklu og tekst á við spillingu og hnignun þess tíma, ofgnótt og ídealisma. Í dag er Hinn mikli Gatsby talið til helstu meistaraverka heimsbók- menntanna en bókin fékk heldur dræmar móttökur þegar hún kom fyrst út. Fitzgerald lést árið 1940 og stóð þá í þeirri trú að hann væri mis- lukkaður höfundur og að verk hans yrðu brátt gleymd og grafin. Þetta varð þó ekki raunin því bókin naut mikilla vinsælda eftir seinni heims- styrjöldina og varð hluti af náms- skrá bandarískra barna. Taldi sig vera misheppnaðan höfund Austurríski leikarinn Christoph Waltz fer með hlutverk í spennu- myndinni Candy Store eftir leik- stjórann Stephen Gaghan. Með önnur hlutverk fara Robert De Niro og Jason Clarke, en íslensk- ir áhorfendur ættu að þekkja Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless og Zero Dark Thirty. Gaghan leikstýrði síðast pólitísku spennumyndinni Syriana með Matt Damon og George Clooney í aðalhlutverkum. Waltz mun fara með hlut- verk fyrrverandi kaldastríðs- ráðgjafa er þykist vera venju- legur bandarískur ríkisborgari. Aðdáendur leikararans snjalla geta næst barið hann augum, eða eyrum réttara sagt, í teiknimynd- inni Epic sem frumsýnd verður vestan hafs þann 24. maí. Leikur ráðgjafa Christoph Waltz leikur í nýrri mynd Stephen Gaghan. FLEIRI VERKEFNI Christoph Waltz mun leika samhliða Robert De Niro í kvikmyndinni Candy Store. NORDICPHOTOS/GETTY 1926 aðalhlutverk Warner Baxter og Lois Wilson 1949 aðalhlutverk Alan Ladd og Betty Field 1974 aðalhlutverk Robert Redford og Mia Farrow 2000 aðalhlutverk Toby Stephens og Mira Sorvino Zoe Saldana fer með hlutverk djasstónlistar- konunnar Ninu Simone í nýrri kvikmynd sem byggð er á ævi Simone og nefnist einfaldlega Nina. Gagn- rýnisraddir hafa verið uppi um hvort Saldana hafi hentað í hlutverkið. Í viðtali við tímaritið Allure blæs Saldana á gagnrýnisraddirnar. „Ég skal segja ykkur það, ef Elizabeth Taylor gat leikið Kleópötru, þá get ég leikið Ninu. Gagnrýnin skiptir mig engu. Ég mun heiðra uppruna minn, hann er hluti af þeirri mann- eskju sem ég er,“ sagði leikkonan. Saldana fer með hlutverk Nyota Uhura í kvikmyndinni Star Trek: Into Dark- ness sem frumsýnd var hér á landi í síðustu viku. Getur vel leikið Ninu Leikkonan Zoe Saldana blæs á gagnrýnisraddir. LEIKUR NINU Zoe Saldana segist vel geta leikið Ninu Simone. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndin The Fast and the Furious 6 verður frumsýnd um miðja næstu viku. Kvikmyndin er sjötta myndin í mynda röðinni The Fast and the Furious og skartar Vin Diesel, Paul Walker og Dwayne Johnson í aðalhlutverkum. Þegar hér er komið til sögu eru ökuþórarnir hraðskreiðu eftir lýstir og eru í útlegð vítt og breitt um heiminn. Lögreglumaðurinn Luke Hobbs, sem leikinn er af Johnson, er á höttunum eftir öðrum hópi glæpamanna en til þess að hafa hendur í hári þeirra þarf hann aðstoð fram Dom Toretto, sem leikinn er af Vin Diesel. Í skipt- um fyrir aðstoðina býður Hobbs Dom og öðrum meðlimum hópsins náðun og því gætu ökuþórarnir snúið aftur til síns heima og fjöl- skyldna sinna. Leikstjóri myndarinnar er Justin Lin, sá sami og leikstýrði Fast & Furious 4 og Fast Five, og miðað við þá reynslu ætti hann að hafa leyst þetta verk vel af hendi. Myndin hlýtur 86 prósent í ein- kunn á kvikmyndasíðunni Rotten- tomatoes.com. Sjötta myndin um hraðskreiðu þórana Sjötta myndin í röðinni The Fast and the Furious sýnd. MÆTTUR AFTUR Vin Diesel er mættur aftur í hlutverk ökuþórs- ins Doms Toretto í sjöttu myndinni í kvikmyndaröðinni The Fast and the Furious. Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR FARIÐ YFIR: Nánari upplýsingar og skráning á ung@gudrunbergmann.is og www.ungaollumaldri.is GUÐRÚN BERGMANN þekkir af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að takast á við bólguþáttinn í líkamanum. Á stuttu en skilvirku námskeiði sýnir hún einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að takast á við þessa kvilla. Hvernig þekkja má bólgueinkennin og finna leiðir til bata. Hvaða fæðutegundir valda bólgueinkennum í líkamanum. Hvaða fæðu, krydd og bætiefni má nota til að draga úr bólgum. STAÐUR OG STUND: HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 18:30 – 21:00. Námsgögn með víðtækum upplýsingum innifalin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.