Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 70
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 þess að partí endist svo lengi, það var ótrúlegt.“ Fyrsta platan í sjö ár Nýja platan, Now What?!, er sú nítj- ánda úr herbúðum Deep Purple og sú fyrsta í sjö ár. „Við ætluðum ekk- ert að gera plötu strax því það var svo gaman hjá okkur á tónleika- ferðalögunum. En í Kanada í febrú- ar í fyrra hittum við upptökustjór- ann okkar Bob Ezrin og hann hvatti okkur til dáða. Málið er að Deep Purple er eiginlega „instrumental“- hljómsveit. Vissulega er ég söngvar- inn en öll lögin okkar verða til þegar við djömmum saman. Ekkert er samið eftir að hljómsveitin kemur í hljóðver. Hann benti okkur á þetta og sagði okkur að hafa ekki áhyggj- ur af því að semja þriggja eða fjög- urra mínútna lög, heldur leyfa tón- listinni að þróast áfram á eðlilegan hátt,“ segir Gillan. „Við fórum í hljóðver og þá hjálpuðu okkur öll þessi ár á milli hljómplatna. Við náum allir mjög vel saman og okkur gekk vel að semja strax frá byrjun.“ Tileinkuð minningu Jons Lord Now What?! er tileinkuð stofn- meðlimi Deep Purple, hammond- leikaranum Jon Lord, sem lést í fyrra úr krabbameini á meðan á upptökunum stóð. „Við bjugg- umst við þessu en það var samt mikið áfall þegar það gerðist. Ég man að þögn sló á hljóðverið í ein- hvern tíma en eftir það fórum við að segja fyndnar sögur af Jon,“ segir Gillan. „Þetta var svipað og þegar pabbi minn dó. Líkaminn var far- inn í burtu en skyndilega var ég uppfullur af andanum. Við fundum fyrir mikilli nærveru Jon í herberg- inu, sem var magnað. Á þessum tíma samdi ég setninguna „Souls having touched are forever entwined“ [Sálir sem hafa snerst eru samtvinn- aðar að eilífu]. Ég las hana í jarðarförinni hans [Lords] en setti hana svo í lag sem var nánast tilbúð sem heit- ir Above and Beyond. Ég vissi að lagið væri um aðskilnað og þegar ég setti þessi orð um Jon inn pössuðu þau mjög vel. Þetta var í raun Jon að syngja fyrir okkur. Andi hans sveimaði yfir okkur við gerð plötunnar og að sjálfsögðu er hún tileinkuð minn- ingu Jons Lord.“ Heitir eftir Vincent Price Lokalag plötunnar heitir Vincent Price og er nefnt eftir hryllings- myndaleikaranum sáluga. „Við þekktum hann allir og unnum með honum á einhverjum tímapunktum. Við gáfum þessu lagi vinnutitilinn Vincent Price því þegar við vorum að djamma hljómaði það eins og tón- list í hryllingsmynd. Þetta virtist góður titill.“ Sjúkrabörurnar aldrei fjarri Gillan verður 68 ára gamall í ágúst og ljóst að meðlimir Deep Purple eru ekkert að yngjast með árun- um. Aðspurður um formið á þeim félögum segir hann: „Af og til heyri ég eitthvað detta á gangstétt- inni fyrir aftan mig og ég tek eftir því að eitthvað nýtt hefur hrunið af mér. En nei, nei, þetta er allt í lagi, sjúkrabörurnar og sjúkrabíllinn eru aldrei langt undan,“ segir hann og hlær. Rokk og ról í fjórum hlutum Hvernig tónleikum mega Íslend- ingar búast við í Nýju Laugardals- höllinni 12. júlí? „Þrátt fyrir að tón- leikarnir séu alltaf ferskir vegna þess að við spilum af fingrum fram verðum við núna enn ferskari með þrjú til fimm lög af nýju plötunni. Annars er alltaf sama uppbygg- ingin hjá okkur sem breytist aldrei. Tónleikarnir skiptast í fjóra hluta. Fyrst spilum við vel þekkt lög eins og Smoke on the Water, Black Night og Strange Kind of Woman. Svo spil- um við minna þekkt lög sem voru aldrei spiluð í útvarpi en okkur finnst gaman að spila eins og Maybe I´m a Leo, Mary Long og No One Came. Þriðji hlutinn er með nýju efni og í þeim fjórða og síðasta spilum við af fingrum fram þar sem þú veist aldrei við hverju þú átt að búast. Þetta verður bara mjög gaman,“ segir Gillan. Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga enska rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi, sem mun vera met í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Bandið hefur verið í smá fríi núna þannig að við erum stút- fullir af orku og með nýja plötu í farteskinu. Já, við hlökkum mikið til,“ segir söngvarinn Ian Gillan. „Ég man fyrst þegar við komum til Íslands. Við sváfum ekki neitt, það var algjör klikkun. Þetta var eitt stórt partí. Ég hef aldrei vitað til Svefnleysi og algjör klikkun á Íslandi Enska rokkhljómsveitin Deep Purple er á leiðinni hingað í fj órða sinn. Söngvarinn Ian Gillan ræddi við Fréttablaðið um Ísland, Vincent Price og látinn vin. DEEP PURPLE Frá vinstri: Steve Morse, Ian Paice, Ian Gillan, Roger Glover og Don Airey úr rokksveitinni Deep Purple. NORDICPHOTOS/GETTY FJÓRÐA PLATAN Deep Purple in Rock kom út 1970 með laginu Child in Time. ■ 1968 Stofnuð í Hertford á Englandi. ■ 1970 Fjórða platan, Deep Purple In Rock með laginu Child in Time, slær í gegn. ■ 1972 Hið vinsæla lag Smoke on the Water kemur út á plötunni Machine Head. ■ 1976 Deep Purple hættir störfum. ■ 1984 Hljómsveitin byrjar aftur og gefur út plötuna Perfect Strangers. ■ 1989 Ian Gillan er rekinn og Joe Lynn Turner ráðinn í hans stað. ■ 1992 Ian Gillan snýr aftur. ■ 2013 Gefur út sína nítjándu plötu, Now What?!. Helstu ártöl í sögu Deep Purple Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild Sækja þarf um Olís greiðslulykil til að fá afs látt 25% afsláttur af matseðli hjá Rizzo Pizzeria. AFSLÁTTUR-7KR.AFSLÁTTUR F ÍT O N / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.