Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 26
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Árið 1992 undirrituðu Íslendingar Ríó-sáttmál- ann um að sjálfbær þróun yrði höfð í hávegum, rán- yrkja lögð af og náttúran látin njóta vafans. Undir- ritun okkar hefur reynst marklaus og ekki papp- írsins virði, og er saga gufuaflsvirkjananna eitt versta dæmið um það. Í stað sjálfbærrar þró- unar er aðeins gert ráð fyrir því í forsendum virkjananna að orkuforði þeirra endist í skitin 50 ár, helst skemur, eins og ætlun- in er með Eldvarpavirkjun, en samt er gumað af því um heim allan að um „endurnýjanlega og hreina orku“ sé að ræða. Saga virkjananna er saga slæmra mis- taka, rányrkju og loforða, sem stóðust ekki. Fyrir áratug var gefið grænt ljós á tvær gufuafls- virkjanir, Hellisheiðarvirkjun og Bjarnarflagsvirkjun, á grund- velli mats á umhverfisáhrifum og lofað pottþéttum lausnum varðandi loftmengun og affalls- vatn. Hellisheiðarvirkjun reis og nú er ljóst að ekki hefur verið orð að marka af loforðunum um lausnir á þessum vandamálum þar, heldur er uppgjöfin alger. Stækkun hefur verið frestað að minnsta kosti fram yfir 2020 og beðið um frest til jafn langs tíma til þess að rannsaka, hvort hægt sé að leysa þessi vandamál! Ofan á þetta hafa bæst ónefnd vanda- mál við niðurdælingu: manngerð- ir jarðskjálftar. Viðurkennt opinberlega Nú mætti ætla að í ljósi þess- ara ófara myndu menn fara að með gát við Mývatn, sem býr yfir einstæðu og heimsfrægu samspili lífríkis og jarðmynd- ana, ekki hvað síst vegna þess að Bjarnarflags virkjun verð- ur fimm sinnum nær byggð en Hellisheiðar virkjun. Aðeins 2,8 kílómetrar eru frá virkjuninni í grunnskólann í næstu byggð og tæpir fjórir kílómetrar frá virkj- uninni til vatnsins eftir hallandi landi. Ég varaði við þessu í blaða- grein fyrir hálfu öðru ári og á bloggsíðu minni undanfarin ár og hef birt loftmyndir af affalls- vatni, sem rennur í átt að vatninu úr þrjátíu sinnum minni virkjun en ætlun in er að reisa og loftmyndir af sístækk- andi vatni í 10 kílómetra fjarlægð frá Kröfluvirkj- un. Á íbúafundi í fyrra var samt sagt að vanda- málið hefði þegar verið leyst! Svipað svar fékkst þegar ég birti myndir af affallsvatni virkjana hér syðra og lét fylgja með að grafa yrði skurð fyrir 1,5 milljarða króna frá Svartsengi til sjávar til að leysa það vandamál. Sagt var að þetta væri forkast- anlegur þvættingur og upplogn- ar ásakanir. Ári síðar var viður- kennt opinberlega að svona væri í pottinn búið. Með ólíkindum Nýlega sá ég vandaða og ítar- lega vísindalega umfjöllun um hið viðkvæma og flókna neð- anjarðarstreymi vatns fyrir austan Mývatn, sem er forsenda líf ríkisins í vatninu. Í mati á umhverfis áhrifum Bjarnarflags- virkjunar blasir við stórkost legur vafi á því hvaða áhrif gufuafls- virkjun þarna muni hafa á þessa forsendu frægðar Mývatns, sem dregur að sér sívaxandi fjölda ferðamanna. Samt á að drífa í að virkja – sjálft Mývatn fær ekki að njóta vafans. Ástæðan er einföld: Það er hægt að byrja fyrr á að afhenda orkuna þaðan til Bakka en frá Þeistareykjum. Þeir sem hafa efasemdir eða andæfa eru kallaðir öfgamenn en hinir sem vilja virkja allt talsmenn skyn- semi og hófsemdar. Í umhverfismatinu koma fram þrír möguleikar áhrifa virkjun- arinnar á Hveraröndina – eina hverasvæðið af sínu tagi sem er alveg við hringveginn: 1. Engin áhrif verða á hverasvæðið. 