Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 64
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
TÓNNINN
GEFINN
Kjartan Guðmundsson
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
9.5.2013 ➜ 15.5.2013
LAGALISTINN TÓNLISTINN
Sæti Flytjandi Lag
1 Daft Punk / Pharrell Get Lucky
2 Justin Timberlake Mirrors
3 Valdimar Beðið eftir skömminni
4 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason
5 Robin Thicke Blurred Lines
6 Retro Stefson She Said
7 John Grant GMF
8 Christina Aguilera/Pitbull Feel This Moment
9 Phillip Phillips Gone, Gone, Gone
10 Christina Aguil./Blake Shelton Just a Fool
Sæti Flytjandi Plata
1 Bubbi Morthens Stormurinn
2 Ýmsir Eurovision Song Contest 2013: Malmö
3 Ýmsir Pottþétt 59
4 Dimma Myrkraverk
5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
6 Of Monsters and Men My Head Is an Animal
7 Ýmsir Tíminn flýgur áfram
8 Retro Stefson Retro Stefson
9 John Grant Pale Green Ghosts
10 Raggi Bjarna Dúettar
Sjötta plata bandarísku hljóm-
sveitar innar The National, Trouble
Will Find Me, kemur út eftir helgi
á vegum 4AD.
Þrjú ár eru liðin síðan High
Violet kom út, sem margir töldu
eina af plötum ársins. Í viðtali
tímaritsins Uncut lýsir söngvar-
inn Matt Berninger mörgum
lögum á Trouble Will Find Me
sem „skemmtilegum lögum um
dauðann“ og bætir við að þau séu
beinskeyttari og tilfinningaríkari
en fyrri verk hljómsveitarinnar. Í
sama viðtali segir gítarleikarinn
Aaron Dessner lagið Pink Rabbits
vera eins konar blöndu af The Band
og frönsku hljómsveitinni Air.
The National var stofnuð í Ohio
árið 1999 af Matt Berninger,
bræðrunum Aaron og Bryce
Dessner, og öðrum bræðrum, Scott
og Bryan Devendorf. Hljómsveitin
vakti almenna athygli með fjórðu
plötu sinni Boxer árið 2007 sem
seldist þrefalt meira en Alligator
sem kom út tveimur árum áður.
High Violet sló svo rækilega í gegn
og seldist í yfir 600 þúsund eintök-
um.
Eftir 22 mánaða tónleikaferð til
að fylgja eftir High Violet sneru
meðlimir The National heim til sín
í Brooklyn í New York. Fljótlega
byrjaði Dessner að vinna að nýjum
lögum og hreif félaga sína með
sér. „Eftir að við vorum búnir að
fylgja High Violet eftir fannst mér
eins og við værum loksins komnir
þangað sem við vildum vera. Núna
gátum við slakað á, ekki á metnaði
Skemmtileg lög um
tilfi nningar og dauða
Sjötta plata The National kemur út eft ir helgi. Melankólían enn í aðalhlutverki.
MEÐ NÝJA PLÖTU Söngvarinn Matt Berninger og bassaleikarinn Scott Devendorf úr The National eru mættir með nýja plötu í
farteskinu. NORDICPHOTOS/GETTY
■ The National tók þátt í gjörningi listamannsins Ragnars Kjartanssonar í
New York í byrjun maí þegar hún spilaði lag sitt Sorrow af plötunni High
Violet í sex klukkustundir. Alls spilaði hún lagið 105 sinnum. Ragnar lét
liðsmenn sveitarinnar fá vatn, súkkulaði og brennivín upp á svið til að
halda þeim gangandi og gekk gjörningurinn eins og í sögu.
Spiluðu Sorrow í sex klukkustundir
okkar, heldur vegna þess að við
þurftum ekki að sanna okkur leng-
ur,“ sagði Berninger.
