Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 86
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 66
Tökur eiga að hefjast í sumar á
fjölskyldumynd sem ber vinnu-
heitið Sumarbörn. Myndin er
komin langt í undirbúningi og
hefur þegar fengið framleiðslu-
styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands
upp á níutíu milljónir króna.
Frumsýning verður líklega á
næsta ári.
Handritið er byggt á atvikum
sem áttu sér stað á barnaheimilinu
Silungapolli sem Reykjavík starf-
rækti hér árum áður. „Þessi mynd
er búin að vera rosalega lengi í
gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti
handritastyrkurinn kom í þetta
verkefni,“ segir leikstjórinn Guð-
rún Ragnarsdóttir.
Myndin gekk áður undir vinnu-
heitinu Silungapollur en ákveðið
var að breyta því. „Barna heimilið
var lagt niður í kringum 1960 og
þá var þetta meðferðarheimili
í mörg ár. Það er mikið af fólki
sem þekkir
ekki Silunga-
pol l ö ðr u -
vísi.“ Aðal-
leikararnir
eru börn en
umfjöllunar-
efnið er á
alvarlegri nót-
unum.
Frétta blaðið
greindi frá
því í gær að barnamyndin Algjör
Sveppi 4 hefði ekki fengið styrk
í ár og yrði því ekki framleidd. Í
reglugerð Kvikmyndasjóðs Íslands
er stefnt að því að barna- eða fjöl-
skyldumyndir verði framleiddar
að minnsta kosti annað hvert ár og
fellur Sumarbörn því í þann flokk.
„Krökkunum finnst mjög gaman
að þessum Sveppamyndum en það
er kannski allt í lagi að þau bíði
einu sinni,“ segir Guðrún. - fb
Tökur á Sumarbörnum að hefj ast
Tökur á fj ölskyldumyndinni Sumarbörn hefj ast í sumar eft ir tíu ára undirbúning.
„Ég ætla að taka þetta á æðru-
leysinu, gera mitt besta og
skemmta mér vel. Allt annað er
bara bónus,“ segir Eurovision-
farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Eins og flestum er kunnugt
stígur Eyþór á Eurovision-sviðið
í Malmö í kvöld og flytur framlag
okkar Íslendinga, Ég á líf, fyrir
alla Evrópu. Ísland er áttunda
atriðið á svið þegar sautján lög
keppa um tíu laus pláss í úrslitun-
um á laugardaginn. „Þetta er búið
að vera ótrúlega skemmtilegt og
ég er með strengi í maganum því
við erum búin að hlæja svo mikið.
Þetta er ekki leiðinlegasti hópurinn
til að ferðast með,“ segir Eyþór en
með honum úti eru meðal annars
lagahöfundarnir Örlygur Smári,
Pétur Örn Guðmundsson (Jesú)
og umboðsmaðurinn hans Valgeir
Magnússon.
Að sögn Eyþórs er atriðið allt
að smella saman og meðal annars
hefur verið unnin grafík til að hafa
í bakgrunninum á sviðinu. „Þeir
eru búnir að búa til hálfgerða eftir-
líkingu af Dalvík. Það kemur mjög
skemmtilega út og yljar manni að
ímynda sér heimabæinn þarna á
sviðinu,“ segir hann.
Eyþór segir enn óákveðið hverju
hann klæðist á sviðinu en valið
standi á milli tveggja jakka sem
báðir eru frá NTC. Á opnunarhátíð
Eurovision á sunnudaginn klædd-
ist hann þó rauðteinóttum fötum úr
smiðju Guðmundar Jörundssonar
og vöktu þau gríðarlega athygli.
„Það voru ótrúlega margir sem
spurðu út í fötin og eins hringana
sem ég bar, en þeir eru sérhann-
aðir af Hansínu Jensdóttur,“ segir
Eyþór.
Eyþór segist ekki enn hafa sigt-
að út sinn helsta keppinaut eða það
lag sem honum þykir líklegast til
sigurs. Norðurlandaþjóðirnar séu
þó allar taldar frekar sterkar, auk
þess sem hin hollenska Anouk sé
vinsæl. „Anouk er alveg mögnuð.
Ætli lagið hennar, Birds, sé ekki
mitt uppáhaldslag í keppninni. Það
er smá James Bond fílingur í því
og hún er bara alveg ótrúlega flott.
Eins finnst mér maltneski strákur-
inn mjög skemmtilegur. Hann er
einlægur og svolítið akústík. Við
erum orðnir miklir félagar,“ segir
hann. tinnaros@frettabladid.is
Eyþór verður með
Dalvík í bakgrunni
Syngur Ég á líf í Malmö í kvöld en heldur sjálfur mest upp á hina hollensku Anouk.