2. Hverirnir munu minnka eða hverfa. 3. Hveravirknin mun aukast. Það er með ólíkindum að jafnvel þótt svona gríðarleg óvissa komi fram skuli virkjun- in eiga að njóta vafans en Mývatn ekki, enda búið að afnema lögin um friðlýsingu Laxár og Mývatns. Engir lærdómar dregnir Nú er lofað að rannsaka jafn óðum hvaða áhrif virkjunin hafi og að bregðast þá við. Svona loforð hafa verið gefin áður, ekki bara á Hellisheiði, heldur var reynt að rannsaka hvaða áhrif Kísiliðjan hefði á Mývatn, en yfirleitt taka svona rannsóknir áratugi og þá er það oftast of seint. Sams konar loforðalisti er nú settur fram við Bjarnarflagsvirkjun og við virkj- anir syðra. Hvers vegna ætti hann að verða marktækari en loforðin hér syðra? Hvers vegna má ekki að minnsta kosti bíða og sjá hvernig gengur að vinna úr vanda málunum hér syðra áður en menn æða af stað fyrir norðan? Blekkingum beitt Fyrir 43 árum átti að virkja við Laxá og Mývatn og Nóbelskáld- ið reit greinina „Hernaðurinn gegn landinu“. Hún er enn í fullu gildi. Fyrir dyrum standa virkj- anaframkvæmdir við Kröflu sem munu eyðileggja ásýnd hins ein- stæða svæðis „Leirhnjúkur-Gjá- stykki“. Í mati á umhverfisáhrif- um er beitt blekkingum. Auk þess liggja helstu náttúruperlur nyrðra og um allt land undir skemmdum vegna hinnar íslensku blöndu af nísku, græðgi og sérhagsmunum. Engir lærdómar eru dregnir af meira en 100 ára reynslu í „landi frelsisins“, Bandaríkjunum, sem ég sýndi í sjónvarpi fyrir fjórtán árum. Mývatn er komið á válista vegna hnignunar lífríkisins. Vatnið var ekki látið njóta vaf- ans þegar kísil nám stóð þar yfir. Þingvallavatn er að falla úr a- flokki í b-flokk vegna mengun- ar. Við bæði þessi einstæðu vötn gerist þetta vegna kæruleysis, græðgi og rányrkju á kostnað komandi kynslóða. Ætlum við að halda svona áfram endalaust, þjóðin, sem á að vera vörslumenn einhverra einstæðustu náttúru- verðmæta heimsins fyrir kom- andi kynslóðir og mannkyn allt? Hernaðurinn gegn undrum Mývatnssveitar Nú er í kynningu nýtt deiliskipulag á dýrmæt- um reit í hjarta borgar- innar, Landsímareitnum í Kvosinni. Ég skora á fólk að kynna sér það vel og senda inn athugasemd- ir á skipulag@reykja- vik.is fyrir 23.maí. Það telst annars samþykkt, þótt það hafi mótmælt áformum um hótelrekst- ur á þessum reit á www. ekkihotel.is ásamt 17.000 öðrum. F ra mtíð dý rmæt- ustu almennings svæða Reykjavíkur er í húfi. Eiga hags- munir lóðar eiganda sem þarna hefur keypt upp eignir að vega þyngra en hags munir almenn- ings? Er borgin ekki fyrir okkur borgarbúa? Almennings svæðin þrjú, Austur völlur, Ingólfs torg og Fógeta garður eru mikið sótt af mismunandi hópum fólks. Það mun verða fyrir truflun meðan á fyrir huguðum framkvæmdum og fornleifa greftri stendur. Einnig mun verslun á þessu svæði rask- ast. Með mikla sögu Á Landsímareitnum eru mörg gömul hús með mikla sögu, þar á meðal Nasa, gamla Sjálfstæðis- húsið og Landsímahúsið eftir Guðjón Samúelsson. Við Vallar- stræti eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfs búð og Hótel Vík. Skipulagstillögur á svæðinu hafa tekið ýmsum breytingum. Í stað þess að rífa húsin í Vallar- strætinu átti að flytja þau á Ingólfs torgið. Því var mótmælt harðlega. Síðan átti borgin að byggja menningarhús á Ingólfs- torgi, sem var hætt við. Það stóð kannski aldrei til? Yfirgnæfa friðuð hús Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir háum byggingum á milli gömlu húsanna við Vallarstræti. Þótt hæð þeirra hafi verið lækk- uð um eina hæð, munu þær samt yfirgnæfa friðuð hús og bera þau ofurliði. Í stað þess að draga fram sérstöðu þeirra og sögulegt gildi. Mér finnst Landsímahúsinu, byggingu Guðjóns Samúelsson- ar, sýnd mikil vanvirðing með því að reisa enn aðra viðbygg- ingu við það og bæta að auki ofan á það. Þetta mun algjörlega breyta ásýnd hússins og auka skuggavarp inn á Austur völl. Vart telst það að standa vörð um hagsmuni almennings sem hlýt- ur að vera frumskylda borgar- yfirvalda. Viðbyggingin verður reist á bíla planinu, alveg út við Kirkjustrætið. Hún mun þrengja mjög að gömlu uppgerðu húsun- um hinum megin götunnar, sem og Alþingi. Hótel- eða gistihúsa- rekstri fylgir mikil umferð. Ekki bara rútur, heldur einnig leigubíl- ar, jeppar, sorpbílar og sendibíl- ar að koma með birgðir af ýmsum toga. Hvar á eiginlega sú aðkoma að vera? Það eina góða sem kemur út úr nýju deiliskipulagi er að Fógeta- garðurinn, elsti kirkjugarður Reykvíkinga, fær svokallaða hverfisvernd. Sýnum borginni virðingu Annað gildir um hinn lif- andi og sögufræga sal í gamla Sjálfstæðis húsinu, Nasa, þar sem tónlistarmenn hafa lengi átt athvarf. Hann verður rifinn og endurgerður sem fjölnota salur innan veggja hótels með útgang út í þröngt Vallarstrætið. Af hverju er Nasasalurinn ekki verndaður, eins og húsafriðunar nefnd hafði lagt til á sínum tíma? Kæfum ekki hjarta bæjarins. Miðbærinn iðar af lífi og sál í þessari fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum og gömlum götumyndum. Leyfum þeim að njóta sín. Sýnum borginni okkar virð- ingu og verndum okkar sögulegu byggð. Það er komið nóg af hót- elum á þessum litla reit sem við eigum öll. Kæfum ekki hjarta miðbæjarins NÁTTÚRU- VERND Ómar Þ. Ragnarsson formaður Íslands - hreyfi ngarinnar – lifandi lands ➜ Í mati á umhverfi s- áhrifum er beitt blekking- um. Auk þess liggja helstu náttúruperlur nyrðra og um allt land undir skemmdum vegna hinnar íslensku blöndu af nísku, græðgi og sérhagsmunum. ➜ Framtíð dýr- mætustu almennings- svæða Reykjavíkur er í húfi . Eiga hags- munir lóðareiganda sem þarna hefur keypt upp eignir að vega þyngra en hags- munir almennings? Er borgin ekki fyrir okkur borgarbúa? Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Volkswagen Passat Comfortline Plus er nú fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti ásamt bakkmyndavél. www.volkswagen.is Rúmgóður og sparneytinn fjölskyldubíll Volkswagen Passat dísil Passat Comfortline Plus 1.6 TDI dísil beinskiptur kostar aðeins 4.550.000 kr. Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Passat dísil eyðir frá 4,3 l/100 km SKIPULAG Þóra Andrésdóttir íbúi í miðbæ Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.