Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 24
16. maí 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871 Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmda-
stjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins, skrifar drengilega grein í
Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæð-
ar einkunnir sem borgarstjórn fær í
nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu
Reykjavíkurborgar. Það er rétt og
mikils vert. Til viðbótar þeim dæmum
sem Þórey nefnir þótti mér sérstak-
lega vænt um tvennt. Annars vegar
dregur nefndin fram að kostnaður við
miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráð-
húsið, hefur lækkað ár frá ári síðan
2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6
milljarða, eða um hálfan milljarð króna.
Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi
meirihluta. Að standa vörð um grunn-
þjónustuna en spara í yfirstjórn.
Í öðru lagi er ein meginniðurstaða
úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi
„sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjár-
málum og framkvæmd fjárhagsáætlunar
innan ársins, einkum á seinni hluta þess
tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er
mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og
mikilvægustu verkefnin á sviði fjármála-
stjórnar hafa verið björgunar aðgerðir
vegna alvarlegrar stöðu Orku veitunnar
og það risaverkefni að tryggja góða og
örugga þjónustu við borgarbúa þrátt
fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið
minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgar-
innar 2012 voru tæplega 7 milljörðum
lægri að raunvirði en borgin naut árið
2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borg-
arinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%)
að raunvirði á síðasta ári en árið 2008.
Fyrir mismuninum hefur þurft að spara.
Ýmsu fleiru er hrósað en annað í
niðurstöðum úttektarnefndarinnar er
ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi
ábendinga um atriði sem betur mega
fara og þarf nú að ræða skipulega og
nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í
úttektina. Við þurfum að bæta um betur í
skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrir-
tæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórn-
sýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og
fram kemur í úttektinni hrundi traust á
borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra
verkefni borgarstjórnar er því ekki eitt-
hvað eitt, heldur nákvæmlega það, að
endurvinna traust og trúnað við borgar-
búa.
Borgarstjórn hrósað
STJÓRNSÝSLA
Dagur B.
Eggertsson
formaður
borgarráðs
➜ Stóra verkefni borgarstjórnar
er því ekki eitthvað eitt, heldur
nákvæmlega það, að endurvinna
traust og trúnað við borgarbúa.
Halla Hrund Pétursdóttir, landslagsarkitekt FILA, hjálpar
þér við að skipuleggja draumagarðinn þinn.
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
T
alið er að tólf hundruð íslenskar konur beri með sér
BRCA 2 genastökkbreytingu eins og Angelina Jolie.
Hún komst í heimsfréttirnar í fyrradag þegar hún
sagði frá því að hún hefði látið fjarlægja bæði brjóst
sín. Með því minnkaði hún líkurnar á að hún fengi
brjóstakrabbamein úr 87 prósentum í fimm.
Í Fréttablaðinu í dag segir Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar, um sjö þúsund Íslendinga bera
með sér stökkbreytt krabbameinsgen sem auki líkurnar á
krabbameini um 80 prósent. Upplýsingar um hverjir þessir
einstaklingar eru liggja í dulkóðuðum gagnagrunni fyrir-
tækisins. Kári segir miður að hann hafi enga heimild til að
veita fólki þessar upplýsingar. Hann hefur gengið á milli
ráðamanna og stungið upp á lausnum svo að almenningur geti
fengið aðgang að upplýsingunum en honum hefur verið tekið
fálega.
„Það er ekki fyrr en einhver
snoppufríð og fræg leikkona úti
í heimi kemur fram, þá er allt í
einu hægt að fá fólk til að ræða
þetta,“ segir Kári.
Í október í fyrra birti Frétta-
blaðið viðtal við Valdísi Kon-
ráðsdóttur, sem fór í svipaða
aðgerð og leikkonan fræga. Valdís sá ekki eftir að taka málin í
sínar hendur eftir að blóðprufa sýndi að hún bæri stökkbreytt
gen. Móðir hennar hafði þá fengið brjóstakrabbamein tvisvar
sinnum.