Eyþór Ingi gengur í það heilaga með barnsmóður sinni, Soffíu Ósk Guð-
mundsdóttur, í lok júlí. Parið trúlofaði sig í París í nóvember síðastliðnum
en hjúskaparstaða þeirra hefur vakið mikla athygli að undanförnu. „Ég
kallaði hana unnustuna mína í einhverju viðtalinu um daginn og þá varð
allt vitlaust. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað gerðist,“ segir Eyþór og hlær.
Soffía Ósk styður auðvitað vel við bakið á sínum manni og er með
Eyþóri í Malmö. „Daginn eftir að hún kom hingað út birtist blogg á einni
Euro-síðunni þar sem sagt var frá því að til okkar hefði sést í stórmarkaði.
Það var ótrúlega fríkí og fyndið,“ segir Eyþór.
Ganga í það heilaga í lok júlí
Framleiðandi
Sumarbarna
er Ljósband
sem einnig
framleiddi
Okkar eigin
Osló og
Desember).
LEIKSTÝRIR FJÖLSKYLDUMYND
Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir nýrri
fjölskyldumynd um Silungapoll.
„Uppáhaldsdrykkurinn minn er
rabarbaradrykkurinn frá Himneskri
hollustu. Rabarbarinn er í miklu
uppáhaldi hjá mér og að mínu mati
mjög vanmetin jurt.“
Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður.
DRYKKURINN
„Þetta er barnaplata innan sviga.
Svona plata fyrir lífsglatt og
skemmtilegt fólk,“ segir tónlistar-
maðurinn Gunnar Lárus Hjálmars-
son um nýju plötuna sína.
Platan hefur fengið nafnið
Alheimurinn og er Dr. Gunni, eins
og hann er kallaður, í aðalhlutverki
ásamt söngkonunni Ragnheiði
Eiríksdóttur og Elvari úr hljóm-
sveitinni Hellvar og trommaranum
Kristjáni Frey. Gunnar segir hann
og Ragnheiði hafa verið með þessa
hugmynd í kollinum í tvö ár. „Við
sömdum 14 lög saman. Nú erum við
að æfa og stefnum í stúdíó í byrj-
un júní,“segir Gunnar en platan
sjálf kemur ekki út fyrr en í októ-
ber. „Mér skilst að það séu tvær til
þrjár góðar tímasetningar á ári til
að gefa út plötu og þetta er ein af
þeim.“
Það er útgáfufyrirtækið Geim-
steinn sem gefur út plötuna og
upptökur fara fram í stúdíó þeirra
í Keflavík. Stofnandi Geimsteins,
Rúnar Júlíusson, lék einmitt stórt
hlutverk á síðustu plötu Gunnars,
Abbababb. „Ég þarf að minnsta
kosti þrjá þungavigtarpoppara til
að koma í stað Rúnars sem
var í hlutverki Hr. Rokks
á síðustu plötu. Það verða
stór nöfn gestasöngvar-
ar á þessari plötu,“ segir
Gunnar, sem vill ekki gefa
upp nein nöfn. Fyrsta smá-
skífan af plötunni kemur út
fyrir 17. júní. - áp
Plata fyrir lífsglatt og skemmtilegt fólk
Dr. Gunni tekur upp nýju plötuna Alheimurinn í Kefl avík í sumar.
16 ár eru síðan
platan Abbababb kom út.
NÝ PLATA Í BÍGERÐ Dr.
Gunni og Heiða fara í stúdíó
í júní að taka upp plötuna
Alheimurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ER ÞAÐ EKKI ALLTAF
EIGINMAÐURINN?
HÚN ER HORFIN EFTIR GILLIAN FLYNN
ÞÝÐANDI: BJARNI JÓNSSON
D
YN
A
M
O
R
E
YK
JA
VÍ
KK
Metsölubók
um allan heim!
„Sagan hreinlegahrífur lesandannmeð sér, þetta erhrein og klár fíkn.“WASHINGTON POST
Minna að fletta
meira að frétta
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
BESTI FRÉTTA- OG
AFÞREYINGARVEFURINN
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar
afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og
skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna
það efni sem leitað er að.“
ÉG Á LÍF Að sögn Eyþórs Inga var atriðið allt að smella saman í gær. Söngvarinn
segir grafíkina á sviðinu koma mjög vel út. NORDICPHOTOS/AFP