Til að hita upp fyrir plötuna
var heimildarmyndin Mistaken
For Strangers frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni Tribeca 17. apríl
síðastliðinn. Tom Berninger, yngri
bróðir söngvarans Matts, leik-
stýrði henni. Þar er hljómsveit-
inni fylgt eftir á stærstu tónleika-
ferð sinni til þessa og á sama tíma
varpað ljósi á samband bræðranna
fjögurra.
Trouble Will Find Me hefur feng-
ið flotta dóma, eða 9 af 10 mögu-
legum hjá Clash og fjórar stjörnur
í tímaritunum Mojo og Uncut. Hið
síðastnefnda segir The National
enn og aftur leita að upplyftingu í
melankólíunni. Tímaritið Q er ekki
eins hrifið og gefur henni þrjár af
fimm mögulegum og segir að þrátt
fyrir að syngja um tilfinningar
hljómi stór hluti plötunnar eins og
hún sé á sjálfsstýringu.
The National ætlar í tónleikaferð
um heiminn til að fylgja plötunni
eftir. Fyrstu tónleikarnir verða í
New York í kvöld. Í sumar spilar
hún á fjölda tónlistarhátíða, þar á
meðal á Bonnaroo, Rock Werchter,
á Hróarskeldu og á Lollapalooza.
freyr@frettabladid.is
Jæja, það fer víst ekki framhjá neinum að í dag er haldinn hátíðlegur
alþjóðlegur Eurovision-dagur um víða veröld og ósköp fátt sem flest
okkar geta gert í því. Sjálfur hef ég farið í gegnum hin sígildu fimm stig
sorgarinnar þegar kemur að Söngvakeppninni; að fylgjast með af gríðar-
legum, óbeisluðum og einlægum áhuga sem krakki, þykjast ekki horfa
en gera það samt í laumi sem táningur (rétt eins og með Dallas, eins og
Sverrir Stormsker benti á hér um árið), þykja þetta allt saman óskaplega
flippað og fyndið á kaldhæðinn hátt sem menntaskólanemi, vera gjör-
samlega formyrkvaður og skítsama sem nýlega fullorðinn og að lokum
klárað hringinn og orðið áhugasamur á ný í gegnum unga dóttur sem
veit fátt skemmtilegra en
hamaganginn í kringum
Eurovision.
Blaðamaður Guardian
hrakti í vikunni algengar
goðsagnir um keppnina
eins og þær horfa við
honum úti í Bretlandi, þar
sem tortryggin viðhorf í
garð hennar hafa viðgeng-
ist lengur en elstu menn
muna. Helstu mýturnar
telur blaðamaðurinn
meðal annars þær að
Austur-Evrópa hafi rænt
Eurovision (og bendir á
að á síðustu árum hafa
sigurvegararnir komið frá
Svíþjóð, Þýskalandi, Rússlandi, Grikklandi, Noregi og Úkraínu, svo dæmi
séu tekin), að nágrannar kjósi alltaf hverjir aðra (sameiginleg menning
en ekki blind hollusta), að alls kyns barbabrellur skipti meiru máli en sjálf
tónlistin þegar kemur að líklegum sigurvegurum (hvort atriðið byggði
fremur á trixum á síðasta ári, Loreen sem vann eða rússnesku ömmurnar
sem unnu ekki?) og að ALLIR fyrirlíti Bretland (bull).
Þá halda ótalmargir því fram að öll lögin sem hljómað hafa í Eurovision
í tæplega sextíu ára sögu keppninnar séu léleg. Með fullri virðingu fyrir
persónulegum skoðunum smekk hvers og eins, þá verður að segjast að
slíkar ályktanir anga nánast af þröngsýni og þrjósku.
Ég skora hér með á hverja sem er að vaða í gegnum þær þúsundir laga
sem keppnin hefur alið af sér og segja svo, í fullri einlægni, að ekkert
þeirri hreyfi hið minnsta við þeim. Sá sem getur það verður svo krýndur
„Nagli ársins“ við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu.
Júróvísa
Daft Punk - Random Access Memories
Vampire Weekend - Modern Vampires of the City
Eurovision Song Contest 2013 - We Are One
Í spilaranum
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU