Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 76
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 56 ÉG ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð. Vikulega eru tekin saman myndskeið þar sem fallegustu mörkin í hverri deild eru metin. Til að gæta allrar sanngirni er yfirleitt talað um „flottustu“ mörkin í slíku samhengi en vissulega búa hefð- bundin sjónarmið fagurfræði þar að baki. ÞAÐ gilda ákveðnar reglur um hið dæmigerða fallega fótboltamark. Mörk sem skoruð eru af löngu færi eru yfirleitt talin fallegri en þau sem skoruð eru af stuttu færi. Þá er talið fegurra ef boltinn fer yfir marklínuna sem næst slá eða stöng og helst bæði, þ.e. upp við samskeytin. Ef boltinn fer í slá eða stöng og inn er það yfirleitt talið til fegurðarauka. Þá ber að nefna að það er talið sérlega fallegt ef boltinn er tekinn viðstöðulaust á lofti eða ef markskotið er fyrsta snerting sóknar- mannsins. Utan við þetta telst það einnig fegurðarmerki ef sóknarmaður fer einn síns liðs fram hjá nokkrum varnar- mönnum og markverði og rennir boltan- um í autt markið. MÖRK geta þó verið falleg af öðrum orsökum. Skyndisóknir þar sem tveir til þrír sóknarmenn hlaupa upp völlinn og splundra vörn andstæðinganna með fáum en hröðum sendingum eru fallegar á að horfa. Þá geta skallamörk einnig verið falleg en þá spilar inn í hvernig marka- skorarinn ber sig í loftinu. Stökk hans getur eitt og sér talist fallegt og stuðlað að fallegu marki jafnvel þótt boltinn fari yfir marklínuna fjarri slá eða stöng. Að lokum ber að nefna að frumleiki getur gert mörk falleg. Hælspyrnur, hvort sem um er að ræða stoðsendingar eða mark- skot, stuðla að fegurð og það þarf vart að taka það fram að hvers konar klippur, svo ekki sé minnst á hjólhestaspyrnur, teljast yfirleitt til fegurstu markskota. EINS og ráða má af þessu er fegurðar- mat háð reglum, eins og flest annað, og ekki alfarið byggt á persónulegum smekk. Fegurð BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar Gamanleikarinn Chris Rock hefur gefið til kynna að svo gæti verið að honum bregði fyrir á nýrri stúdíóplötu Eminem, sem rapparinn er kominn vel á leið með að klára. Grínarinn birti í vikunni ljós- mynd af sér og Eminem saman í hljóðveri. „Ég má ekkert segja um þetta,“ sagði hann í viðtali við Fuse. „Ég var með á plötunni hans Kanye West, kannski verð ég á Eminem-plötunni,“ bætti hann við, en Rock var í gesta- hlutverki í laginu Blame Game á hinni margrómuðu plötu Kanye West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy frá 2011. Chris Rock á plötu Eminem? Rappararnir sálugu Eazy-E og Ol‘ Dirty Bastard (ODB) munu troða upp sem endurskapaðar heil- myndir á hinni árlegu Rock the Bells-hipphopphátíð í Kaliforníu í haust. Eazy-E lést árið 1995 og Ol‘ Dirty Bastard árið 2004. Sam- kvæmt skipuleggjendum hátíðar- innar mun heilmynd Ol‘ Dirty Bastard koma fram ásamt eftir- lifandi meðlimum hljómsveitar sinnar Wu Tang Clan, en heil- mynd Eazy-E troða upp með sveit- inni Bone Thugs-n-Harmony. Heilmynd af rapparanum Tupac Shakur, sem var skotinn til bana árið 1996, vakti mikla lukku á Coachella-tónleikahátíðinni í Kaliforníu á síðasta ári. Heilmyndir af Eazy-E og ODB troða upp EMINEM OG CHRIS ROCK Hljóðrituðu hugsanlega saman lag fyrir næstu plötu rapparans. EAZY-E Kemur fram með Bone Thugs- n-Harmony á Rock the Bells-hátíðinni sem heilmynd. Bandaríkjamaðurinn Ronald Binian, sem starfar hjá Latabæ, tók nýverið upp prufutónlistar- myndband með brúðu sem hann bjó til. Hann hefur í hyggju að gera stærra tónlistarmyndband með brúðum og vill í leiðinni vekja upp áhuga hjá erlendum hljóm- sveitum á að taka hér upp tónlistar- myndbönd. „Mig langar að hvetja hljóm- sveitir til að taka upp myndbönd