Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 1

Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 1
FRÉTTIR 50 ÁRA AFMÆLI DÚMBÓ OG STEINA Hljómsveitin Dúmbó sextett heldur upp á 50 ára söngafmæli Steina, Sigursteins Hákonarsonar, og sömuleiðis 50 ára afmæli Dúmbó sextetts með tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi annað kvöld kl. 21. Hljómsveitin hefur alla tíð notið mikilla vinsælda. É g sýni flíkurnar fyrst opin-berlega núna en ég stofnaði Black Sand í vetur,“ segir Ásdís Loftsdóttir fatahönnuður. Frá því Ásdís lauk námi í fata-hönnun árið 1986 hefur hún unn-ið ullarvörur undir merkinu Diza og hannað munstur fyrir hand-prjón. Í nýju línunni hannar hún munstur og lætur prenta fyrir sig á náttúruleg efni og sækir inn-blástur til íslenskrar náttúru. „Ég geri föt fyrir konur á öllum aldri og hef að leiðarljósi að föt-in séu þægileg og að konum líði vel í þeim. Fötin eiga jafnframt að vera þægileg í umhirðu og úr góðum efnum og ég nota mikið náttúruleg efni, jersey, hör, bóm-ull og silki,“ útskýrir Ásdís. „Ég þrykki bæði sjálf og læt prenta stafrænt fyrir mig munstur með biðukollum og myndir af álfa-steinum og fleiru. Þá þrykki ég á boli sem ég hanna og sauma sjálf,“ segir Ásdís e f BIÐUKOLLUR OG ÁLFASTEINARFATAHÖNNUN Ásdís Loftsdóttir sýnir nýtt merki, Black Sand, á sýningu Hand- verks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Munstrin sækir hún í íslenska náttúru, blóm og steina. Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag. BÍÐUR SPENNT Ásdís Loftsdóttir fatahönnuður er spennt að sjá hvernig viðtökur nýja línan fær. Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag í Ráðhúsinu og stendur fram á mánudag. OPNUN Í DAG Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 TÆKIFÆRISGJAFIR www.tk.is NÝTT MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐFæst eingöngu hjá IV V ha nd un ni ð fr á Íta líu Teg 23451 - mjúkur í 80-95 C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur við á kr. 1.995,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14 GLÆSILEGUR ! afsláttur af öllum skóm FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 E ROVISION KRAKKAR FIMMTUDAGUR 16 . MAÍ 2013 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 24 3 SÉRBLÖÐ Eurovision | Krakkar | Fólk Sími: 512 5000 16. maí 2013 114. tölublað 13. árgangur Tileinka sér heilbrigði Krakkar í efstu bekkjum Rimaskóla hafa lært að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl að undanförnu. Krakkarnir spreyta sig á eldamennsku, læra um mikilvægi slökunar og svefns auk þess að reyna sig í íþróttum. 10 Stefna á toppinn Ingólfur Gissurar- son og Leifur Örn Svavarsson stefna báðir á tind Everest á næstu vikum. 2 Óttast um báta barna Siglingafélög segja hættu á að börn í siglinga- klúbbum rekist á stólpa áformaðrar brúar yfir Fossvog. 8 Sjöþúsund með krabbameinsgen 7.000 Íslendingar á skrá Íslenskrar erfðagreiningar eru í 80% hættu á að fá banvænt krabbamein. 18 MENNING Ragnheiður Eiríksdóttir er ásamt dr. Gunna á leið í stúdíó að taka upp plötu fyrir lífsglatt fólk. 66 SPORT Alfreð Gíslason er búinn að vinna tíu stóra titla á fimm tímabilum sínum með Kiel. 62 Áfram Ísland Opið til 21 Nýtt kortatímabil KRINGLUKAST 20–50% AFSLÁTTUR OPIÐ TIL 21 NÝR MATSEÐILL FYLGIR BLAÐINU Í DAG. IÐNAÐUR Verði tafir á framleiðslu- aukningu í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík um einhvern tíma mun orkan úr Búðarhálsvirkjun geta nýst í önnur verkefni. Það gæti leyst úr orkuþörf álvers Norðuráls í Helguvík. Fregnir bárust af því í apríl að Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, væri að endurskoða fjárhagsáætlun og tímaramma þriggja stækkunarverkefna, þar á meðal í Straumsvík. Wall Street Journal sagði það hluta af stefnu nýs forstjóra, Sams Walsh, um að draga úr kostnaði og einblína frekar á námastarfsemi, sem væri arðbærasti hluti starfsem- innar. Ólafur Teitur Guðnason, upp- lýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að ekki hafi verið hætt við verkefnið. „Ég get lítið sagt um þetta í dag en ég get sagt eitthvað um það á morgun,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Í samtali við fréttastofu Ríkis útvarpsins í apríl sagði hann ljóst að verkefnið yrði dýrara en að hefði verið stefnt. Heimildir Fréttablaðsins herma að tæknilegir örðugleikar hafi komið upp við verkefnið, þó að það sé að einhverju leyti komið til framkvæmda. Auka átti fram- leiðslugetu fyrirtækisins um 40 þúsund tonn; úr 190 í 230 þúsund. Framkvæmdir við Búðarháls- virkjun eru í fullum gangi og stefnt er að því að hægt verði að afhenda orku úr henni fyrir ára- mót. Áætlað afl hennar er um 95 megavött. Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir að það sé ekki hans að svara fyrir hvað verði um orkuna, fari hún ekki strax í Straumsvík, og vísar til forsvarsmanna Rio Tinto. „Við vitum alveg að það verður seinkun á verkefninu en það er algjörlega á þeirra hendi að tjá sig um stöðu þess.“ Óvissa hefur ríkt um orkuöflun vegna álvers í Helguvík og voru virkjanakostir í neðrihluta Þjórs- ár, sem nýta átti í verkefnið, sett- ir í biðflokk í rammaáætlun. Þá hefur Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagt að fyrirtækið muni ekki reisa fleiri virkjanir fyrr en ljóst sé hvernig það getur uppfyllt strangari mengunarkröfur, en orka úr Hverahlíðarvirkjun var hugsuð fyrir álver í Helguvík. Ragnar Guðmundsson, for- stjóri Norðuráls, segir fyrirtækið vera tilbúið í verkefnið. „Það sem okkur vantar er að klára orku- myndina.“ - kóp Helguvík gæti fengið orku frá Búðarhálsi Tafir á framleiðsluaukningu álvers Rio Tinto í Straumsvík gætu þýtt að orkan sem þar átti að nýta fari í önnur verkefni. Álver í Helguvík er þar líklegast. Norðurál segir ekkert vanta nema að klára orkuöflun. SKOÐUN Ómar Þ. Ragnarsson sjón- varpsmaður skrifar um hernað gegn undrum Mývatnssveitar. 26 ■ Álver í Helguvík eykur hagvöxt um 2,3 prósent á fjögurra ára tímabili samkvæmt spá hag- deildar ASÍ frá árinu 2010. ■ 2.000 störf sem tengjast álverinu og rekstri þess verða til. ■ 4.000 störf þarf við byggingu álversins samkvæmt áætlun. ■ 600 störf eru ráðgerð í álverinu á rekstrartíma þess. Áhrif framkvæmda í Helguvík Bolungarvík 2° NA 7 Akureyri 3° NV 9 Egilsstaðir 3° NV 6 Kirkjubæjarkl. 9° N 8 Reykjavík 10° NA 7 Bjart syðst Í dag eru horfur á norðlægum áttum, víða 8-15 m/s. Bjartviðri sunnanlands en annars skýjað og rigning eða slydda NA-til. 4 LÖGREGLUMÁL Tíu ára stúlka úr Vestur bænum vísaði á þriðjudag lög- reglu á slóð manns sem grunaður er um að hafa neytt hana með valdi upp í bíl sinn og brotið á henni kynferðis- lega. „Stúlkan var á heimleið úr skóla á þriðja tímanum eftir hádegi þegar ókunnugur maður tók hana með valdi og setti í aftursæti bifreiðar sem hann var á. Ekið var með stúlkuna á afvikinn stað í útjaðri höfuðborgar- svæðisins, en þar er maðurinn talinn hafa brotið gegn stúlkunni,“ segir í frétt lögreglunnar. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var handtekinn eftir að stúlkan gaf lögreglu upp bílnúmer hans og aðrar lýsingar á atburðarásinni. Hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæslu- varðhald í gær. Björgvin Björgvins- son, yfirmaður kynferðisbrota- deildar lögreglunnar, kveðst ekki geta tjáð sig um hvort maðurinn hafi játað eða neitað sök. „Eitt af því sem gert hefur verið í fræðslu til barna um viðbrögð í slík- um tilvikum er að benda þeim á að taka vel eftir öllu og reyna til dæmis að muna bílnúmer eða taka eftir öðrum auðkennum,“ segir lögreglan, sem hvetur foreldra til að ræða yfir- vegað við börn sín um slík mál. „Auðvitað á að ræða þetta við börn en þau geta orðið ofsahrædd og varla treyst sér til að ganga eðlilega heldur hreinlega hlaupa í og úr skólanum,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, segir for- maður foreldrafélags Vesturbæjar- skóla. - gar, - hó / sjá síðu 4 Karlmaður í gæsluvarðhaldi eftir að hafa rænt tíu ára stúlku úti á götu: Lítil hetja gat bent á gerandann TEK ÞETTA Á ÆÐRULEYSINU Eyþór Ingi Gunnlaugsson, fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni, ræddi í gær við fjölmiðlamenn og aðdáendur í Malmö. Seinni undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og verður Eyþór sá áttundi á svið, með lagið Ég á líf. „Ég ætla að taka þetta á æðruleysinu, gera mitt besta og skemmta mér vel. Allt annað er bara bónus,“ segir Eyþór. Sjá síðu 66 MYND/ÖRLYGUR SMÁRI ➜ Lögreglan segir að benda eigi börnum á að taka vel eftir öllu og reyna til dæmis að muna bílnúmer eða taka eftir öðrum auð- kennum hjá gerand- anum, verði þau fyrir því að brotið sé gegn þeim.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.