Við ættum öll að hafa rétt á að vita hvort við berum stökk-
breytt krabbameinsgen eða ekki. Í dag er ekki hægt að
hringja í Íslenska erfðagreiningu og óska eftir þessum upp-
lýsingum úr gagnagrunninum þeirra. Þar er vísað á Land-
spítalann og þar var brjálað að gera í gær að sögn Vigdísar
Stefánsdóttur hjá erfðaráðgjöf spítalans. Þar er hægt að fá
ráðgjöf og komast í erfðarannsóknir en starfsmennirnir hafa
ekki aðgang að gagnagrunni Íslenskrar erfðagreiningar.
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að bjarga fjölmörg-
um mannslífum. Við ættum að hafa rétt á að vita hvað gæti
verið í vændum. Kári Stefánsson segir að við þurfum einungis
að ýta á einn takka og þá eru upplýsingarnar aðgengilegar.
Fyrir þremur árum komst hópur á vegum Landlæknis
að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til að senda
fólki bréf með upplýsingum um líkur á krabbameini. Geir
Gunnlaugs son landlæknir segir samt að þar á bæ sé fólk opið
fyrir því að skoða hvernig hægt væri að bjóða einstaklingum
upp á þessa vitneskju.
Hér er um að ræða flókið álitamál og umdeilt meðal þjóðar-
innar. Mikið var deilt um gagnagrunn Íslenskrar erfðagrein-
ingar á sínum tíma. Það verður samt erfitt að réttlæta það
út frá persónuverndarsjónarmiðum að fólk fái ekki að vita
hvort það beri með sér banvænt krabbameinsgen eða ekki.
Við megum ekki sætta okkur við að fá í sífellu staðlað svar
kerfisins: „The computer says no.“ Það er kominn tími á já.
Sjö þúsund með banvænt krabbameinsgen:
Staðlað svar: „The
computer says no“
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Ofstæki eða frekja?
Brynjar Níelsson er umdeildur
maður, eins og áður hefur verið rætt
á þessum stað. Hann er beinskeyttur
í skoðunum og setur þær fram á
tæpitungulausan hátt. Það stuðar
eðlilega marga. Það er hins vegar
eitt að vera móðgaður eða ósam-
mála og annað hvernig því er komið
á framfæri. Á þetta bendir Brynjar
í nýjasta pistli sínum á Pressunni
þar sem hann segir viðbrögð margra
þeirra sem hann hefur gagnrýnt
einkennast af mikilli reiði og
jafnvel hatri. „Getur verið að
ég sé að glíma við ofstækis-
fullt trúarfólk eða er þetta
fólk bara stíflað af frekju?“
spyr Brynjar og vonar að
skýringin sé frekja. Rétt
er að taka undir með
Brynjari, þótt hann tali ekki mjög
skýrt um það við hverja hann á. Það
að vera ósammála einhverjum gefur
manni hins vegar ekki rétt til að
úthúða þeim.
Oft er gott það er gamlir kveða
Fátt fólk er leiðinlegra en það sem
stráir um sig tilvitnunum og allra
verst er þó það sem gerir það á
frummálinu. Íslensk umræðuhefð
kveikir þó hugrenningatengsl við
tilvitnun, sem oft er ranglega
eignuð Voltaire, en er í raun
eftir Evelyn Beatrice Hall: „Ég
er ósammála því sem þú segir,
en ég mun fram í rauðan
dauðann verja rétt þinn til
þess að halda
skoðun þinni
fram.“
Hefði átt að hlusta
Mikið hefur verið rætt og ritað um
þau orð Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar að staða ríkisfjármála
hafi verið fegruð fyrir kosningar.
Sigmundi hefði verið nær að hlusta á
Tryggva Þór Herbertsson í umræðum
um fjárlög á þingi í desember í fyrra.
Þar sagði Tryggvi Þór nákvæmlega
það sama, að ríkisstjórnin væri að
fegra stöðu ríkisfjármála. Sjálfur
hefur Sigmundur ekki alltaf gefið
fráfarandi ríkisstjórn hæstu
einkunn í bókhaldsmálum.
Einhver gæti því sagt að
hann hefði betur látið kanna
stöðuna sjálfur, áður en
Framsókn fór í loforð um
ríkisútgjöld, nú eða bara
hlustað á Tryggva.
kolbeinn@frettabladid.is