á Íslandi og gera öðruvísi hluti í þeim, til dæmis með því að nota brúður,“ segir Binian. „Lands lagið á Íslandi er svakalega fallegt en ég held að fólk vilji sjá meira en það, til dæmis einhverjar persónur. Ég hef séð myndbönd þar sem tónlistarmennirnir standa úti í náttúr unni. Það er mjög fallegt en kannski er gaman að hafa einhverja sögu líka og gera eitthvað öðruvísi. Þess vegna erum við að nota brúður og við viljum sýna framleiðendum hvað er mögulega hægt að gera á Íslandi,“ segir hann. Prufumyndbandið, sem hann gerði í samstarfi við fyrrverandi eiginkonu sína Carol Binian, verð- ur sýnt í miðstöð brúðulistar í Atl- anta í Georgíu, Centre for Puppetry Arts, á næstunni og vonast hann til að það fái þar mikla athygli. - fb Vill búa til brúðumyndbönd Ronald Binian vill taka upp erlend tónlistarmyndbönd með brúðum á Íslandi. UPPTÖKUR Ronald Binian ásamt fyrr- verandi eiginkonu sinni, Carol Binian, við tökur á myndbandinu við Lágafell. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS STAR TREK KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK LÚXUS KL. 5 - 10.45 12 NUMBERS STATION KL. 8 16 MAMA KL. 8 - 10.15 16 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 LATIBÆR KL. 4 L SCARY MOVIE KL. 6 14 OBLIVION KL. 10.10 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L MAMA KL. 8 - 10 16 NUMBERS STATION KL. 6 - 8 12 EVIL DEAD KL. 10 14 THE CALL KL. 6 16 THE GREAT GATSBY FORSÝNING KL. 9 12 PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 12 THE NUMBERS STATION KL. 5.50 16 EVIL DEAD KL. 10.10 18 / FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 THE CALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 FORSÝND KL. 9 IN MEMORIAM? (L) 20:30 HANNAH ARENDT (12) 17:50 THE HUNT (JAGTEN) (12) 22:20 ON THE ROAD (L) 20:00 DÁVALDURINN (16) 22:00 HOW TO SURVIVE A PLAGUE (L) 18:00 ST. SIG: STRIGI OG FLAUEL (L) 20:00 FOR YOU NAKED (L) 22:00 SLÓ Í GEGN Á ÞÝSKUM KVIKMYNDADÖGUM EFTIR ÓMAR RAGNARSSON IN MEMORIAM MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn STAR TREK 3D 5.20, 8, 10.40(P) MAMA 8, 10.10 IRON MAN 3 3D 8, 10.40 LATIBÆR 6 OBLIVION 5.30 Empire Hollywood reporter 5% Anna Wintour, ritstjóri banda- ríska Vogue, stjórnar gestalist- anum á Met-ballinu sem fór fram í New York í síðustu viku. Í fyrra bannaði hún raunveruleikastjörn- unni Kim Kardashian að mæta en gaf henni leyfi til að koma í ár þar sem Wintour er mikill aðdáandi kærasta Kardashian, Kanye West. Ein raunveruleika- stjarna fyrir rauða dregilinn var nóg að mati Wintour, sem lagði blátt bann við því að Kris Jenner, móðir Kardashian, kæmi, en Jenner sótti fast eftir boðskorti. Bannaði Jen- ner að mæta STJÓRNAÐI Anna Wintour stjórnaði gestalistanum á Met-ballinu. NORDICPHOTOS/GETTY KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA THE GREAT GATSBY 2D FORSÝND KL. 10:10 THE GREAT GATSBY VIP FORSÝND KL. 10:45 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:10 - 8 - 10:45 STAR TREK INTO DARKNESS 2D KL. 7:20 - 10:30 STAR TREK INTO DARKNESS VIP KL. 5:10 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:10 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 -8 BURT WONDERSTONE KL. 5:10 KRINGLUNNI THE GREAT GATSBY 2D FORSÝNING KL. 10:40 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 BURT WONDERSTONE KL. 8 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STAR TREK INTO DARKNESS 2D KL. 4:40 - 7:30 - 10:20 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 7:30 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 8 AKUREYRI STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á NEW YORK OBSERVER THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS! EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.